Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2025 08:00 Kristófer Acox hefur spilað fjölda landsleikja undir stjórn Craig Pedersen en þjálfarinn vill ekki svara því hvort þeir verði fleiri. Samsett/Hulda Margrét/Getty Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, vill ekki svara því hvort að ósætti við Kristófer Acox verði til þess að Kristófer fái ekki aftur sæti í landsliðinu undir hans stjórn. Athygli vakti að Kristófer, sem er þrautreyndur landsliðsmaður, fimmfaldur Íslandsmeistari og kominn aftur á fulla ferð eftir meiðsli, skyldi ekki valinn í nýafstaðna leiki við Ungverjaland og Tyrkland sem réðu því hvort að Ísland kæmist í lokakeppni EM. „Ég valdi leikmennina sem mér fannst passa best saman fyrir þennan glugga. Ég ræddi þetta við hann og við tókum þessa stefnu. Mér fannst liðsandinn góður í hópnum og þetta er það sem við ákváðum að gera,“ segir Pedersen í samtali við Vísi. „Hef rætt vel og vandlega um þetta við hann“ Ljóst er að ósætti er á milli landsliðsþjálfarans og Kristófers en Kristófer hefur þó jafnan átt sæti í íslenska landsliðshópnum þegar hann er heill heilsu. Hann gaf ekki kost á sér í tvo leiki við Ítalíu fyrir þremur árum en hefur spilað leiki eftir það svo ljóst er að eitthvað annað eða fleira liggur að baki. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ segir Pedersen. Kristófer Acox ætti alla jafna að gera sterkt tilkall til sætis í EM-hópnum en óvissa ríkir um stöðu hans í landsliðinu.vísir/Hulda Margrét En kemur Kristófer til greina fyrir Evrópumótið í sumar? „Ég held að ég muni ræða þetta við aðstoðarþjálfarana á næstunni en að öðru leyti vil ég ekki ræða þetta núna. Mér finnst að fókusinn ætti núna að vera á afrek liðsins. Ég valdi liðið út frá því sem ég taldi að myndi passa best saman og ná bestum árangri. Ég stend við það. Fókusinn ætti að vera á afrek liðsins en ekki á leikmenn sem ég valdi ekki,“ segir Pedersen. Yngri leikmenn með í hópnum fyrir EM Ljóst er að EM-hópur Íslands verður að mestu skipaður leikmönnunum sem komu liðinu inn á mótið. Pedersen segir að fyrir sumarið verði valinn stærri æfingahópur sem komi saman til æfinga í þriðju viku júlí en tólf leikmenn fara svo á EM sem fram fer 27. ágúst til 14. september. Pedersen segir að í æfingahópnum verði meðal annars yngri leikmenn á borð við Almar Atlason og Tómas Val Þrastarson sem eru í bandaríska háskólakörfuboltanum og tóku ekki þátt í undankeppninni en fá tækifæri til að sýna sig og sanna: „Þeir og fleiri eru í hópnum sem mun fá boð á æfingar í sumar. Sá hópur verður aðeins stærri og í honum verða leikmenn sem eiga raunhæfa möguleika á að fara á EM sem og leikmenn sem við sjáum fyrir okkur að muni svo sannarlega tilheyra hópnum á komandi árum, til að þeir öðlist reynslu og geti lært frá eldri leikmönnum.“ Undirbúningur löngu hafinn Pedersen segir að nú séu menn að ná andanum eftir leikinn magnaða og fagnaðarlætin á sunnudag en að á næstu dögum fari allt á fullt í að ákveða nákvæmlega hvernig undirbúningnum fyrir EM verði háttað. Það veltur þó einnig á því hverjir andstæðingar Íslands verða á EM en dregið verður eftir mánuð, 27. mars. „Við urðum reyndar að byrja þessar áætlanir fyrir tveimur mánuðum. Það er ekki hægt að bíða því hin liðin eru líka að leita sér að mótherjum. Slóvenar sýndu áhuga strax síðasta sumar á að koma hingað, ef við næðum inn á mótið. En það veltur á því hvort við lendum með þeim í riðli því ef svo fer þá held ég að við viljum ekki mætast í vináttuleik,“ segir Pedersen. Komandi Evrópumót verður haldið í fjórum borgum í fjórum mismunandi löndum: Tampere í Finnlandi, Katowice í Póllandi, Riga í Lettlandi og Limassol á Kýpur. Gestgjafaþjóðirnar eru í þeirri stöðu að geta valið eina þjóð til að leika í sínum riðli og óhætt er að segja að íslenska landsliðið sé eftirsótt. Pedersen segir að það skýrist betur eftir að styrkleikaflokkar verði birtir, hvar Ísland endi, en hefur ekki sterka skoðun á því hvar Ísland spilar: „Það er svo vel haldið utan um þetta mót þannig að sama hvert við förum þá verða hlutirnir í góðu lagi.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Athygli vakti að Kristófer, sem er þrautreyndur landsliðsmaður, fimmfaldur Íslandsmeistari og kominn aftur á fulla ferð eftir meiðsli, skyldi ekki valinn í nýafstaðna leiki við Ungverjaland og Tyrkland sem réðu því hvort að Ísland kæmist í lokakeppni EM. „Ég valdi leikmennina sem mér fannst passa best saman fyrir þennan glugga. Ég ræddi þetta við hann og við tókum þessa stefnu. Mér fannst liðsandinn góður í hópnum og þetta er það sem við ákváðum að gera,“ segir Pedersen í samtali við Vísi. „Hef rætt vel og vandlega um þetta við hann“ Ljóst er að ósætti er á milli landsliðsþjálfarans og Kristófers en Kristófer hefur þó jafnan átt sæti í íslenska landsliðshópnum þegar hann er heill heilsu. Hann gaf ekki kost á sér í tvo leiki við Ítalíu fyrir þremur árum en hefur spilað leiki eftir það svo ljóst er að eitthvað annað eða fleira liggur að baki. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ segir Pedersen. Kristófer Acox ætti alla jafna að gera sterkt tilkall til sætis í EM-hópnum en óvissa ríkir um stöðu hans í landsliðinu.vísir/Hulda Margrét En kemur Kristófer til greina fyrir Evrópumótið í sumar? „Ég held að ég muni ræða þetta við aðstoðarþjálfarana á næstunni en að öðru leyti vil ég ekki ræða þetta núna. Mér finnst að fókusinn ætti núna að vera á afrek liðsins. Ég valdi liðið út frá því sem ég taldi að myndi passa best saman og ná bestum árangri. Ég stend við það. Fókusinn ætti að vera á afrek liðsins en ekki á leikmenn sem ég valdi ekki,“ segir Pedersen. Yngri leikmenn með í hópnum fyrir EM Ljóst er að EM-hópur Íslands verður að mestu skipaður leikmönnunum sem komu liðinu inn á mótið. Pedersen segir að fyrir sumarið verði valinn stærri æfingahópur sem komi saman til æfinga í þriðju viku júlí en tólf leikmenn fara svo á EM sem fram fer 27. ágúst til 14. september. Pedersen segir að í æfingahópnum verði meðal annars yngri leikmenn á borð við Almar Atlason og Tómas Val Þrastarson sem eru í bandaríska háskólakörfuboltanum og tóku ekki þátt í undankeppninni en fá tækifæri til að sýna sig og sanna: „Þeir og fleiri eru í hópnum sem mun fá boð á æfingar í sumar. Sá hópur verður aðeins stærri og í honum verða leikmenn sem eiga raunhæfa möguleika á að fara á EM sem og leikmenn sem við sjáum fyrir okkur að muni svo sannarlega tilheyra hópnum á komandi árum, til að þeir öðlist reynslu og geti lært frá eldri leikmönnum.“ Undirbúningur löngu hafinn Pedersen segir að nú séu menn að ná andanum eftir leikinn magnaða og fagnaðarlætin á sunnudag en að á næstu dögum fari allt á fullt í að ákveða nákvæmlega hvernig undirbúningnum fyrir EM verði háttað. Það veltur þó einnig á því hverjir andstæðingar Íslands verða á EM en dregið verður eftir mánuð, 27. mars. „Við urðum reyndar að byrja þessar áætlanir fyrir tveimur mánuðum. Það er ekki hægt að bíða því hin liðin eru líka að leita sér að mótherjum. Slóvenar sýndu áhuga strax síðasta sumar á að koma hingað, ef við næðum inn á mótið. En það veltur á því hvort við lendum með þeim í riðli því ef svo fer þá held ég að við viljum ekki mætast í vináttuleik,“ segir Pedersen. Komandi Evrópumót verður haldið í fjórum borgum í fjórum mismunandi löndum: Tampere í Finnlandi, Katowice í Póllandi, Riga í Lettlandi og Limassol á Kýpur. Gestgjafaþjóðirnar eru í þeirri stöðu að geta valið eina þjóð til að leika í sínum riðli og óhætt er að segja að íslenska landsliðið sé eftirsótt. Pedersen segir að það skýrist betur eftir að styrkleikaflokkar verði birtir, hvar Ísland endi, en hefur ekki sterka skoðun á því hvar Ísland spilar: „Það er svo vel haldið utan um þetta mót þannig að sama hvert við förum þá verða hlutirnir í góðu lagi.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira