Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 19:42 Mennta- og barnamálaráðherra segist vona að kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög verði til þess að kennarar fari að treysta stjórnvöldum að nýju. Ný verði að gefa kennurum meiri aðstoð innan skólastofunnar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist hafa upplifað mikla gleði og djúpan létti þegar henni barst til eyrna að Kennarasamband Íslands hefði skrifað undir kjarasamning til fjögurra ára við ríki og sveitarfélög. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á viðtal við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, en í klippunni er frétt um nýgerða kjarasamninga og viðtal í setti við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðtalið við menntamálaráðherra hefst á mínútu 4:41. „Kennarar eru náttúrulega bara í framlínu farsældar fyrir börn á Íslandi. Þeir spila svo stórt hlutverk í þjóðfélaginu. Það skiptir öllu máli að kennarastéttin, það sé jafnvægi þar og að kennarar séu sáttir og að þeim líði vel í starfi og ég vona það innilega að þessir samningar leiði til þess að það myndist aftur traust á milli kennara og yfirvalda.“ Þurfi að hafa jafnvel tvo kennara í stofu Í gær steig grunnskólakennari fram sem sagði upp á dögunum og greindi frá reynslu sinni af kennslustarfi sem spannar rúma tvo áratugi. Starfið hafi tekið stakkaskiptum á tímabilinu og að farið hafi að halla undan fæti þegar rekstur grunnskólanna var færður sveitarfélögum. Þörfin fyrir aukinni sérfræðiaðstoð við börn í skólastofunni sé knýjandi. Þannig séu launakjör eitt en starfsaðstæður annað. „Ég held að hluti af því hvernig kennurum hefur liðið sé að þeim hefur ekki þótt vera metið við sig hversu miklum breytingum starfið hefur tekið á undanförnum árum og hversu mikið álagið er; þegar það koma ný börn inn í bekk, jafnvel nokkrum sinnum í mánuði, og þú ert með fjögur fimm og jafnvel fleiri tungumál sem eru töluð inn í bekknum og þá skapast gríðarlega mikið álag.“ „Ég held að við þurfum að grípa betur inn í þetta, við erum náttúrulega að vinna með farsældina, eins og hún heitir, sem er til þess að grípa snemma inn í og kennarar þurfa að hafa tæki til að grípa snemma inn í, þeir þurfa að fá aðstoð. Ég hef sagt að það þurfi að fjölga kennurum og jafnvel í sumum bekkjum að hafa tvo kennara, þannig að hægt sé að grípa inn í og hjálpa börnum og létta álagin af kennurum. Til þess að þeir hreinlega brenni ekki út,“ segir Ásthildur Lóa. Kjaramál Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41 Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu. 25. febrúar 2025 19:53 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist hafa upplifað mikla gleði og djúpan létti þegar henni barst til eyrna að Kennarasamband Íslands hefði skrifað undir kjarasamning til fjögurra ára við ríki og sveitarfélög. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á viðtal við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, en í klippunni er frétt um nýgerða kjarasamninga og viðtal í setti við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðtalið við menntamálaráðherra hefst á mínútu 4:41. „Kennarar eru náttúrulega bara í framlínu farsældar fyrir börn á Íslandi. Þeir spila svo stórt hlutverk í þjóðfélaginu. Það skiptir öllu máli að kennarastéttin, það sé jafnvægi þar og að kennarar séu sáttir og að þeim líði vel í starfi og ég vona það innilega að þessir samningar leiði til þess að það myndist aftur traust á milli kennara og yfirvalda.“ Þurfi að hafa jafnvel tvo kennara í stofu Í gær steig grunnskólakennari fram sem sagði upp á dögunum og greindi frá reynslu sinni af kennslustarfi sem spannar rúma tvo áratugi. Starfið hafi tekið stakkaskiptum á tímabilinu og að farið hafi að halla undan fæti þegar rekstur grunnskólanna var færður sveitarfélögum. Þörfin fyrir aukinni sérfræðiaðstoð við börn í skólastofunni sé knýjandi. Þannig séu launakjör eitt en starfsaðstæður annað. „Ég held að hluti af því hvernig kennurum hefur liðið sé að þeim hefur ekki þótt vera metið við sig hversu miklum breytingum starfið hefur tekið á undanförnum árum og hversu mikið álagið er; þegar það koma ný börn inn í bekk, jafnvel nokkrum sinnum í mánuði, og þú ert með fjögur fimm og jafnvel fleiri tungumál sem eru töluð inn í bekknum og þá skapast gríðarlega mikið álag.“ „Ég held að við þurfum að grípa betur inn í þetta, við erum náttúrulega að vinna með farsældina, eins og hún heitir, sem er til þess að grípa snemma inn í og kennarar þurfa að hafa tæki til að grípa snemma inn í, þeir þurfa að fá aðstoð. Ég hef sagt að það þurfi að fjölga kennurum og jafnvel í sumum bekkjum að hafa tvo kennara, þannig að hægt sé að grípa inn í og hjálpa börnum og létta álagin af kennurum. Til þess að þeir hreinlega brenni ekki út,“ segir Ásthildur Lóa.
Kjaramál Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41 Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu. 25. febrúar 2025 19:53 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41
Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07
Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu. 25. febrúar 2025 19:53