Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2025 10:03 Leikmenn íslenska landsliðsins fögnuðu úti á gólfi Laugardalshallar en alvöru fögnuðurinn tók svo við inni í búningsklefa. vísir/Anton Ægir Þór Steinarsson fór vandlega yfir það með GAZ-bræðrum hvernig fagnaðarlæti íslenska landsliðsins í körfubolta voru á sunnudagskvöld, og aðfaranótt mánudags, eftir að liðið tryggði sér sæti á EuroBasket. „Þegar þú hættir þá er það þetta sem þú saknar,“ sagði Pavel Ermolinskij þegar þeir Helgi Már Magnússon hófu að krefja Ægi um nákvæmar lýsingar á fagnaðarlátunum, allt frá lokaflauti og þar til að menn skriðu heim til sín seint um nóttina nú eða í erfitt morgunflug til meginlands Evrópu. Eftir fagnaðarlætin sem sjónvarpsáhorfendur og gestir Laugardalshallar gátu fylgst með þá má segja að hin sanni fögnuður hefjist hjá mönnum inni í klefa. Þar eru „fallegu stundirnar“ eins og Pavel orðaði. „En það sem er mest pirrandi þegar þú mætir inn í klefann núna, sem er alveg fáránlegt, er helvítis myndavélin sem er bara föst inni í klefa til að mynda fögnuðinn. Þegar maður mætir inn í klefa langar mann bara að „strip naked“ og taka orminn og eitthvað,“ sagði Ægir í nýjasta þætti GAZ-ins sem hlusta má á hér að neðan og á helstu hlaðvarpsveitum. En þegar útsendingu RÚV var lokið og flestir gestir farnir úr Laugardalshöll gátu menn fagnað með sínum hætti. Lýsingum Ægis ber þó að taka með einhverjum fyrirvara. Hann var óhræddur við að slá á létta strengi í spjalli við sína gömlu liðsfélaga. „Um leið og myndavélin var farin þá var bara teipað fyrir alla reykskynjara og kveikt á vindlunum, og þá byrjaði kampavínið og svoleiðis gleði. Við vorum bara að öskursyngja og gera allt sem maður getur gert á svona mómenti. Maður vill ekkert fara úr klefanum,“ sagði Ægir. Þjálfaranum skipað að mæta í partýið Draumur Pavels og Helga er að sjá um fararstjórn hjá landsliðinu og þeir reiknuðu með að eftir klefafögnuð hefði verið farið á flottan veitingastað til að fagna áfram. „Cafe Easy er okkar veitingastaður þegar við fögnum stórum áföngum í lífinu,“ sagði Ægir laufléttur og vísaði til kaffiteríunnar í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardalnum. Hópurinn hélt svo einkasamkvæmi á ónefndum bar í miðborg Reykjavíkur. „Þetta var þéttur hópur Þetta voru bara leikmenn og þjálfarar,“ sagði Ægir en landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen var reyndar efins um að taka áfram þátt í partýinu: „Craig var eitthvað að reyna að fara snemma heim en hann var bara dreginn inn í bíl. Ekki séns að hann væri ekki að fara að mæta.“ Ægir Þór Steinarsson hafði góða ástæðu til að fagna eftir sigurinn magnaða gegn Tyrkjum.vísir/Anton Morgunflug beint eftir fögnuðinn Ægir ræddi um ýmislegt fleira tengt fögnuðinum og kom meðal annars inn á „mjög slæma“ frammistöðu Tryggva Snæs Hlinasonar í gleðinni en tók fram að Elvar Már Friðriksson og Sigtryggur Arnar Björnsson hefðu staðið sig með sérstakri prýði. Þá skaut Ægir létt á Arnar Guðjónsson, afreksstjóra KKÍ, fyrir að reyna að senda leikmenn í morgunflug daginn eftir EM-fögnuð: „Þegar maður er að plana partý þá er mikilvægt að vera viðbúinn við öllu. Afreksstjórinn var hins vegar búinn að panta flug fyrir þrjá af þeim sem eru að spila erlendis, klukkan sjö morguninn eftir. Með átta tíma stoppi í Berlín! Hefur maður heyrt annað eins? Maðurinn hefur gert margt gott en menn voru bara að cancela flugum þarna á Cafe Easy.“ Hægt er að hlusta á GAZið á Tal með því að smella hér og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
„Þegar þú hættir þá er það þetta sem þú saknar,“ sagði Pavel Ermolinskij þegar þeir Helgi Már Magnússon hófu að krefja Ægi um nákvæmar lýsingar á fagnaðarlátunum, allt frá lokaflauti og þar til að menn skriðu heim til sín seint um nóttina nú eða í erfitt morgunflug til meginlands Evrópu. Eftir fagnaðarlætin sem sjónvarpsáhorfendur og gestir Laugardalshallar gátu fylgst með þá má segja að hin sanni fögnuður hefjist hjá mönnum inni í klefa. Þar eru „fallegu stundirnar“ eins og Pavel orðaði. „En það sem er mest pirrandi þegar þú mætir inn í klefann núna, sem er alveg fáránlegt, er helvítis myndavélin sem er bara föst inni í klefa til að mynda fögnuðinn. Þegar maður mætir inn í klefa langar mann bara að „strip naked“ og taka orminn og eitthvað,“ sagði Ægir í nýjasta þætti GAZ-ins sem hlusta má á hér að neðan og á helstu hlaðvarpsveitum. En þegar útsendingu RÚV var lokið og flestir gestir farnir úr Laugardalshöll gátu menn fagnað með sínum hætti. Lýsingum Ægis ber þó að taka með einhverjum fyrirvara. Hann var óhræddur við að slá á létta strengi í spjalli við sína gömlu liðsfélaga. „Um leið og myndavélin var farin þá var bara teipað fyrir alla reykskynjara og kveikt á vindlunum, og þá byrjaði kampavínið og svoleiðis gleði. Við vorum bara að öskursyngja og gera allt sem maður getur gert á svona mómenti. Maður vill ekkert fara úr klefanum,“ sagði Ægir. Þjálfaranum skipað að mæta í partýið Draumur Pavels og Helga er að sjá um fararstjórn hjá landsliðinu og þeir reiknuðu með að eftir klefafögnuð hefði verið farið á flottan veitingastað til að fagna áfram. „Cafe Easy er okkar veitingastaður þegar við fögnum stórum áföngum í lífinu,“ sagði Ægir laufléttur og vísaði til kaffiteríunnar í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardalnum. Hópurinn hélt svo einkasamkvæmi á ónefndum bar í miðborg Reykjavíkur. „Þetta var þéttur hópur Þetta voru bara leikmenn og þjálfarar,“ sagði Ægir en landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen var reyndar efins um að taka áfram þátt í partýinu: „Craig var eitthvað að reyna að fara snemma heim en hann var bara dreginn inn í bíl. Ekki séns að hann væri ekki að fara að mæta.“ Ægir Þór Steinarsson hafði góða ástæðu til að fagna eftir sigurinn magnaða gegn Tyrkjum.vísir/Anton Morgunflug beint eftir fögnuðinn Ægir ræddi um ýmislegt fleira tengt fögnuðinum og kom meðal annars inn á „mjög slæma“ frammistöðu Tryggva Snæs Hlinasonar í gleðinni en tók fram að Elvar Már Friðriksson og Sigtryggur Arnar Björnsson hefðu staðið sig með sérstakri prýði. Þá skaut Ægir létt á Arnar Guðjónsson, afreksstjóra KKÍ, fyrir að reyna að senda leikmenn í morgunflug daginn eftir EM-fögnuð: „Þegar maður er að plana partý þá er mikilvægt að vera viðbúinn við öllu. Afreksstjórinn var hins vegar búinn að panta flug fyrir þrjá af þeim sem eru að spila erlendis, klukkan sjö morguninn eftir. Með átta tíma stoppi í Berlín! Hefur maður heyrt annað eins? Maðurinn hefur gert margt gott en menn voru bara að cancela flugum þarna á Cafe Easy.“ Hægt er að hlusta á GAZið á Tal með því að smella hér og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira