Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2025 10:03 Leikmenn íslenska landsliðsins fögnuðu úti á gólfi Laugardalshallar en alvöru fögnuðurinn tók svo við inni í búningsklefa. vísir/Anton Ægir Þór Steinarsson fór vandlega yfir það með GAZ-bræðrum hvernig fagnaðarlæti íslenska landsliðsins í körfubolta voru á sunnudagskvöld, og aðfaranótt mánudags, eftir að liðið tryggði sér sæti á EuroBasket. „Þegar þú hættir þá er það þetta sem þú saknar,“ sagði Pavel Ermolinskij þegar þeir Helgi Már Magnússon hófu að krefja Ægi um nákvæmar lýsingar á fagnaðarlátunum, allt frá lokaflauti og þar til að menn skriðu heim til sín seint um nóttina nú eða í erfitt morgunflug til meginlands Evrópu. Eftir fagnaðarlætin sem sjónvarpsáhorfendur og gestir Laugardalshallar gátu fylgst með þá má segja að hin sanni fögnuður hefjist hjá mönnum inni í klefa. Þar eru „fallegu stundirnar“ eins og Pavel orðaði. „En það sem er mest pirrandi þegar þú mætir inn í klefann núna, sem er alveg fáránlegt, er helvítis myndavélin sem er bara föst inni í klefa til að mynda fögnuðinn. Þegar maður mætir inn í klefa langar mann bara að „strip naked“ og taka orminn og eitthvað,“ sagði Ægir í nýjasta þætti GAZ-ins sem hlusta má á hér að neðan og á helstu hlaðvarpsveitum. En þegar útsendingu RÚV var lokið og flestir gestir farnir úr Laugardalshöll gátu menn fagnað með sínum hætti. Lýsingum Ægis ber þó að taka með einhverjum fyrirvara. Hann var óhræddur við að slá á létta strengi í spjalli við sína gömlu liðsfélaga. „Um leið og myndavélin var farin þá var bara teipað fyrir alla reykskynjara og kveikt á vindlunum, og þá byrjaði kampavínið og svoleiðis gleði. Við vorum bara að öskursyngja og gera allt sem maður getur gert á svona mómenti. Maður vill ekkert fara úr klefanum,“ sagði Ægir. Þjálfaranum skipað að mæta í partýið Draumur Pavels og Helga er að sjá um fararstjórn hjá landsliðinu og þeir reiknuðu með að eftir klefafögnuð hefði verið farið á flottan veitingastað til að fagna áfram. „Cafe Easy er okkar veitingastaður þegar við fögnum stórum áföngum í lífinu,“ sagði Ægir laufléttur og vísaði til kaffiteríunnar í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardalnum. Hópurinn hélt svo einkasamkvæmi á ónefndum bar í miðborg Reykjavíkur. „Þetta var þéttur hópur Þetta voru bara leikmenn og þjálfarar,“ sagði Ægir en landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen var reyndar efins um að taka áfram þátt í partýinu: „Craig var eitthvað að reyna að fara snemma heim en hann var bara dreginn inn í bíl. Ekki séns að hann væri ekki að fara að mæta.“ Ægir Þór Steinarsson hafði góða ástæðu til að fagna eftir sigurinn magnaða gegn Tyrkjum.vísir/Anton Morgunflug beint eftir fögnuðinn Ægir ræddi um ýmislegt fleira tengt fögnuðinum og kom meðal annars inn á „mjög slæma“ frammistöðu Tryggva Snæs Hlinasonar í gleðinni en tók fram að Elvar Már Friðriksson og Sigtryggur Arnar Björnsson hefðu staðið sig með sérstakri prýði. Þá skaut Ægir létt á Arnar Guðjónsson, afreksstjóra KKÍ, fyrir að reyna að senda leikmenn í morgunflug daginn eftir EM-fögnuð: „Þegar maður er að plana partý þá er mikilvægt að vera viðbúinn við öllu. Afreksstjórinn var hins vegar búinn að panta flug fyrir þrjá af þeim sem eru að spila erlendis, klukkan sjö morguninn eftir. Með átta tíma stoppi í Berlín! Hefur maður heyrt annað eins? Maðurinn hefur gert margt gott en menn voru bara að cancela flugum þarna á Cafe Easy.“ Hægt er að hlusta á GAZið á Tal með því að smella hér og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
„Þegar þú hættir þá er það þetta sem þú saknar,“ sagði Pavel Ermolinskij þegar þeir Helgi Már Magnússon hófu að krefja Ægi um nákvæmar lýsingar á fagnaðarlátunum, allt frá lokaflauti og þar til að menn skriðu heim til sín seint um nóttina nú eða í erfitt morgunflug til meginlands Evrópu. Eftir fagnaðarlætin sem sjónvarpsáhorfendur og gestir Laugardalshallar gátu fylgst með þá má segja að hin sanni fögnuður hefjist hjá mönnum inni í klefa. Þar eru „fallegu stundirnar“ eins og Pavel orðaði. „En það sem er mest pirrandi þegar þú mætir inn í klefann núna, sem er alveg fáránlegt, er helvítis myndavélin sem er bara föst inni í klefa til að mynda fögnuðinn. Þegar maður mætir inn í klefa langar mann bara að „strip naked“ og taka orminn og eitthvað,“ sagði Ægir í nýjasta þætti GAZ-ins sem hlusta má á hér að neðan og á helstu hlaðvarpsveitum. En þegar útsendingu RÚV var lokið og flestir gestir farnir úr Laugardalshöll gátu menn fagnað með sínum hætti. Lýsingum Ægis ber þó að taka með einhverjum fyrirvara. Hann var óhræddur við að slá á létta strengi í spjalli við sína gömlu liðsfélaga. „Um leið og myndavélin var farin þá var bara teipað fyrir alla reykskynjara og kveikt á vindlunum, og þá byrjaði kampavínið og svoleiðis gleði. Við vorum bara að öskursyngja og gera allt sem maður getur gert á svona mómenti. Maður vill ekkert fara úr klefanum,“ sagði Ægir. Þjálfaranum skipað að mæta í partýið Draumur Pavels og Helga er að sjá um fararstjórn hjá landsliðinu og þeir reiknuðu með að eftir klefafögnuð hefði verið farið á flottan veitingastað til að fagna áfram. „Cafe Easy er okkar veitingastaður þegar við fögnum stórum áföngum í lífinu,“ sagði Ægir laufléttur og vísaði til kaffiteríunnar í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardalnum. Hópurinn hélt svo einkasamkvæmi á ónefndum bar í miðborg Reykjavíkur. „Þetta var þéttur hópur Þetta voru bara leikmenn og þjálfarar,“ sagði Ægir en landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen var reyndar efins um að taka áfram þátt í partýinu: „Craig var eitthvað að reyna að fara snemma heim en hann var bara dreginn inn í bíl. Ekki séns að hann væri ekki að fara að mæta.“ Ægir Þór Steinarsson hafði góða ástæðu til að fagna eftir sigurinn magnaða gegn Tyrkjum.vísir/Anton Morgunflug beint eftir fögnuðinn Ægir ræddi um ýmislegt fleira tengt fögnuðinum og kom meðal annars inn á „mjög slæma“ frammistöðu Tryggva Snæs Hlinasonar í gleðinni en tók fram að Elvar Már Friðriksson og Sigtryggur Arnar Björnsson hefðu staðið sig með sérstakri prýði. Þá skaut Ægir létt á Arnar Guðjónsson, afreksstjóra KKÍ, fyrir að reyna að senda leikmenn í morgunflug daginn eftir EM-fögnuð: „Þegar maður er að plana partý þá er mikilvægt að vera viðbúinn við öllu. Afreksstjórinn var hins vegar búinn að panta flug fyrir þrjá af þeim sem eru að spila erlendis, klukkan sjö morguninn eftir. Með átta tíma stoppi í Berlín! Hefur maður heyrt annað eins? Maðurinn hefur gert margt gott en menn voru bara að cancela flugum þarna á Cafe Easy.“ Hægt er að hlusta á GAZið á Tal með því að smella hér og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira