„Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 09:12 Stefán Einar og Þórður spáðu í spilin í Bítinu í morgun. Vísir Barátta Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum hefur verið drengileg, segir Þórður Gunnarsson hagfræðingur. Hann segir þó eðlilegt að það færist hiti í leikinn á lokametrunum. „En svo mun þetta enda eins og alltaf hjá okkur eftir að formannskjöri lýkur,“ sagði Þórður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þá fylkir allur flokkurinn sér að baki formanninum og tekur stefnuna til stórra sigra, hver sáttahöndin uppi á móti annarri.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og kosið verður um formann á sunnudag. Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður, sem einnig var til viðtals í Bítinu, sagði menn gera ráð fyrir að þetta yrði jafnvel stærsta landsþing sögunnar, þar sem um 2.200 fulltrúar hefðu atkvæðarétt. Þá skipti það alltaf máli þegar gengið væri til kosninga um formann flokksins, þar sem það hefði áhrif á pólitíkina alla. Stefán Einar sagði að það hefði oft verið sótt að Bjarna Benediktssyni, fráfarandi formanni, en nú væri slagurinn hins vegar jafnari. „Og það áhugaverða er engin leið til að átta sig á því hvernig landið liggur; menn eru að reyna að telja þetta út útfrá flokksfélögunum sem tilnefna inn á fundinn en af því sem ég heyri og hlera þá eru menn í raun algjörlega í myrkrinu.“ Ekki hægt að útiloka að önnur verði varaformaður Stefán Einar segist hafa heyrt að margir ætli að láta ræður formannsefnanna ráða því hvernig þeir greiða atkvæði. Hann bendir á að allir flokksmenn séu í raun í kjöri, þar sem menn greiða atkvæði með því að skrifa sjálfir nafn á blað, í stað þess að velja um nöfn á kjörseðli. Þórður tók undir með Stefáni Einari og sagði erfitt að spá fyrir um úrslit. Hins vegar væri ljóst að hart hefði verið barist um sæti á fundinum og deilur staðið yfir í einu ónefndu félagi með 77 sæti langt fram á liðna nótt. Þrátt fyrir að bæði Áslaug Arna og Guðrún hefðu neitað því að hafa áhuga á varaformannsembættinu, eðli málsins samkvæmt, væri ekki hægt að útiloka að sú sem biði í lægra haldi myndi sækjast eftir því ef mjótt yrði á munum. Dilja Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason hafa þegar lýst því yfir að þau sækist eftir embættinu. „Þetta eru tvær mjög öflugar stjórnmálakonur sem ég held að hafi báðar mikinn hug á því að halda áfram sínu stjórnmálavafstri og þær hafa mikið erindi til þess,“ sagði Stefán Einar um það hvort Áslaug og Guðrún myndu mögulega sætta sig við varaformanninn. „Það er enginn niðurlæging í því að sinna varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum, þvert á móti.“ Hann skaut svo föstu skoti á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þegar hann sagði að það hefði jafnan verið þannig að varaformenn flokksins tækju síðar við formennsku, nema þeir sem hefðu „hlaupist undan merkjum og gerst formenn í Viðreisn“. Ósammála um úrslit Þórður sagði að þegar flokkar væru orðnir þetta stórir væri eðlilegt að menn skiptu sér í fylkingar þegar kæmi að formannskjöri. Hins vegar væri raunveruleikinn sá að skiptingin væri nú ekki endilega eins og menn héldu. Hvað stöðu Sjálfstæðisflokksins varðaði sagði Stefán Einar erfitt að átta sig á því á þessum tímapunkti hvor frambjóðendanna, Áslaug eða Guðrún, væri líklegri til að auka hratt fylgi flokksins. „Stóra spurningin er í raun: Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur? Kristrún Frostadóttir er stóri leikandinn á sviðinu í dag sem þarf að etja kappi við og Sjálfstæðisflokkurinn þarf, ef hann hugsar stragedískt, að hugsa hvor þeirra er líklegri til þess að geta í raun og veru tekið svolítið sviðið af núverandi forsætisráðherra.“ Spurður að því hvernig hann spáði um úrslit sagðist Stefán Einar telja að munurinn yrði meiri en margir teldu en vildi ekki uppljóstra hverjum í hag. Þórður sagðist hins vegar þvert á móti telja að þetta yrði tæpt. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Hann segir þó eðlilegt að það færist hiti í leikinn á lokametrunum. „En svo mun þetta enda eins og alltaf hjá okkur eftir að formannskjöri lýkur,“ sagði Þórður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þá fylkir allur flokkurinn sér að baki formanninum og tekur stefnuna til stórra sigra, hver sáttahöndin uppi á móti annarri.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og kosið verður um formann á sunnudag. Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður, sem einnig var til viðtals í Bítinu, sagði menn gera ráð fyrir að þetta yrði jafnvel stærsta landsþing sögunnar, þar sem um 2.200 fulltrúar hefðu atkvæðarétt. Þá skipti það alltaf máli þegar gengið væri til kosninga um formann flokksins, þar sem það hefði áhrif á pólitíkina alla. Stefán Einar sagði að það hefði oft verið sótt að Bjarna Benediktssyni, fráfarandi formanni, en nú væri slagurinn hins vegar jafnari. „Og það áhugaverða er engin leið til að átta sig á því hvernig landið liggur; menn eru að reyna að telja þetta út útfrá flokksfélögunum sem tilnefna inn á fundinn en af því sem ég heyri og hlera þá eru menn í raun algjörlega í myrkrinu.“ Ekki hægt að útiloka að önnur verði varaformaður Stefán Einar segist hafa heyrt að margir ætli að láta ræður formannsefnanna ráða því hvernig þeir greiða atkvæði. Hann bendir á að allir flokksmenn séu í raun í kjöri, þar sem menn greiða atkvæði með því að skrifa sjálfir nafn á blað, í stað þess að velja um nöfn á kjörseðli. Þórður tók undir með Stefáni Einari og sagði erfitt að spá fyrir um úrslit. Hins vegar væri ljóst að hart hefði verið barist um sæti á fundinum og deilur staðið yfir í einu ónefndu félagi með 77 sæti langt fram á liðna nótt. Þrátt fyrir að bæði Áslaug Arna og Guðrún hefðu neitað því að hafa áhuga á varaformannsembættinu, eðli málsins samkvæmt, væri ekki hægt að útiloka að sú sem biði í lægra haldi myndi sækjast eftir því ef mjótt yrði á munum. Dilja Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason hafa þegar lýst því yfir að þau sækist eftir embættinu. „Þetta eru tvær mjög öflugar stjórnmálakonur sem ég held að hafi báðar mikinn hug á því að halda áfram sínu stjórnmálavafstri og þær hafa mikið erindi til þess,“ sagði Stefán Einar um það hvort Áslaug og Guðrún myndu mögulega sætta sig við varaformanninn. „Það er enginn niðurlæging í því að sinna varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum, þvert á móti.“ Hann skaut svo föstu skoti á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þegar hann sagði að það hefði jafnan verið þannig að varaformenn flokksins tækju síðar við formennsku, nema þeir sem hefðu „hlaupist undan merkjum og gerst formenn í Viðreisn“. Ósammála um úrslit Þórður sagði að þegar flokkar væru orðnir þetta stórir væri eðlilegt að menn skiptu sér í fylkingar þegar kæmi að formannskjöri. Hins vegar væri raunveruleikinn sá að skiptingin væri nú ekki endilega eins og menn héldu. Hvað stöðu Sjálfstæðisflokksins varðaði sagði Stefán Einar erfitt að átta sig á því á þessum tímapunkti hvor frambjóðendanna, Áslaug eða Guðrún, væri líklegri til að auka hratt fylgi flokksins. „Stóra spurningin er í raun: Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur? Kristrún Frostadóttir er stóri leikandinn á sviðinu í dag sem þarf að etja kappi við og Sjálfstæðisflokkurinn þarf, ef hann hugsar stragedískt, að hugsa hvor þeirra er líklegri til þess að geta í raun og veru tekið svolítið sviðið af núverandi forsætisráðherra.“ Spurður að því hvernig hann spáði um úrslit sagðist Stefán Einar telja að munurinn yrði meiri en margir teldu en vildi ekki uppljóstra hverjum í hag. Þórður sagðist hins vegar þvert á móti telja að þetta yrði tæpt.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira