Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2025 11:02 Martin Hermannsson og félagar í íslenska landsliðinu fá að vita allt um það hverjum þeir mæta á EM þegar dregið verður í riðla 27. mars. vísir/Anton Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. Ísland tryggði sig inn á EM með sigrinum gegn Tyrkjum á sunnudaginn og nú ríkir mikil spenna eftir því að dregið verði í riðla fyrir EM, þann 27. mars. Mótið fer fram í fjórum borgum og má hver gestgjafi velja eina samstarfsþjóð í sinn riðil. Gestgjafarnir eru Riga í Lettlandi (A-riðill), Tampere í Finnlandi (B-riðill), Limassol á Kýpur (C-riðil) og Katowice í Póllandi (D-riðill). Á síðustu dögum hafa þjóðirnar valið sér samstarfsþjóð og munu Eistlendingar fara til Riga, Litháar fara til Finnlands og Grikkir til Kýpur. Finnar og Lettar höfðu sýnt því áhuga að fá Íslendinga til sín en hafa nú farið aðra leið. Aðeins Pólverjar eiga því eftir að velja sér samstarfsþjóð og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, „töluverðar líkur“ á að það verði Ísland. Ekkert sé þó enn frágengið og Hannes hvetur fólk til að bíða með að versla flugmiða. Íslenskir stuðningsmenn koma til með að fjölmenna á EM í lok ágúst og líklegast er að þeir fari til Póllands.vísir/Anton Höll sem að Íslendingar þekkja Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noreg í fyrsta leik. Ef að Pólverjar fara aðra leið og velja til að mynda Þýskaland eða aðra þjóð þá munu Íslendingar þurfa að bíða eftir drættinum 27. mars til að vita í hvaða borg þeir spila. Doncic verður í Katowice Ljóst er að mest umtalaði körfuboltamaður heimsins síðustu vikur, Luka Doncic, og félagar hans í slóvenska landsliðinu munu spila í Katowice. Þó að ekki sé búið að gefa út styrkleikaflokkana sex þá er ljóst að í flokki tvö verða Lettland, Litháen, Grikkland og Slóvenía. Búið er að raða þremur þeirra í aðra riðla svo að Slóvenar verða að fara í D-riðilinn í Póllandi. Ef Ísland endar í sama riðli þá mun það koma í veg fyrir að Doncic og félagar komi til Íslands að spila vináttulandsleik í sumar, miðað við orð Craig Pedersen landsliðsþjálfara Íslands. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum á EM og fyrir dráttinn 27. mars verður liðunum raðað í sex styrkleikaflokka. Útlit er fyrir að Ísland verði í neðsta flokknum þrátt fyrir að hafa endað í 2. sæti í sínum undanriðli, fyrir ofan Tyrkland. Horft verður til stöðu á næsta heimslista þegar raðað verður í styrkleikaflokka. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira
Ísland tryggði sig inn á EM með sigrinum gegn Tyrkjum á sunnudaginn og nú ríkir mikil spenna eftir því að dregið verði í riðla fyrir EM, þann 27. mars. Mótið fer fram í fjórum borgum og má hver gestgjafi velja eina samstarfsþjóð í sinn riðil. Gestgjafarnir eru Riga í Lettlandi (A-riðill), Tampere í Finnlandi (B-riðill), Limassol á Kýpur (C-riðil) og Katowice í Póllandi (D-riðill). Á síðustu dögum hafa þjóðirnar valið sér samstarfsþjóð og munu Eistlendingar fara til Riga, Litháar fara til Finnlands og Grikkir til Kýpur. Finnar og Lettar höfðu sýnt því áhuga að fá Íslendinga til sín en hafa nú farið aðra leið. Aðeins Pólverjar eiga því eftir að velja sér samstarfsþjóð og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, „töluverðar líkur“ á að það verði Ísland. Ekkert sé þó enn frágengið og Hannes hvetur fólk til að bíða með að versla flugmiða. Íslenskir stuðningsmenn koma til með að fjölmenna á EM í lok ágúst og líklegast er að þeir fari til Póllands.vísir/Anton Höll sem að Íslendingar þekkja Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noreg í fyrsta leik. Ef að Pólverjar fara aðra leið og velja til að mynda Þýskaland eða aðra þjóð þá munu Íslendingar þurfa að bíða eftir drættinum 27. mars til að vita í hvaða borg þeir spila. Doncic verður í Katowice Ljóst er að mest umtalaði körfuboltamaður heimsins síðustu vikur, Luka Doncic, og félagar hans í slóvenska landsliðinu munu spila í Katowice. Þó að ekki sé búið að gefa út styrkleikaflokkana sex þá er ljóst að í flokki tvö verða Lettland, Litháen, Grikkland og Slóvenía. Búið er að raða þremur þeirra í aðra riðla svo að Slóvenar verða að fara í D-riðilinn í Póllandi. Ef Ísland endar í sama riðli þá mun það koma í veg fyrir að Doncic og félagar komi til Íslands að spila vináttulandsleik í sumar, miðað við orð Craig Pedersen landsliðsþjálfara Íslands. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum á EM og fyrir dráttinn 27. mars verður liðunum raðað í sex styrkleikaflokka. Útlit er fyrir að Ísland verði í neðsta flokknum þrátt fyrir að hafa endað í 2. sæti í sínum undanriðli, fyrir ofan Tyrkland. Horft verður til stöðu á næsta heimslista þegar raðað verður í styrkleikaflokka.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira