Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2025 11:02 Martin Hermannsson og félagar í íslenska landsliðinu fá að vita allt um það hverjum þeir mæta á EM þegar dregið verður í riðla 27. mars. vísir/Anton Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. Ísland tryggði sig inn á EM með sigrinum gegn Tyrkjum á sunnudaginn og nú ríkir mikil spenna eftir því að dregið verði í riðla fyrir EM, þann 27. mars. Mótið fer fram í fjórum borgum og má hver gestgjafi velja eina samstarfsþjóð í sinn riðil. Gestgjafarnir eru Riga í Lettlandi (A-riðill), Tampere í Finnlandi (B-riðill), Limassol á Kýpur (C-riðil) og Katowice í Póllandi (D-riðill). Á síðustu dögum hafa þjóðirnar valið sér samstarfsþjóð og munu Eistlendingar fara til Riga, Litháar fara til Finnlands og Grikkir til Kýpur. Finnar og Lettar höfðu sýnt því áhuga að fá Íslendinga til sín en hafa nú farið aðra leið. Aðeins Pólverjar eiga því eftir að velja sér samstarfsþjóð og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, „töluverðar líkur“ á að það verði Ísland. Ekkert sé þó enn frágengið og Hannes hvetur fólk til að bíða með að versla flugmiða. Íslenskir stuðningsmenn koma til með að fjölmenna á EM í lok ágúst og líklegast er að þeir fari til Póllands.vísir/Anton Höll sem að Íslendingar þekkja Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noreg í fyrsta leik. Ef að Pólverjar fara aðra leið og velja til að mynda Þýskaland eða aðra þjóð þá munu Íslendingar þurfa að bíða eftir drættinum 27. mars til að vita í hvaða borg þeir spila. Doncic verður í Katowice Ljóst er að mest umtalaði körfuboltamaður heimsins síðustu vikur, Luka Doncic, og félagar hans í slóvenska landsliðinu munu spila í Katowice. Þó að ekki sé búið að gefa út styrkleikaflokkana sex þá er ljóst að í flokki tvö verða Lettland, Litháen, Grikkland og Slóvenía. Búið er að raða þremur þeirra í aðra riðla svo að Slóvenar verða að fara í D-riðilinn í Póllandi. Ef Ísland endar í sama riðli þá mun það koma í veg fyrir að Doncic og félagar komi til Íslands að spila vináttulandsleik í sumar, miðað við orð Craig Pedersen landsliðsþjálfara Íslands. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum á EM og fyrir dráttinn 27. mars verður liðunum raðað í sex styrkleikaflokka. Útlit er fyrir að Ísland verði í neðsta flokknum þrátt fyrir að hafa endað í 2. sæti í sínum undanriðli, fyrir ofan Tyrkland. Horft verður til stöðu á næsta heimslista þegar raðað verður í styrkleikaflokka. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Ísland tryggði sig inn á EM með sigrinum gegn Tyrkjum á sunnudaginn og nú ríkir mikil spenna eftir því að dregið verði í riðla fyrir EM, þann 27. mars. Mótið fer fram í fjórum borgum og má hver gestgjafi velja eina samstarfsþjóð í sinn riðil. Gestgjafarnir eru Riga í Lettlandi (A-riðill), Tampere í Finnlandi (B-riðill), Limassol á Kýpur (C-riðil) og Katowice í Póllandi (D-riðill). Á síðustu dögum hafa þjóðirnar valið sér samstarfsþjóð og munu Eistlendingar fara til Riga, Litháar fara til Finnlands og Grikkir til Kýpur. Finnar og Lettar höfðu sýnt því áhuga að fá Íslendinga til sín en hafa nú farið aðra leið. Aðeins Pólverjar eiga því eftir að velja sér samstarfsþjóð og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, „töluverðar líkur“ á að það verði Ísland. Ekkert sé þó enn frágengið og Hannes hvetur fólk til að bíða með að versla flugmiða. Íslenskir stuðningsmenn koma til með að fjölmenna á EM í lok ágúst og líklegast er að þeir fari til Póllands.vísir/Anton Höll sem að Íslendingar þekkja Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noreg í fyrsta leik. Ef að Pólverjar fara aðra leið og velja til að mynda Þýskaland eða aðra þjóð þá munu Íslendingar þurfa að bíða eftir drættinum 27. mars til að vita í hvaða borg þeir spila. Doncic verður í Katowice Ljóst er að mest umtalaði körfuboltamaður heimsins síðustu vikur, Luka Doncic, og félagar hans í slóvenska landsliðinu munu spila í Katowice. Þó að ekki sé búið að gefa út styrkleikaflokkana sex þá er ljóst að í flokki tvö verða Lettland, Litháen, Grikkland og Slóvenía. Búið er að raða þremur þeirra í aðra riðla svo að Slóvenar verða að fara í D-riðilinn í Póllandi. Ef Ísland endar í sama riðli þá mun það koma í veg fyrir að Doncic og félagar komi til Íslands að spila vináttulandsleik í sumar, miðað við orð Craig Pedersen landsliðsþjálfara Íslands. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum á EM og fyrir dráttinn 27. mars verður liðunum raðað í sex styrkleikaflokka. Útlit er fyrir að Ísland verði í neðsta flokknum þrátt fyrir að hafa endað í 2. sæti í sínum undanriðli, fyrir ofan Tyrkland. Horft verður til stöðu á næsta heimslista þegar raðað verður í styrkleikaflokka.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira