Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. mars 2025 09:02 Sigrún kveðst hafa gefist upp á að bíða eftir rétta manninum og ákvað að taka málin í eigin hendur. Vísir/Vilhelm „Mér fannst svo fáránleg hugsun að ég þyrfti að bíða eftir einhverjum öðrum til að láta minn draum rætast og skapa mér það líf sem mig langaði í. Ég vildi taka stjórnina,“ segir Sigrún Dóra Jóhannsdóttir. Hún var 32 ára gömul þegar hún tók þá ákvörðun að eignast barn einsömul. Á meðan á meðgöngunni stóð byrjaði hún að birta reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún deilir upplifun sinni af ferlinu; því að verða ófrísk með aðstoð tækninnar og ganga ein í gegnum barneignarferlið. Vildi ekki missa af tækifærinu „Þegar maður var yngri var maður auðvitað ekki að sjá fyrir sér að fara þessa leið; ég var búin að sjá fyrir mér að ég myndi finna mér mann og við myndum eignast börn saman,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Það var um vorið árið 2023 sem hún fór virkilega að íhuga möguleikann á því að eignast barn einsömul. Sigrún er menntaður kennari og hefur undanfarin ár starfað sem deildarstjóri á yngstu deild í leikskóla. „Algjör barnakelling“ að eigin sögn. „Ég fann bara að rétti tíminn var kominn. Ég var orðin 32 ára og ég sá ekki ástæðu til að vera lengur að bíða eftir einhverjum manni, ég var orðin hundleið á því. Það hafði vissulega líka áhrif á mig að vera umkringd litlum börnum í vinnunni allan daginn. Það að sjá tengsl þeirra við foreldra sína, gleðina í augum þeirra og hvernig þau treysta á ást og umhyggju annarra, ýtti enn frekar undir löngun mína til að eignast barn. Ég fann það bara svo sterkt að þetta var eitthvað sem vantaði í líf mitt; ég hafði svo mikla ást að gefa. Og ég vildi ekki missa af tækifærinu að verða móðir.“ Erfitt að bíða Eftir ítarlega umhugsun, löng samtöl við sína nánustu og ófáar klukkustundir af „gúgli“, tók Sigrún af skarið og hringdi í Livio. Það var í byrjun júlí árið 2023, akkúrat á sama tíma og starfsfólk Livio fór í fjögurra vikna sumarfrí. „Ég þurfti þess vegna að bíða í heilan mánuð eftir fyrsta viðtalinu. Biðin er reyndar stór þáttur í öllu þessi ferli; biðin eftir gjafasæði, biðin eftir egglosi, biðin eftir niðurstöðum. Þannig að maður þurfti alveg að temja sér þolinmæði í gegnum þetta allt saman. Hjá Livio fór Sigrún fyrst í viðtal hjá lækni, og svo hjá félagsráðgjafa. „Það var margt sem félagsráðgjafinn nefndi við mig sem fékk mig til að hugsa, þó svo að ég hafi allan tímann verið mjög ákveðin í að gera þetta. Hún nefndi dæmi um aðstæður sem ég gæti lent í, en í mínum huga voru þetta dæmi sem allir foreldrar geta lent í og þurfa leysa og ekkert frekar vegna þess að ég var ein, eins og til dæmis: Hvað ætlaru til dæmis að gera ef að barnið þitt þarf lyf úr apótekinu og klukkan er orðin sex og allt búið að loka? Sigrún valdi opinn gjafa, til að gefa dóttur sinni tækifæri á að því að taka eigin ákvörðun seinna meir.Vísir/Vilhelm En það var aldrei neinn efi í mínum huga, ég vissi að þó ég myndi verða einstök móðir þá væri ég ekki ein, þannig séð. Ég á ótrúlega gott bakland í kringum mig, foreldra mína, fjölskyldu og vini svo ekki sé minnst á það að ég bý hérna á Akranesi, í litlu og nánu samfélagi.“ Súrrealísk upplifun að leita að sæðisgjafa Síðan tók við næsta skref: leit að sæðisgjafa inni á vefsvæði Evrópska sæðisbankans. „Það var upplifun sem var vægast sagt súrrealísk og mjög sérstök,“ segir Sigrún. Þegar Sigrún skoðaði skrána yfir gjafa gat hún til að mynda fengið að vita hvort væntanlegur gjafi væri rétthentur eða örvhentur, hvaða menntun hann væri með, hvaða áhugamál hann hefði og meira að segja hver væri uppáhaldsbíómyndin hans. Í sumum tilfellum var líka hægt að hlusta á upptöku af rödd viðkomandi. „Þú getur séð allar heilsufarsupplýsingar og sjúkrasögu viðkomandi. Þú færð ekki nýlega mynd af gjafanum, en þú getur séð mynd af honum frá því hann var barn. Sumir af gjöfunum voru líka búnir að leggja fram handskrifað bréf handa væntanlegu barni.“ Aðspurð segist Sigrún ekki hafa verið með neinar sérstakar kröfur varðandi útlit eða önnur einkenni gjafans. Hún endaði á því að velja danskan gjafa. „Það eina var að ég vildi helst að gjafinn væri ekki of ólíkur mér í útliti, af því að ég vissi auðvitað að barnið ætti bara eftir að sjá mig, en ekki hann.“ Dóttirin fær að velja átján ára Sigrún valdi opinn gjafa. Það þýðir að þegar dóttir hennar er orðin 18 ára gömul mun hún geta haft uppi á manninum sem á helminginn af erfðaefni hennar. „Mér fannst það ekki vera mitt að ákveða þetta fyrir hana. Ég held að það sé svo mikilvægt að þeir sem vilji geti leitað uppruna síns. Ég vildi halda þessum möguleika opnum fyrir hana, og það er hennar að ákveða hvað hún gerir í framtíðinni.“ Konur sem kjósa að fara þá leið að eignast börn einar standa í langflestum tilfellum frammi fyrir töluverðum kostnaði. Sigrúnu var ráðlagt að kaupa þrjá skammta af gjafasæði. Besta fjárfesting ævinnar „Gjafasæðið var klárlega dýrasti hlutinn af þessu.Ég hafði til dæmis ekki hugsað út í það að ég myndi þurfa að borga skatta og gjöld til að geta flutt inn gjafasæðið. Ein uppsetning, sem tekur nokkrar sekúndur, kostar 85 þúsund krónur.“ Sigrún fékk örlitla upphæð endurgreidda frá stéttarfélaginu en þurfti að öðru leyti að reiða upphæðina fram úr eigin vasa. En eins og hún orðar það þá var þetta að sjálfsögðu besta „fjárfesting“ sem hún hefur gert á ævinni. „Ég hugsa ekkert út í þennan pening í dag, það skiptir mig engu máli. Þetta var kostnaðarsamt ferli, en það var svo algjörlega, hundrað prósent þess virði.“ Önnur tilraun gekk upp Í október árið 2023 gekkst Sigrún undir uppsetningu hjá Livio. Sú tilraun bar ekki árangur. „Sem var vissulega erfitt. Ég var svosem undir það búin að þetta myndi ekki gerast í fyrstu tilraun, en hélt í vonina um að ég væri ein af þessum heppnu. Ég var búin að heyra svo margar sögur þar sem uppsetningin tókst ekki fyrr en eftir fjölmörg skipti.“ Það vann með Sigrúnu að hún var 32 ára og þar af leiðandi ennþá tiltölulega „ung“ á barneignaraldri. Og á endanum vera ein af þeimheppnu. Hún gekkst undir aðra uppsetningu mánuði síðar- og í þetta sinn skilaði það sér í jákvæðu þungunarprófi. Aðspurð um hvernig hún myndi lýsa tilfinningunni sem hún fann fyrir þegar hún komst að því að hún ætti von á barni segir Sigrún að það sé einfaldlega ekki hægt. „Ég á ekki til nógu sterk lýsingarorð,“ segir Sigrún og ofan á allt saman gekk meðgangan eins og í sögu. Dóttir Sigrúnar kom í heiminn að morgni 11.ágúst 2024. Hún fékk nafnið Fanndís Fjóla – og er að sjálfsögðu Sigrúnardóttir. Móðir Sigrúnar var henni til hands og traust í fæðingunni, og fékk að vera viðstödd þegar fyrsta barnabarnið kom í heiminn. „Ólýsanleg stund“ eins og Sigrún orðar það. Hún saknaði þess ekkert að hafa ekki barnsföður sér við hlið. „Þetta var nákvæmlega eins og ég vildi hafa það, við þrjár, ég, mamma og litla dóttir mín.“ Vildi koma með nýjan vinkil Í dag er Fanndís Fjóla orðin sjö mánaða gömul. Þær mæðgur búa í góðu yfirlæti hjá foreldrum Sigrúnar á Akranesi og Sigrún nýtur þess að vera í fæðingarorlofi. Þar sem að Sigrún er einstök móðir og enginn faðir inni í myndinni, þá getur hún nýtt alla tólf orlofsmánuðina ein, og hún kvartar svo sannarlega ekki yfir því. Sigrún segir viðbrögðin á TikTok undantekningarlaust hafa verið jákvæð, hvetjandi og styðjandi.Vísir/Vilhelm Í júní síðastliðnum, þegar Sigrún var komin 31 viku á leið, byrjaði hún að birta reglulega myndskeið á Tiktok. „Ég hafði aldrei áður birt neitt á TikTok en ég var búin að vera mikið þar inn á og var alltaf að horfa á efni frá mömmum þarna úti, konum sem voru að segja frá sér í móðurhlutverkinu og birta svona „Day in my life“ myndskeið og sýna frá lífi sínu. Engar af þessum mömmum voru í þessari stöðu sem ég var í og ég hugsaði með mér að kanski gæti ég komið með nýjan vinkil á þetta. Ég vissi líka að það voru margir þarna úti sem voru forvitnir um þessa leið sem ég valdi, mig langaði að veita fólki innsýn í þetta allt saman. Þegar Sigrún birti fyrsta myndskeiðið inni á miðlinum var hún með tvo fylgjendur. Fylgjendahópurinn hefur stækkað umtalsvert mikið síðan þá. Sigrún hefur fengið fjölmargar athugasemdir undir myndskeiðin, og ófá skilaboð frá ókunnugum konum sem eru að hugleiða þann möguleika að eignast barn á eigin spýtur, og vantar ráð og leiðsögn. Hún segir viðbrögðin á TikTok undantekningarlaust hafa verið jákvæð, hvetjandi og styðjandi. „Um daginn fékk ég að vísu eitt komment, þar sem ég var spurð af hverju ég fór ekki bara eitthvað út í bæ og lét barna mig, af því að það væri miklu ódýrara. Ég á nú reyndar mjög auðvelt með að svara því, mér finnst það ekki vera spennandi tilhugsun að láta einhvern mann út í bæ barna mig, og vera svo skuldbundin þeim manni það sem eftir er,“ segir Sigrún og bætir við: „Það er eins og sumir haldi að með því að velja það að eignast dóttur mína ein þá sé ég líka búin að ákveða það vera ein það sem eftir er.En ég er auðvitað ekki búin að útiloka það að eignast maka einhvern tímann í framtíðinni.“ Sigrún kveðst eitt sinn hafa verið spurð hvort hún sjái eftir þessari ákvörðun. „Ég þori alveg að fullyrða að hver einasta kona sem hefur farið þessa leið, ef hún er spurð hvort hún sjái eftir þessu þá mun hún segja: „Nei” og líklega bæta síðan við að það eina sem hún sjái eftir sé að hafa ekki gert þetta fyrr. Þannig er það í mínu tilfelli. Um daginn hitti ég samstarfskonu mína og sagði við mig: „Vá hvað þú blómstrar, það geislar af þér núna þegar þú ert orðin mamma.“ Og ég held að það sé alveg satt,“ segir Sigrún jafnframt. Sigrún Dóra Jóhannsdóttir „Að sjálfsögðu er langerfiðasta og langmest krefjandi hlutverk sem ég hef nokkurn tímann að mér, ég held að allir foreldrar geti tekið undir það. Auðvitað koma erfiðar stundir, þetta er ekki eintóm gleði. Og foreldrahlutverkið er krefjandi, hvort sem það er eitt foreldri eða tveir. En ég sé ekki eftir neinu. Við veljum öll mismunandi leiðir í lífinu. Þetta er mín leið.“ Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira
Á meðan á meðgöngunni stóð byrjaði hún að birta reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún deilir upplifun sinni af ferlinu; því að verða ófrísk með aðstoð tækninnar og ganga ein í gegnum barneignarferlið. Vildi ekki missa af tækifærinu „Þegar maður var yngri var maður auðvitað ekki að sjá fyrir sér að fara þessa leið; ég var búin að sjá fyrir mér að ég myndi finna mér mann og við myndum eignast börn saman,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Það var um vorið árið 2023 sem hún fór virkilega að íhuga möguleikann á því að eignast barn einsömul. Sigrún er menntaður kennari og hefur undanfarin ár starfað sem deildarstjóri á yngstu deild í leikskóla. „Algjör barnakelling“ að eigin sögn. „Ég fann bara að rétti tíminn var kominn. Ég var orðin 32 ára og ég sá ekki ástæðu til að vera lengur að bíða eftir einhverjum manni, ég var orðin hundleið á því. Það hafði vissulega líka áhrif á mig að vera umkringd litlum börnum í vinnunni allan daginn. Það að sjá tengsl þeirra við foreldra sína, gleðina í augum þeirra og hvernig þau treysta á ást og umhyggju annarra, ýtti enn frekar undir löngun mína til að eignast barn. Ég fann það bara svo sterkt að þetta var eitthvað sem vantaði í líf mitt; ég hafði svo mikla ást að gefa. Og ég vildi ekki missa af tækifærinu að verða móðir.“ Erfitt að bíða Eftir ítarlega umhugsun, löng samtöl við sína nánustu og ófáar klukkustundir af „gúgli“, tók Sigrún af skarið og hringdi í Livio. Það var í byrjun júlí árið 2023, akkúrat á sama tíma og starfsfólk Livio fór í fjögurra vikna sumarfrí. „Ég þurfti þess vegna að bíða í heilan mánuð eftir fyrsta viðtalinu. Biðin er reyndar stór þáttur í öllu þessi ferli; biðin eftir gjafasæði, biðin eftir egglosi, biðin eftir niðurstöðum. Þannig að maður þurfti alveg að temja sér þolinmæði í gegnum þetta allt saman. Hjá Livio fór Sigrún fyrst í viðtal hjá lækni, og svo hjá félagsráðgjafa. „Það var margt sem félagsráðgjafinn nefndi við mig sem fékk mig til að hugsa, þó svo að ég hafi allan tímann verið mjög ákveðin í að gera þetta. Hún nefndi dæmi um aðstæður sem ég gæti lent í, en í mínum huga voru þetta dæmi sem allir foreldrar geta lent í og þurfa leysa og ekkert frekar vegna þess að ég var ein, eins og til dæmis: Hvað ætlaru til dæmis að gera ef að barnið þitt þarf lyf úr apótekinu og klukkan er orðin sex og allt búið að loka? Sigrún valdi opinn gjafa, til að gefa dóttur sinni tækifæri á að því að taka eigin ákvörðun seinna meir.Vísir/Vilhelm En það var aldrei neinn efi í mínum huga, ég vissi að þó ég myndi verða einstök móðir þá væri ég ekki ein, þannig séð. Ég á ótrúlega gott bakland í kringum mig, foreldra mína, fjölskyldu og vini svo ekki sé minnst á það að ég bý hérna á Akranesi, í litlu og nánu samfélagi.“ Súrrealísk upplifun að leita að sæðisgjafa Síðan tók við næsta skref: leit að sæðisgjafa inni á vefsvæði Evrópska sæðisbankans. „Það var upplifun sem var vægast sagt súrrealísk og mjög sérstök,“ segir Sigrún. Þegar Sigrún skoðaði skrána yfir gjafa gat hún til að mynda fengið að vita hvort væntanlegur gjafi væri rétthentur eða örvhentur, hvaða menntun hann væri með, hvaða áhugamál hann hefði og meira að segja hver væri uppáhaldsbíómyndin hans. Í sumum tilfellum var líka hægt að hlusta á upptöku af rödd viðkomandi. „Þú getur séð allar heilsufarsupplýsingar og sjúkrasögu viðkomandi. Þú færð ekki nýlega mynd af gjafanum, en þú getur séð mynd af honum frá því hann var barn. Sumir af gjöfunum voru líka búnir að leggja fram handskrifað bréf handa væntanlegu barni.“ Aðspurð segist Sigrún ekki hafa verið með neinar sérstakar kröfur varðandi útlit eða önnur einkenni gjafans. Hún endaði á því að velja danskan gjafa. „Það eina var að ég vildi helst að gjafinn væri ekki of ólíkur mér í útliti, af því að ég vissi auðvitað að barnið ætti bara eftir að sjá mig, en ekki hann.“ Dóttirin fær að velja átján ára Sigrún valdi opinn gjafa. Það þýðir að þegar dóttir hennar er orðin 18 ára gömul mun hún geta haft uppi á manninum sem á helminginn af erfðaefni hennar. „Mér fannst það ekki vera mitt að ákveða þetta fyrir hana. Ég held að það sé svo mikilvægt að þeir sem vilji geti leitað uppruna síns. Ég vildi halda þessum möguleika opnum fyrir hana, og það er hennar að ákveða hvað hún gerir í framtíðinni.“ Konur sem kjósa að fara þá leið að eignast börn einar standa í langflestum tilfellum frammi fyrir töluverðum kostnaði. Sigrúnu var ráðlagt að kaupa þrjá skammta af gjafasæði. Besta fjárfesting ævinnar „Gjafasæðið var klárlega dýrasti hlutinn af þessu.Ég hafði til dæmis ekki hugsað út í það að ég myndi þurfa að borga skatta og gjöld til að geta flutt inn gjafasæðið. Ein uppsetning, sem tekur nokkrar sekúndur, kostar 85 þúsund krónur.“ Sigrún fékk örlitla upphæð endurgreidda frá stéttarfélaginu en þurfti að öðru leyti að reiða upphæðina fram úr eigin vasa. En eins og hún orðar það þá var þetta að sjálfsögðu besta „fjárfesting“ sem hún hefur gert á ævinni. „Ég hugsa ekkert út í þennan pening í dag, það skiptir mig engu máli. Þetta var kostnaðarsamt ferli, en það var svo algjörlega, hundrað prósent þess virði.“ Önnur tilraun gekk upp Í október árið 2023 gekkst Sigrún undir uppsetningu hjá Livio. Sú tilraun bar ekki árangur. „Sem var vissulega erfitt. Ég var svosem undir það búin að þetta myndi ekki gerast í fyrstu tilraun, en hélt í vonina um að ég væri ein af þessum heppnu. Ég var búin að heyra svo margar sögur þar sem uppsetningin tókst ekki fyrr en eftir fjölmörg skipti.“ Það vann með Sigrúnu að hún var 32 ára og þar af leiðandi ennþá tiltölulega „ung“ á barneignaraldri. Og á endanum vera ein af þeimheppnu. Hún gekkst undir aðra uppsetningu mánuði síðar- og í þetta sinn skilaði það sér í jákvæðu þungunarprófi. Aðspurð um hvernig hún myndi lýsa tilfinningunni sem hún fann fyrir þegar hún komst að því að hún ætti von á barni segir Sigrún að það sé einfaldlega ekki hægt. „Ég á ekki til nógu sterk lýsingarorð,“ segir Sigrún og ofan á allt saman gekk meðgangan eins og í sögu. Dóttir Sigrúnar kom í heiminn að morgni 11.ágúst 2024. Hún fékk nafnið Fanndís Fjóla – og er að sjálfsögðu Sigrúnardóttir. Móðir Sigrúnar var henni til hands og traust í fæðingunni, og fékk að vera viðstödd þegar fyrsta barnabarnið kom í heiminn. „Ólýsanleg stund“ eins og Sigrún orðar það. Hún saknaði þess ekkert að hafa ekki barnsföður sér við hlið. „Þetta var nákvæmlega eins og ég vildi hafa það, við þrjár, ég, mamma og litla dóttir mín.“ Vildi koma með nýjan vinkil Í dag er Fanndís Fjóla orðin sjö mánaða gömul. Þær mæðgur búa í góðu yfirlæti hjá foreldrum Sigrúnar á Akranesi og Sigrún nýtur þess að vera í fæðingarorlofi. Þar sem að Sigrún er einstök móðir og enginn faðir inni í myndinni, þá getur hún nýtt alla tólf orlofsmánuðina ein, og hún kvartar svo sannarlega ekki yfir því. Sigrún segir viðbrögðin á TikTok undantekningarlaust hafa verið jákvæð, hvetjandi og styðjandi.Vísir/Vilhelm Í júní síðastliðnum, þegar Sigrún var komin 31 viku á leið, byrjaði hún að birta reglulega myndskeið á Tiktok. „Ég hafði aldrei áður birt neitt á TikTok en ég var búin að vera mikið þar inn á og var alltaf að horfa á efni frá mömmum þarna úti, konum sem voru að segja frá sér í móðurhlutverkinu og birta svona „Day in my life“ myndskeið og sýna frá lífi sínu. Engar af þessum mömmum voru í þessari stöðu sem ég var í og ég hugsaði með mér að kanski gæti ég komið með nýjan vinkil á þetta. Ég vissi líka að það voru margir þarna úti sem voru forvitnir um þessa leið sem ég valdi, mig langaði að veita fólki innsýn í þetta allt saman. Þegar Sigrún birti fyrsta myndskeiðið inni á miðlinum var hún með tvo fylgjendur. Fylgjendahópurinn hefur stækkað umtalsvert mikið síðan þá. Sigrún hefur fengið fjölmargar athugasemdir undir myndskeiðin, og ófá skilaboð frá ókunnugum konum sem eru að hugleiða þann möguleika að eignast barn á eigin spýtur, og vantar ráð og leiðsögn. Hún segir viðbrögðin á TikTok undantekningarlaust hafa verið jákvæð, hvetjandi og styðjandi. „Um daginn fékk ég að vísu eitt komment, þar sem ég var spurð af hverju ég fór ekki bara eitthvað út í bæ og lét barna mig, af því að það væri miklu ódýrara. Ég á nú reyndar mjög auðvelt með að svara því, mér finnst það ekki vera spennandi tilhugsun að láta einhvern mann út í bæ barna mig, og vera svo skuldbundin þeim manni það sem eftir er,“ segir Sigrún og bætir við: „Það er eins og sumir haldi að með því að velja það að eignast dóttur mína ein þá sé ég líka búin að ákveða það vera ein það sem eftir er.En ég er auðvitað ekki búin að útiloka það að eignast maka einhvern tímann í framtíðinni.“ Sigrún kveðst eitt sinn hafa verið spurð hvort hún sjái eftir þessari ákvörðun. „Ég þori alveg að fullyrða að hver einasta kona sem hefur farið þessa leið, ef hún er spurð hvort hún sjái eftir þessu þá mun hún segja: „Nei” og líklega bæta síðan við að það eina sem hún sjái eftir sé að hafa ekki gert þetta fyrr. Þannig er það í mínu tilfelli. Um daginn hitti ég samstarfskonu mína og sagði við mig: „Vá hvað þú blómstrar, það geislar af þér núna þegar þú ert orðin mamma.“ Og ég held að það sé alveg satt,“ segir Sigrún jafnframt. Sigrún Dóra Jóhannsdóttir „Að sjálfsögðu er langerfiðasta og langmest krefjandi hlutverk sem ég hef nokkurn tímann að mér, ég held að allir foreldrar geti tekið undir það. Auðvitað koma erfiðar stundir, þetta er ekki eintóm gleði. Og foreldrahlutverkið er krefjandi, hvort sem það er eitt foreldri eða tveir. En ég sé ekki eftir neinu. Við veljum öll mismunandi leiðir í lífinu. Þetta er mín leið.“
Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira