Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 21:24 Nanna segist fegin að bera enga ábyrgð á notkun myndanna. Vísir/Samsett Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur segist standandi hissa yfir notkun Ríkisútvarpsins á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um sögu matar og matarmenningar á Íslandi. Í þáttunum eru fleiri viðtöl við Nönnu sem hefur mikið fjallað um matarsögu Íslands. „Ég er svo standandi hissa yfir öllum þessum gervigreindarmyndum, sem eru svo uppfullar af rangfærslum og ranghugmyndum og ganga þvert á staðreyndir um matarsögu, húsakynni, lifnaðarhætti og bara allt saman að ég á ekki orð. Skil ekki tilganginn með þeim, fyrir utan náttúrlega hvað þær eru hallærislegar og klisjukenndar,“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Misvísandi myndefni í fræðsluskyni Þættirnir Matarsaga Íslands eru í umsjón Gísla Einarssonar og Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur. Í þáttunum er matarmenningu Íslendinga gerð skil frá landnámi til dagsins í dag. Að þáttunum komu sérfræðingar og fræðimenn og því skýtur ansi skökku við að bersýnilega misvísandi myndefni sé notað í fræðsluskyni. Nanna segir þar að auki ekki neina þörf hafa verið á því að nota slíkt efni þar sem hellingur er til af ljósmyndum og öðru myndefni. „Kaupmannsbúð um 1900 með stóru skilti sem stendur á Kjörbúð - hálfri öld áður en það hugtak varð til? Eða bíddu - það eru bílar þarna, frá sjöunda eða áttunda áratugnum sýnist mér. Hvað er þessi grjóthlaðna „kjörbúð“ þá að gera þarna í umfjöllun um eggjainnflutning? Fyrir utan allt annað á þeirri mynd? Það er til hellingur af fínum ljósmyndum af íslenskum verslunum frá þessum tíma,“ segir hún. Te í leirskál skreyttri að hætti miðameríkumanna til forna Nanna segir jafnframt að hún hafi sérstaklega tekið það fram á einum fyrsta undirbúningsfundinum að þættirnir mættu alls ekki verða til þess að viðhalda ranghugmyndum fólks um mat á fyrri öldum eða skapa nýjar. Það sé einmitt það sem hætt er við að gerist við notkun gervigreindarmyndanna. Myndin að ofan er sú sem Ríkisútvarpið kaus að nota til að sýna innflutning um aldamótin þarsíðustu. Sú að neðan er af gufuskipinu Botníu.Vísir/Samsett Máli sínu til stuðnings ber hún saman tvær myndir, eina af Botníu, gufuskipi sem sigldi með varning á milli Íslands og Danmerkur um aldamótin 1900, og svo myndinni sem Ríkisútvarpið kaus að nota af eggjainnflutningi um svipað leyti. „Innflutningur yfir úfinn sjó til Íslands á opnum smáskipum, með opna eggjakassa á þilfari?“ spyr hún sig kaldhæðnislega. Hipsterinn téði að hella hunangi út í te sem virðist vera framreitt í leirskál skreyttri að hætti miðamerískra frumbyggja til forna.RÚV/Skjáskot Hún tekur annað dæmi. „Á einni myndinni þar situr einhver sögualdarhipster með tagl og er að fá sér hunang út í teið sitt í stóru eldhúsi þar sem allt er alveg verulega óíslenskt, ekki síst stóri fjögurra rúðu glerglugginn við hlið hans. Íslensk eldhús voru gluggalaus fyrstu 1000 ár Íslandssögunnar eða svo,“ segir hún. Ríkisútvarpið Gervigreind Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
„Ég er svo standandi hissa yfir öllum þessum gervigreindarmyndum, sem eru svo uppfullar af rangfærslum og ranghugmyndum og ganga þvert á staðreyndir um matarsögu, húsakynni, lifnaðarhætti og bara allt saman að ég á ekki orð. Skil ekki tilganginn með þeim, fyrir utan náttúrlega hvað þær eru hallærislegar og klisjukenndar,“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Misvísandi myndefni í fræðsluskyni Þættirnir Matarsaga Íslands eru í umsjón Gísla Einarssonar og Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur. Í þáttunum er matarmenningu Íslendinga gerð skil frá landnámi til dagsins í dag. Að þáttunum komu sérfræðingar og fræðimenn og því skýtur ansi skökku við að bersýnilega misvísandi myndefni sé notað í fræðsluskyni. Nanna segir þar að auki ekki neina þörf hafa verið á því að nota slíkt efni þar sem hellingur er til af ljósmyndum og öðru myndefni. „Kaupmannsbúð um 1900 með stóru skilti sem stendur á Kjörbúð - hálfri öld áður en það hugtak varð til? Eða bíddu - það eru bílar þarna, frá sjöunda eða áttunda áratugnum sýnist mér. Hvað er þessi grjóthlaðna „kjörbúð“ þá að gera þarna í umfjöllun um eggjainnflutning? Fyrir utan allt annað á þeirri mynd? Það er til hellingur af fínum ljósmyndum af íslenskum verslunum frá þessum tíma,“ segir hún. Te í leirskál skreyttri að hætti miðameríkumanna til forna Nanna segir jafnframt að hún hafi sérstaklega tekið það fram á einum fyrsta undirbúningsfundinum að þættirnir mættu alls ekki verða til þess að viðhalda ranghugmyndum fólks um mat á fyrri öldum eða skapa nýjar. Það sé einmitt það sem hætt er við að gerist við notkun gervigreindarmyndanna. Myndin að ofan er sú sem Ríkisútvarpið kaus að nota til að sýna innflutning um aldamótin þarsíðustu. Sú að neðan er af gufuskipinu Botníu.Vísir/Samsett Máli sínu til stuðnings ber hún saman tvær myndir, eina af Botníu, gufuskipi sem sigldi með varning á milli Íslands og Danmerkur um aldamótin 1900, og svo myndinni sem Ríkisútvarpið kaus að nota af eggjainnflutningi um svipað leyti. „Innflutningur yfir úfinn sjó til Íslands á opnum smáskipum, með opna eggjakassa á þilfari?“ spyr hún sig kaldhæðnislega. Hipsterinn téði að hella hunangi út í te sem virðist vera framreitt í leirskál skreyttri að hætti miðamerískra frumbyggja til forna.RÚV/Skjáskot Hún tekur annað dæmi. „Á einni myndinni þar situr einhver sögualdarhipster með tagl og er að fá sér hunang út í teið sitt í stóru eldhúsi þar sem allt er alveg verulega óíslenskt, ekki síst stóri fjögurra rúðu glerglugginn við hlið hans. Íslensk eldhús voru gluggalaus fyrstu 1000 ár Íslandssögunnar eða svo,“ segir hún.
Ríkisútvarpið Gervigreind Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira