Innlent

Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sagnfræðideild Háskóla Íslands kynnt á háskóladaginn. 
Sagnfræðideild Háskóla Íslands kynnt á háskóladaginn.  Kristinn Ingvarsson

Hinn árlegi Háskóladagur fór fram í gær. Allir háskólar landsins stóðu að viðburðinum og kynntu gesti fyrir þeim námsleiðum sem þeir hafa upp á að bjóða. 

Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra opnaði Háskóladaginn formlega í Háskólanum í Reykjavík. Í framhaldinu skoðaði hann þær námsleiðir sem í boði eru hjá háskólunum þremur í Reykjavík, Háskólanum í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands.

„Það er mikilvægast að velja sér nám sem er á sviði sem þið hafið áhuga á og ykkur þykir spennandi. Því að það er ótrúlega mikilvægt að það sé líka gaman,“ sagði Logi í opnunarræðu sinni. Hann biðlaði til viðstaddra að velta sér ekki of mikið upp úr því við hvað þeir muni starfa að háskólanámi loknu. 

„Bankastjóri Kvikubanka er held ég með BA í bókmenntum, áhrifavaldurinn Linda Ben er lífefnafræðingur, Stebbi Hilmars er stjórnmálafræðingur og Mr. Bean er rafmagnsverkfræðingur. Þannig að ég lofa ykkur því að sama hvað þið gerið, nám mun alltaf nýtast ykkur í framtíðinni.“

Á háskólakynningunum kenndi ýmissa grasa, en þeir sem freistuðu þess að kynna sér nám í sagnfræði við Háskóla Íslands fengu kynningu á námsbrautinni frá sjálfum Guðna Th. Jóhannessyni fyrrverandi forseta Íslands en hann starfar sem prófessor við deildina. 

Logi Einarsson flutti ávarp við setningu háskóladagsins. Kristinn Magnússon
Listaháskóli Íslands kynntur. Owen Fiene
Háskólinn í Reykjavík kynntur. Kristinn Magnússon
Háskóli Íslands kynntur. Kristinn Ingvarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×