Innlent

Tveir látnir í Mann­heim

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Árásarmaðurinn er fertugur karlmaður frá Þýskalandi.
Árásarmaðurinn er fertugur karlmaður frá Þýskalandi. EPA-EFE/RONALD WITTEK

Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að bíll keyrði á hóp fólks í Mannheim í Þýskalandi í morgun. Talið er að minnsta kosti 25 séu særðir eftir árásina.

Margmenni var á torginu Paradeplatz í Mannheim þegar fertugur karlmaður keyrði svartan bíl inn í mannfjöldann rétt eftir hádegi á staðartíma. 

Hann var handtekinn á staðnum en dvelur núna samkvæmt umfjöllun BBC á sjúkrahúsi. Maðurinn, sem er Þjóðverji, er talinn hafa verið einn að verki.

Talið er að allaveganna 25 manns séu særðir eftir árásina. Tveir fullorðnir einstaklingar og eitt barn eru alvarlega slösuð.

Mikill mannskari var í miðborginni þar sem í dag, mánudag, er hápunktur kjötkveðjuhátíðar í Þýskalandi. Stór skrúðganga var haldin í borginni í gær.

Ekki er liðin mánuður síðan mæðgur létust eftir að maður keyrði inn í hóp mótmælenda í München í Þýskalandi.


Tengdar fréttir

Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk

Einn er látinn og nokkrir eru slasaðir eftir að bíl var ekið á hóp fólks í miðborg Mannheim á Paradeplatz. Einn hefur verið handtekinn á vettvangi. Þetta staðfestir lögreglan í borginni. Áður hafði verið greint frá því að lögregluyfirvöld hefðu mikinn viðbúnað á svæðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×