Kennarar samþykkja kjarasamning Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. mars 2025 12:32 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Anton Brink 92,85 prósent félagsfólks Kennarasambands Íslands samþykkti nýjan kjarasamning Kennarasambands Íslands við ríki og sveitarfélög. Kjörsókn var 76 prósent. Sex prósent sögðu nei og eitt prósent atkvæðaseðla voru auðir eða ógildir. Hinn nýi samningur gildir til 31. mars 2028. Atkvæðagreiðslan hófst á föstudag, 28. febrúar, um innanhússtillögu ríkissáttasemjara en auk þess greiddu félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum atkvæði um samkomulag um breytingar á tveimur kjarasamningsgreinum í sérkosningu. Þar samþykktu 56 prósent samninginn. Atkvæðagreiðslu um innanhússtillögu ríkissáttasemjara um nýjan kjarasamning lauk á hádegi í dag. „Félagsfólk Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félags stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) samþykkti nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands (KÍ), við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar, og ríkið hins vegar. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaganna framlengjast því til til 31. mars 2028, með breytingum, samkvæmt innanhússtillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu á vef sambandsins og að þannig hafi í fyrsta sinn félagsfólk aðildarfélaga sambandsins í fyrsta sinn samþykkt sameiginlegan kjarasamning. Magnús Þór segir forystu sambandsins setjast niður með hverju aðildarfélagi í aðdraganda virðismatsvegferðarinnar sem nú hefst. Vísir/Anton Brink Virðismatið næsta skref „Báðir þessir samningar voru þá samþykktir í dag og komast í framkvæmd í samræmi við textann,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir þetta gefa sambandinu gott umboð en næstu skref sé að hefja virðismatsvegferðina sem fjallað er um í kjarasamningnum. Sjá einnig: Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hann segir KÍ hafa verið meðvitað um það allan tímann sem aðgerðir stóðu að þær myndu hafa mikil áhrif. Það sé eðlilegt að ekki séu allir sammála um svona aðgerðir en hann vonist til þess að allir átti sig á mikilvægi skólastarfs og að fjárfestingin núna skili sér og leiði til þess að það verði meiri árangur af starfinu. Góð ákvörðun að semja saman Eftir að samningurinn var undirritaður voru einhverjir framhaldsskólakennarar sem lýstu óánægju með sinn hlut úr samningnum. Magnús segir að það hafi verið ákveðið fyrir tveimur árum að taka öll aðildarfélög með í kjaraviðræður. Það hafi verið góð ákvörðun og umræða síðustu daga hafa verið góð. „Að sjálfsögðu er það þannig að við þurfum að vera mjög skýr næstu daga, útskýra hvað við meinum að ekkert okkar aðildarfélaga hefði náð þeim árangri sem við náðum núna eitt og sér.“ Sjá einnig: Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Næst muni þau setjast niður með hverju aðildarfélagi og skoða betur hvað henti hverjum best í virðismatsvegferðinni. Það hafi til dæmis orðið skekkja í stofnanasamningum við framhaldsskóla og það sé verkefni sem þarf að vinna núna. „Þegar við tökum skrefin áfram í virðismatsvegferðinni séum við vissir um hvernig við ætlum að gera þetta og hvar við náum bestum árangri.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Atkvæðagreiðslan hófst á föstudag, 28. febrúar, um innanhússtillögu ríkissáttasemjara en auk þess greiddu félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum atkvæði um samkomulag um breytingar á tveimur kjarasamningsgreinum í sérkosningu. Þar samþykktu 56 prósent samninginn. Atkvæðagreiðslu um innanhússtillögu ríkissáttasemjara um nýjan kjarasamning lauk á hádegi í dag. „Félagsfólk Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félags stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) samþykkti nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands (KÍ), við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar, og ríkið hins vegar. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaganna framlengjast því til til 31. mars 2028, með breytingum, samkvæmt innanhússtillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu á vef sambandsins og að þannig hafi í fyrsta sinn félagsfólk aðildarfélaga sambandsins í fyrsta sinn samþykkt sameiginlegan kjarasamning. Magnús Þór segir forystu sambandsins setjast niður með hverju aðildarfélagi í aðdraganda virðismatsvegferðarinnar sem nú hefst. Vísir/Anton Brink Virðismatið næsta skref „Báðir þessir samningar voru þá samþykktir í dag og komast í framkvæmd í samræmi við textann,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir þetta gefa sambandinu gott umboð en næstu skref sé að hefja virðismatsvegferðina sem fjallað er um í kjarasamningnum. Sjá einnig: Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hann segir KÍ hafa verið meðvitað um það allan tímann sem aðgerðir stóðu að þær myndu hafa mikil áhrif. Það sé eðlilegt að ekki séu allir sammála um svona aðgerðir en hann vonist til þess að allir átti sig á mikilvægi skólastarfs og að fjárfestingin núna skili sér og leiði til þess að það verði meiri árangur af starfinu. Góð ákvörðun að semja saman Eftir að samningurinn var undirritaður voru einhverjir framhaldsskólakennarar sem lýstu óánægju með sinn hlut úr samningnum. Magnús segir að það hafi verið ákveðið fyrir tveimur árum að taka öll aðildarfélög með í kjaraviðræður. Það hafi verið góð ákvörðun og umræða síðustu daga hafa verið góð. „Að sjálfsögðu er það þannig að við þurfum að vera mjög skýr næstu daga, útskýra hvað við meinum að ekkert okkar aðildarfélaga hefði náð þeim árangri sem við náðum núna eitt og sér.“ Sjá einnig: Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Næst muni þau setjast niður með hverju aðildarfélagi og skoða betur hvað henti hverjum best í virðismatsvegferðinni. Það hafi til dæmis orðið skekkja í stofnanasamningum við framhaldsskóla og það sé verkefni sem þarf að vinna núna. „Þegar við tökum skrefin áfram í virðismatsvegferðinni séum við vissir um hvernig við ætlum að gera þetta og hvar við náum bestum árangri.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira