Fótbolti

Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid

Sindri Sverrisson skrifar
Jurrien Timber kom Arsenal á bragðið í gær og fagnar hér með Mikel Merino og Martin Ödegaard.
Jurrien Timber kom Arsenal á bragðið í gær og fagnar hér með Mikel Merino og Martin Ödegaard. Getty/Stuart MacFarlane

Arsenal-menn fóru á kostum í Hollandi í gærkvöld og unnu frábæran 7-1 sigur gegn PSV Eindhoven sem án efa mun duga liðinu til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr leiknum, sem og mörkin úr Madridarslagnum, má nú sjá á Vísi.

Sýning Arsenal í gærkvöld hófst á marki frá Jurrien Timber á 18. mínútu og strax í kjölfarið skoraði Ethan Nwaneri. Mikel Merino jók muninn í 3-0 áður en heimamenn skoruðu úr víti. 

Martin Ödegaard skoraði svo tvö mörk í seinni hálfleik og þeir Leandro Trossard og Riccardo Calafiori sitt markið hvor.

Klippa: Mörkin úr stórsigri Arsenal gegn PSV

Í Madrid vann Real 2-1 sigur gegn Atlético. Rodrygo skoraði strax á fjórðu mínútu en Julian Alvarez jafnaði með frábæru skoti í stöng og inn. Sigurmark Brahim Díaz, snemma í seinni hálfleik, var einnig afar vel gert.

Klippa: Mörk Real Madrid og Atlético Madrid

Tengdar fréttir

Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi

Arsenal er nánast komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu i fótbolta eftir stórsigur á útivelli í fyrri leiknum á móti PSV Eindhoven í kvöld.

Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum

Brahim Diaz var hetja Real Madrid í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×