Pistasíumolar
Botn
270 g ferskar döðlur
50 g pekanhnetur
50 g möndlur
50 g pistasíur
3 msk. hnetusmjör
2 msk. kókosmjöl
3 msk. bökunarkakó
½ tsk. salt
2 msk. vatn
2 tsk. vanilludropar
Aðferð:
Setjið allt í blandara/matvinnsluvél og vinnið saman þar til hægt er að móta kúlur úr blöndunni.
Mótið litlar kúlur og þjappið niður í sílíkon konfektmót. Einnig má fletja út á bökunarpappír sé þess óskað og skera síðan niður í bita þegar búið er að setja toppinn á.
Setjið súkkulaðitopp yfir og skreytið, setjið í frysti í um 30 mínútur og takið molana þá upp úr sílíkonforminu (skerið í bita).
Geymist í kæli í nokkra daga eða frysti í nokkrar vikur.
Súkkulaðitoppur
4 msk. brædd kókosolía
60 g bökunarkakó
3 msk. hlynsýróp
30 g saxaðar pekanhnetur
3 msk. Til hamingju kókosmjöl
Aðferð:
Hrærið olíu, kakó og sýróp saman með gaffli og setjið síðan smá hjúp yfir hvern konfektmola , smyrjið yfir blönduna.
Toppið með söxuðum pekanhnetum og kókosmjöli.