Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2025 20:02 Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs sem Ragnar Sigurður Kristjánsson vann. Vísir/Margrét Helga Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag nýja úttekt á umhverfi fjölmiðla á Íslandi sem kallast Afsakið hlé: Umhverfi fjölmiðla á Íslandi og fjallar um samkeppnisstöðu fjölmiðla og framtíðarhorfur. Hún varpar ljósi á hversu mjög hefur fækkað á ritstjórnum einkarekinna miðla frá 2008. Ragnar Sigurður Kristjánsson er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. „Frá árinu 2008 hefur starfandi hjá einkareknum miðlum fækkað um 70% þannig að staða þeirra gagnvart RÚV hjá markaðnum hefur veikst verulega.“ Verulega fækkaði á ritstjórn RÚV árið 2013 en tala má um frjálst fall hjá einkareknum fjölmiðlunum frá 2016 -2020 en fjölmiðlastyrkir voru innleiddir árið 2020. „Á þessum tíma hefur ríkisútvarpið farið í eina hagræðingaraðgerð sem var 2013 þegar fækkað var um 60 stöðugildi en síðan þá hefur fjölgað aftur um 13% eða um 30 manns en á sama tíma hefur fækkað um eitt þúsund hjá einkareknu miðlunum.“ Úttektin sýnir samanburð ríkisfjölmiðla á Norðurlöndunum. „Markaðshlutdeild RÚV hér er þreföld á við það sem gerist að meðaltali á Norðurlöndunum og RÚV er eini ríkismiðillinn sem hefur heimild til auglýsingasölu,“ segir Ragnar. Ráðið kallar eftir úrbótum. „Um hvernig skapa megi heilbrigðara samkeppnisumhverfi á fjölmiðlamarkaði og jafna stöðu innlendra og erlendra miðla til dæmis hvað varðar auglýsingasölu og færa markaðshlutdeild RÚV nær því sem gerist á Norðurlöndunum þannig að staðan sé í raun líkari því sem gerist á Norðurlöndunum og þessar 4 tillögur myndu skila fjórum milljörðum í tekjuauka fyrir einkareknu miðlana.“ Þess skal getið að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er einkarekin. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. 5. mars 2025 15:53 Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag nýja úttekt á umhverfi fjölmiðla á Íslandi sem kallast Afsakið hlé: Umhverfi fjölmiðla á Íslandi og fjallar um samkeppnisstöðu fjölmiðla og framtíðarhorfur. Hún varpar ljósi á hversu mjög hefur fækkað á ritstjórnum einkarekinna miðla frá 2008. Ragnar Sigurður Kristjánsson er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. „Frá árinu 2008 hefur starfandi hjá einkareknum miðlum fækkað um 70% þannig að staða þeirra gagnvart RÚV hjá markaðnum hefur veikst verulega.“ Verulega fækkaði á ritstjórn RÚV árið 2013 en tala má um frjálst fall hjá einkareknum fjölmiðlunum frá 2016 -2020 en fjölmiðlastyrkir voru innleiddir árið 2020. „Á þessum tíma hefur ríkisútvarpið farið í eina hagræðingaraðgerð sem var 2013 þegar fækkað var um 60 stöðugildi en síðan þá hefur fjölgað aftur um 13% eða um 30 manns en á sama tíma hefur fækkað um eitt þúsund hjá einkareknu miðlunum.“ Úttektin sýnir samanburð ríkisfjölmiðla á Norðurlöndunum. „Markaðshlutdeild RÚV hér er þreföld á við það sem gerist að meðaltali á Norðurlöndunum og RÚV er eini ríkismiðillinn sem hefur heimild til auglýsingasölu,“ segir Ragnar. Ráðið kallar eftir úrbótum. „Um hvernig skapa megi heilbrigðara samkeppnisumhverfi á fjölmiðlamarkaði og jafna stöðu innlendra og erlendra miðla til dæmis hvað varðar auglýsingasölu og færa markaðshlutdeild RÚV nær því sem gerist á Norðurlöndunum þannig að staðan sé í raun líkari því sem gerist á Norðurlöndunum og þessar 4 tillögur myndu skila fjórum milljörðum í tekjuauka fyrir einkareknu miðlana.“ Þess skal getið að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er einkarekin.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. 5. mars 2025 15:53 Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
„Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. 5. mars 2025 15:53
Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent