Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 09:33 Harvey Elliott braut hjörtu PSG-manna í gær með sigurmarki í lokin. Getty/Rico Brouwer Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. Sigur Liverpool gegn PSG var hálfótrúlegur því heimamenn voru mikið betri úti á vellinum en fundu aldrei leið framhjá Alisson í marki gestanna. Það var svo Alisson sem hóf sóknina þegar Liverpool átti sitt eina skot í leiknum en í kjölfarið á langri sendingu hans barst boltinn til Harvey Elliott sem skoraði markið sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sigurmark Liverpool gegn PSG Barcelona missti Pau Cubarsí af velli með rautt spjald strax á 22. mínútu í Portúgal í gær en náði samt að vinna Benfica, 1-0. Fyrirliðinn Raphinha komst inn í sendingu og skoraði sigurmarkið með skoti utan teigs. Í München skoraði Harry Kane tvennu í 3-0 sigri Bayern á Leverkusen. Fyrra markið gerði Kane með skalla og það seinna úr víti sem hann vann sjálfur fyrir. Í millitíðinni skoraði Jamal Musiala eftir skelfileg mistök Tékkans Matej Kovár sem stóð í marki Leverkusen. Mörkin úr sigrum Barcelona og Bayern eru saman í klippunni hér að neðan. Klippa: Mörk Bayern og Barcelona Inter vann svo 2-0 útisigur gegn Feyenoord. Fyrra markið gerði Marcus Thuram af stuttu færi eftir fyrirgjöf og hið seinna skoraði Lautaro Martínez með föstu skoti úr teignum. Inter fékk svo víti á 65. mínútu en Timon Wellenreuther varði spyrnu Piotr Zielinski og gaf Feyenoord einhverja von um að komast áfram úr einvíginu. Klippa: Mörkin og víti Inter gegn Feyenoord Einvígin klárast næstkomandi þriðjudag. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Sigur Liverpool gegn PSG var hálfótrúlegur því heimamenn voru mikið betri úti á vellinum en fundu aldrei leið framhjá Alisson í marki gestanna. Það var svo Alisson sem hóf sóknina þegar Liverpool átti sitt eina skot í leiknum en í kjölfarið á langri sendingu hans barst boltinn til Harvey Elliott sem skoraði markið sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sigurmark Liverpool gegn PSG Barcelona missti Pau Cubarsí af velli með rautt spjald strax á 22. mínútu í Portúgal í gær en náði samt að vinna Benfica, 1-0. Fyrirliðinn Raphinha komst inn í sendingu og skoraði sigurmarkið með skoti utan teigs. Í München skoraði Harry Kane tvennu í 3-0 sigri Bayern á Leverkusen. Fyrra markið gerði Kane með skalla og það seinna úr víti sem hann vann sjálfur fyrir. Í millitíðinni skoraði Jamal Musiala eftir skelfileg mistök Tékkans Matej Kovár sem stóð í marki Leverkusen. Mörkin úr sigrum Barcelona og Bayern eru saman í klippunni hér að neðan. Klippa: Mörk Bayern og Barcelona Inter vann svo 2-0 útisigur gegn Feyenoord. Fyrra markið gerði Marcus Thuram af stuttu færi eftir fyrirgjöf og hið seinna skoraði Lautaro Martínez með föstu skoti úr teignum. Inter fékk svo víti á 65. mínútu en Timon Wellenreuther varði spyrnu Piotr Zielinski og gaf Feyenoord einhverja von um að komast áfram úr einvíginu. Klippa: Mörkin og víti Inter gegn Feyenoord Einvígin klárast næstkomandi þriðjudag.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira