Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2025 08:41 Viktor Hovland og aðrir úrvalskylfingar eru væntanlegir á Stöð 2 Sport. vísir/getty Sýn hf. og European Tour Productions hafa undirritað samning um að Stöð 2 Sport verði heimili DP World Tour næstu árin. Mótaröðin, sem hét áður PGA European Tour, var á árum áður reglulega á dagskrá íþróttastöðva Sýnar og snýr nú aftur. Útsendingar frá DP World Tour eru þegar hafnar á Stöð 2 Sport. Þá var einnig samið um sýningarrétt Ryder-bikarkeppninnar og verða næstu keppnir sýndar á Stöð 2 Sport. Um er að ræða einn stærsta viðburð ársins í alþjóðlegu golfi en í keppninni etja saman kappi bestu kylfingar Bandaríkjanna annars vegar og Evrópu hins vegar. Næsta mót fer fram á Bethpage Black Course vellinum í New York í Bandaríkjunum, dagana 25.-28. september. Ryder-keppnin fer fram annað hvert ár en árið 2027 verður 100 ára afmælismót og fer það fram á Adare Manor í Írlandi. „Það er mikið ánægjuefni að DP World Tour og Ryder Cup verði aftur á dagskrá Stöðvar 2 Sports og við hlökkum til að halda áfram að færa áskrifendum golf í hæsta gæðaflokki,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþrótta hjá Sýn. „Risamótin fjögur hafa verið á dagskrá sjónvarpsstöðva Sýnar undanfarin ár og eru nú aðeins fáeinar vikur í að fyrsta risamót ársins, Masters, verði á dagskrá Stöðvar 2 Sports.“ Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Mótaröðin, sem hét áður PGA European Tour, var á árum áður reglulega á dagskrá íþróttastöðva Sýnar og snýr nú aftur. Útsendingar frá DP World Tour eru þegar hafnar á Stöð 2 Sport. Þá var einnig samið um sýningarrétt Ryder-bikarkeppninnar og verða næstu keppnir sýndar á Stöð 2 Sport. Um er að ræða einn stærsta viðburð ársins í alþjóðlegu golfi en í keppninni etja saman kappi bestu kylfingar Bandaríkjanna annars vegar og Evrópu hins vegar. Næsta mót fer fram á Bethpage Black Course vellinum í New York í Bandaríkjunum, dagana 25.-28. september. Ryder-keppnin fer fram annað hvert ár en árið 2027 verður 100 ára afmælismót og fer það fram á Adare Manor í Írlandi. „Það er mikið ánægjuefni að DP World Tour og Ryder Cup verði aftur á dagskrá Stöðvar 2 Sports og við hlökkum til að halda áfram að færa áskrifendum golf í hæsta gæðaflokki,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþrótta hjá Sýn. „Risamótin fjögur hafa verið á dagskrá sjónvarpsstöðva Sýnar undanfarin ár og eru nú aðeins fáeinar vikur í að fyrsta risamót ársins, Masters, verði á dagskrá Stöðvar 2 Sports.“
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira