Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2025 13:56 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvær valnefndir til að meta hæfni og óhæði þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að valnefndirnar tilnefni tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og skuli ráðherra velja úr þeim hópi í stjórnirnar. „Við samsetningu stjórnar skal valnefnd meðal annars líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. Nefndirnar eru skipaðar til árs í senn. Ráðherra setti nýlega reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum sem ætlað er að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Í valnefnd almennra ríkisfyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Ólafía B. Rafnsdóttir Ólafía er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún sat í valnefnd Bankasýslunnar frá 2021 þar til hún var lögð niður. Hún var ráðgjafi hjá Attentus frá 2018-2024 . Ólafía er með MBA frá Háskóla Íslands. Þórir Skarphéðinsson Þórir er cand.jur. frá Háskóla Íslands og LL.M frá Háskólanum í Lundi. Þórir starfar í dag sem lögmaður og lgfs. hjá Betri stofunni fasteignasölu. Þórir hefur víðtæka reynslu af lögmannsstörfum, bæði sem eigandi að lögmannsstofum en einnig úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni. Þá hefur hann setið í stjórnum innlendra og erlendra fyrirtækja. Í valnefnd orkufyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Erna Agnarsdóttir Erna hefur verið mannauðsstjóri Kviku banka frá 2021 en var áður mannauðsstjóri TM frá 2017 til 2021. Hún starfaði við mannauðsmál hjá Actavis á Íslandi frá 2010 til 2017. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc prófi í sálfræði, með áherslu á vinnusálfræði, frá Kaupmannahafnarháskóla. Helgi Þór Ingason Helgi Þór er prófessor, formaður stjórnar MPM-náms og forstöðumaður rannsóknaseturs Háskólans í Reykjavik um sjálfbæra þróun. Helgi Þór starfaði um tíma sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri SORPU bs. Hann er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og CSPM í verkefnastjórnun frá Stanford University,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17 Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Sjá meira
Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að valnefndirnar tilnefni tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og skuli ráðherra velja úr þeim hópi í stjórnirnar. „Við samsetningu stjórnar skal valnefnd meðal annars líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. Nefndirnar eru skipaðar til árs í senn. Ráðherra setti nýlega reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum sem ætlað er að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Í valnefnd almennra ríkisfyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Ólafía B. Rafnsdóttir Ólafía er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún sat í valnefnd Bankasýslunnar frá 2021 þar til hún var lögð niður. Hún var ráðgjafi hjá Attentus frá 2018-2024 . Ólafía er með MBA frá Háskóla Íslands. Þórir Skarphéðinsson Þórir er cand.jur. frá Háskóla Íslands og LL.M frá Háskólanum í Lundi. Þórir starfar í dag sem lögmaður og lgfs. hjá Betri stofunni fasteignasölu. Þórir hefur víðtæka reynslu af lögmannsstörfum, bæði sem eigandi að lögmannsstofum en einnig úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni. Þá hefur hann setið í stjórnum innlendra og erlendra fyrirtækja. Í valnefnd orkufyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Erna Agnarsdóttir Erna hefur verið mannauðsstjóri Kviku banka frá 2021 en var áður mannauðsstjóri TM frá 2017 til 2021. Hún starfaði við mannauðsmál hjá Actavis á Íslandi frá 2010 til 2017. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc prófi í sálfræði, með áherslu á vinnusálfræði, frá Kaupmannahafnarháskóla. Helgi Þór Ingason Helgi Þór er prófessor, formaður stjórnar MPM-náms og forstöðumaður rannsóknaseturs Háskólans í Reykjavik um sjálfbæra þróun. Helgi Þór starfaði um tíma sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri SORPU bs. Hann er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og CSPM í verkefnastjórnun frá Stanford University,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17 Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Sjá meira
Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17