Sport

Dag­skráin: Körfuboltakvöld og tveir stór­leikir i Bónus deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik nágrannaliðanna Álftaness og Stjörnunnar í Bónus deildinni.
Frá leik nágrannaliðanna Álftaness og Stjörnunnar í Bónus deildinni. Vísir/Anton Brink

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Tuttugasta umferð Bónus deildar karla í körfubolta klárast í kvöld með tveimur leikjum. Grindavík tekur á móti Njarðvík í Smáranum og Stjörnumenn taka á móti Álftanesi í baráttunni um montréttinn í Garðabæ.

Eftir leikina verður síðan öll tuttugasta umferðin gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi.

Það verður sýndur beint leikur í kvennadeildinni í þýska fótboltanum, leikur úr ensku b-deildinni og leikur í NHL-deildinni í íshokkí.

Það verður einnig sýnt frá þremur golfmótum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 20.05 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Njarðvíkur í Bónus deild karla í körfubolta.

Klukkan 22.00 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem öll tuttugasta umferð Bónus deildar karla verður gerð upp.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 07.00 hefst útsending frá Women's Amateur Asia-Pacific Championship í golfi.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 04.00 hefst útsending frá Blue Bay á LPGA mótaröðinni í golfi.

Klukkan 11.00 hefst útsending frá Joburg Open golfmótinu á DP World Tour.

Vodafone Sport

Klukkan 17.25 hefst útsending frá leik Frankfurt og SGS Essen í þýsku kvennadeildinni í fótbolta.

Klukkna 19.55 hefst útsending frá leik Norwich og Oxford í ensku b-deildinni í fótbolta

Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik New Jersey Devils og Winnipeg Jetsí NHL-deildinni í íshokkí.

Bónus deildar rásin

Klukkan 19.20 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og Álftaness í Bónus deild karla í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×