Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2025 08:22 Mikil andstaða er við þungunarrofslöggjöfina í Póllandi, sem er afar hörð og er sögð hafa leitt til dauðsfalla. epa/Leszek Szymanski Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. „Þetta er táknrænt,“ segir Natalia Broniarczyk, talskona samtakanna. „Wiejska-gata er mikilvægasta gatan í Varsjá. Þar eru mikilvægustu ákvarðanirnar teknar og nú líka um þungunarrof.“ Forsætisráðherrann Donald Tusk hét því í aðdraganda þingkosninganna árið 2023 að Borgaraflokkur hans myndi endurskoða löggjöfina um þungunarrof á innan við 100 dögum ef hann kæmist til valda. Nú eru hins vegar liðnir 500 dagar og ekkert hefur gerst. Tusk hefur sagt að niðurstöður kosninganna, þar sem Borgaraflokkurinn náði ekki að tryggja sér flest atkvæði en myndaði meirihluta með öðrum flokkum, hafi þýtt að það væri einfaldlega ekki meirihluti fyrir því að heimila þungunarrof fram að 12. viku meðgöngu. Miðstöðin sem verður opnuð á morgun mun ekki framkvæma þungunarrof né beinlínis veita heilbrigðisþjónustu. Þangað getur fólk hins vegar leitað til að fá upplýsingar um hvernig það getur nálgast þungunarrofsþjónust, fengið fræðslu og jafnvel stuðning ef það vill taka þungunarrofslyf á staðnum. Starfsemin verður þannig tæknilega séð ólögleg, þar sem það varðar allt að þriggja ára fangelsi að aðstoða aðra manneskju við að gangast undir þungunarrof, en talsmenn Abortion Dream Team leggja traust sitt á orð Tusk sem sagðist síðasta sumar heita því að innan ramma laganna myndu stjórnvöld gera allt sem þau gætu til að tryggja að konur þjáðust minna, að þungunarrof væri eins öruggt og mögulegt væri og aðgengilegt konum sem þyrftu á því að halda. Þannig yrðu þeir sem aðstoðuðu konur ekki sóttir til saka. Guardian greindi frá. Pólland Þungunarrof Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
„Þetta er táknrænt,“ segir Natalia Broniarczyk, talskona samtakanna. „Wiejska-gata er mikilvægasta gatan í Varsjá. Þar eru mikilvægustu ákvarðanirnar teknar og nú líka um þungunarrof.“ Forsætisráðherrann Donald Tusk hét því í aðdraganda þingkosninganna árið 2023 að Borgaraflokkur hans myndi endurskoða löggjöfina um þungunarrof á innan við 100 dögum ef hann kæmist til valda. Nú eru hins vegar liðnir 500 dagar og ekkert hefur gerst. Tusk hefur sagt að niðurstöður kosninganna, þar sem Borgaraflokkurinn náði ekki að tryggja sér flest atkvæði en myndaði meirihluta með öðrum flokkum, hafi þýtt að það væri einfaldlega ekki meirihluti fyrir því að heimila þungunarrof fram að 12. viku meðgöngu. Miðstöðin sem verður opnuð á morgun mun ekki framkvæma þungunarrof né beinlínis veita heilbrigðisþjónustu. Þangað getur fólk hins vegar leitað til að fá upplýsingar um hvernig það getur nálgast þungunarrofsþjónust, fengið fræðslu og jafnvel stuðning ef það vill taka þungunarrofslyf á staðnum. Starfsemin verður þannig tæknilega séð ólögleg, þar sem það varðar allt að þriggja ára fangelsi að aðstoða aðra manneskju við að gangast undir þungunarrof, en talsmenn Abortion Dream Team leggja traust sitt á orð Tusk sem sagðist síðasta sumar heita því að innan ramma laganna myndu stjórnvöld gera allt sem þau gætu til að tryggja að konur þjáðust minna, að þungunarrof væri eins öruggt og mögulegt væri og aðgengilegt konum sem þyrftu á því að halda. Þannig yrðu þeir sem aðstoðuðu konur ekki sóttir til saka. Guardian greindi frá.
Pólland Þungunarrof Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira