Tveir níu pílna leikir á sama kvöldinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2025 10:32 Rob Cross og Luke Humphries náðu báðir níu pílna leik á fimmta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti. getty/Zac Goodwin Svokallaðir níu pílna leikir sjást ekki oft en að tveir slíkir komi á sama kvöldinu er afar sjaldgæft. En það gerðist á fimmta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílu í gær. Heimsmeistarinn Luke Littler stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Nathan Aspinall í úrslitaleiknum, 6-3. Rob Cross og Luke Humphries stálu hins vegar senunni með tveimur níu pílna leikjum. Til glöggvunar þá er níu pílna leikur það þegar keppendur taka út 501, upphafstöluna í hverjum legg, með aðeins níu pílum. Í viðureigninni gegn Cross í átta manna úrslitunum náði Humphries níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-4. Þetta var fyrsti níu pílna leikurinn í úrvalsdeildinni í vetur. Í undanúrslitunum mætti Cross Aspinall og náði þá sjálfur níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-5. Níu pílna leikina má sjá hér fyrir neðan. NINE-DARTER FROM HUMPHRIES!!!!LUKE HUMPHRIES STRIKES PERFECT IN BRIGHTON!!! INCREDIBLE SCENES!!! 📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/dJB92w23jj— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 CROSS COMPLETES THE NINE-DARTER!THAT IS ASTONISHING!After being on the receiving end of a nine-darter against Luke Humphries earlier in the night, Cross achieves perfection against Nathan Aspinall!📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/Ug8YREAtdK— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 Cross og Humphries fengu báðir gullpílur frá styrktaraðila úrvalsdeildarinnar, BetMGM, fyrir að ná níu pílna leikjunum. Gullpílurnar eru metnar á þrjátíu þúsund pund, eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Eftir fyrstu fimm keppniskvöldin er Humphries efstur í úrvalsdeildinni með fimmtán stig. Littler kemur þar á eftir með þrettán stig. Næsta keppniskvöld verður í Nottingham á fimmtudaginn í næstu viku. Pílukast Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Færum þeim jöfnuarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Heimsmeistarinn Luke Littler stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Nathan Aspinall í úrslitaleiknum, 6-3. Rob Cross og Luke Humphries stálu hins vegar senunni með tveimur níu pílna leikjum. Til glöggvunar þá er níu pílna leikur það þegar keppendur taka út 501, upphafstöluna í hverjum legg, með aðeins níu pílum. Í viðureigninni gegn Cross í átta manna úrslitunum náði Humphries níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-4. Þetta var fyrsti níu pílna leikurinn í úrvalsdeildinni í vetur. Í undanúrslitunum mætti Cross Aspinall og náði þá sjálfur níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-5. Níu pílna leikina má sjá hér fyrir neðan. NINE-DARTER FROM HUMPHRIES!!!!LUKE HUMPHRIES STRIKES PERFECT IN BRIGHTON!!! INCREDIBLE SCENES!!! 📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/dJB92w23jj— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 CROSS COMPLETES THE NINE-DARTER!THAT IS ASTONISHING!After being on the receiving end of a nine-darter against Luke Humphries earlier in the night, Cross achieves perfection against Nathan Aspinall!📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/Ug8YREAtdK— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 Cross og Humphries fengu báðir gullpílur frá styrktaraðila úrvalsdeildarinnar, BetMGM, fyrir að ná níu pílna leikjunum. Gullpílurnar eru metnar á þrjátíu þúsund pund, eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Eftir fyrstu fimm keppniskvöldin er Humphries efstur í úrvalsdeildinni með fimmtán stig. Littler kemur þar á eftir með þrettán stig. Næsta keppniskvöld verður í Nottingham á fimmtudaginn í næstu viku.
Pílukast Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Færum þeim jöfnuarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn