Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 18:15 Rasmus Höjlund skoraði síðast fyrir Manchester United um miðjan desember. Hann þarf svo nauðsynlega á marki að halda. AP/Miguel Oses Danski framherjinn Rasmus Höjlund hefur verið hreinlega fyrirmunað að koma boltanum í netið á nýju ári. Höjlund byrjaði á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið en tókst ekki að skora. Þetta var nítján leikurinn í röð sem Höjlund tekst ekki að komast á blað. Hann skoraði síðast á móti Viktoria Plzen um miðjan desember. Hann skoraði þá tvennu í röðum Evrópudeildarleiknum í röð. Síðan eru liðnir 84 dagar og Höjlund er enn að bíða eftir næsta marki. Hann hefur nú spilað tólf deildarleiki, fjóra bikarleiki og þrjá Evrópuleiki í röð án þess að skora. Síðasta deildarmark Höjlund kom þannig á móti Nottingham Forest 7. desember á síðasta ári. Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust orðnir mjög pirraðir á Dananum og það kom örugglega mörgum þeirra á óvart að lesa umfjöllun um og hrós til Danans eftir leikinn. Blaðamaður Daily Mail sá nefnilega ástæðu til að hrósa Dananum fyrir frammistöðuna í leiknum á Spáni. „Þetta var einn af mest lofandi leikjum hans í marga mánuði. Hann átti mörg flott hlaup í þessum leik. Ruben Amorim verður að finna leið til þess að hann, fá þetta frjálsræði sem hann fær í Evrópu, líka í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði blaðamaðurinn. Tölfræðin er þó ekki alveg að segja sömu sögu. Höjlund spilaði í níutíu mínútur í leiknum og skapaði vissulega þrjú færi fyrir liðsfélagana. Hann kom nítján sinnum við boltann þar af þrisvar í vítateig spænska liðsins. Hann átti samt ekki eitt einasta skot í þessum leik og var tvisvar dæmdur rangstæður. Höjlund tapaði líka sex af sjö samstuðum sem hann fór í þar af öllum þremur skallaeinvígunum. Rasmus Højlund has had a lot of stick the past couple of months - and most of it has been with reason - but I'm feeling sorry for him tonight.That's now NINETEEN games without a goal and it feels like his teammates have NO confidence in him. #MUFC pic.twitter.com/4yCP5sIOXn— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) March 6, 2025 Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Þetta var nítján leikurinn í röð sem Höjlund tekst ekki að komast á blað. Hann skoraði síðast á móti Viktoria Plzen um miðjan desember. Hann skoraði þá tvennu í röðum Evrópudeildarleiknum í röð. Síðan eru liðnir 84 dagar og Höjlund er enn að bíða eftir næsta marki. Hann hefur nú spilað tólf deildarleiki, fjóra bikarleiki og þrjá Evrópuleiki í röð án þess að skora. Síðasta deildarmark Höjlund kom þannig á móti Nottingham Forest 7. desember á síðasta ári. Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust orðnir mjög pirraðir á Dananum og það kom örugglega mörgum þeirra á óvart að lesa umfjöllun um og hrós til Danans eftir leikinn. Blaðamaður Daily Mail sá nefnilega ástæðu til að hrósa Dananum fyrir frammistöðuna í leiknum á Spáni. „Þetta var einn af mest lofandi leikjum hans í marga mánuði. Hann átti mörg flott hlaup í þessum leik. Ruben Amorim verður að finna leið til þess að hann, fá þetta frjálsræði sem hann fær í Evrópu, líka í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði blaðamaðurinn. Tölfræðin er þó ekki alveg að segja sömu sögu. Höjlund spilaði í níutíu mínútur í leiknum og skapaði vissulega þrjú færi fyrir liðsfélagana. Hann kom nítján sinnum við boltann þar af þrisvar í vítateig spænska liðsins. Hann átti samt ekki eitt einasta skot í þessum leik og var tvisvar dæmdur rangstæður. Höjlund tapaði líka sex af sjö samstuðum sem hann fór í þar af öllum þremur skallaeinvígunum. Rasmus Højlund has had a lot of stick the past couple of months - and most of it has been with reason - but I'm feeling sorry for him tonight.That's now NINETEEN games without a goal and it feels like his teammates have NO confidence in him. #MUFC pic.twitter.com/4yCP5sIOXn— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) March 6, 2025
Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira