Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 14:30 UN Women stendur fyrir herferðinn March Forward sem fer af stað með viðburði í Sjálfstæðissalnum klukkan 15 í dag. UN Women UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað heimsherferðinni „March Forward“ til að hvetja fólk til að taka afstöðu til gegn bakslagi mannréttinda kvenna og hinsegin fólks. Herferðinni verður ýtt úr vör í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, á viðburði í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Kynnar á viðburðinum verða Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson. Á dagskrá viðburðarins munu Domus Vox, Karlakórinn Fóstbræður, Kvennakór Reykjavíkur og Skólakór Kársness syngja saman og hefur sérstakur tónlistargjörningur verið skapaður í tilefni dagsins. Erindi og hugvekjur verða fluttar og meðal ræðumanna verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Guðrún Ágústsdóttir rauðsokka, Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundur og Grace Achieng athafnakona. Lesa má um dagskrána nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Viðburðurinn hefst klukkan 15, húsið opnar 14:30 og stendur dagskráin yfir til 17. Vísir verður með beint streymi frá viðburðinum sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Fimmtíu ár frá tímamótum „March Forward er alþjóðlegt átak sem leitt er af UN Women á Íslandi og er markmið þess að skapa hreyfingu sem sameinar fólk til að taka afstöðu gegn bakslaginu sem orðið hefur í jafnréttismálum á heimsvísu og þeirri alvarlegu afturför kynjajafnréttis sem á sér stað í heiminum,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Átakið fer fram á tímamótum í baráttu fyrir jafnrétti og er hluti af mikilvægu afmælisári þar sem fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975, þrjátíu ár eru frá samþykkt Peking-sáttmálans og fimmtán ár eru frá stofnun UN Women. Allar þrettán landsnefndir UN Women taka þátt í átakinu, sem og höfuðstöðvar UN Women í New York og landsskrifstofur UN Women um allan heim. „Ísland er það land í heiminum sem er næst því að ná fullkomnu kynjajafnrétti og það er okkar markmið að Ísland haldi þeirri vegferð áfram og verði fyrsta landið í sögu mannkyns þar sem konur og hinsegin fólk býr við jafnan rétt, öryggi og tækifæri. Þetta er ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi leiðir þessa heimsherferð og með stuðningi íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í tilkynningu. Mannréttindi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Kynnar á viðburðinum verða Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson. Á dagskrá viðburðarins munu Domus Vox, Karlakórinn Fóstbræður, Kvennakór Reykjavíkur og Skólakór Kársness syngja saman og hefur sérstakur tónlistargjörningur verið skapaður í tilefni dagsins. Erindi og hugvekjur verða fluttar og meðal ræðumanna verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Guðrún Ágústsdóttir rauðsokka, Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundur og Grace Achieng athafnakona. Lesa má um dagskrána nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Viðburðurinn hefst klukkan 15, húsið opnar 14:30 og stendur dagskráin yfir til 17. Vísir verður með beint streymi frá viðburðinum sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Fimmtíu ár frá tímamótum „March Forward er alþjóðlegt átak sem leitt er af UN Women á Íslandi og er markmið þess að skapa hreyfingu sem sameinar fólk til að taka afstöðu gegn bakslaginu sem orðið hefur í jafnréttismálum á heimsvísu og þeirri alvarlegu afturför kynjajafnréttis sem á sér stað í heiminum,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Átakið fer fram á tímamótum í baráttu fyrir jafnrétti og er hluti af mikilvægu afmælisári þar sem fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975, þrjátíu ár eru frá samþykkt Peking-sáttmálans og fimmtán ár eru frá stofnun UN Women. Allar þrettán landsnefndir UN Women taka þátt í átakinu, sem og höfuðstöðvar UN Women í New York og landsskrifstofur UN Women um allan heim. „Ísland er það land í heiminum sem er næst því að ná fullkomnu kynjajafnrétti og það er okkar markmið að Ísland haldi þeirri vegferð áfram og verði fyrsta landið í sögu mannkyns þar sem konur og hinsegin fólk býr við jafnan rétt, öryggi og tækifæri. Þetta er ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi leiðir þessa heimsherferð og með stuðningi íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í tilkynningu.
Mannréttindi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira