Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. mars 2025 22:11 Guðmundur segir verða að leggja meiri áherslu á rökhugsun í námsskrá. Aðsend og Vísir/Vilhelm Guðmundur Björnsson aðjunkt við ferðamálafræði segir það vekja upp spurningar um íslenska grunnskólakerfið ef nemendur skilji ekki lykilhugtök eins og rök eða röksemdarfærslu. Guðmundur segir frá því í aðsendri grein að fimmtán ára ungmenni hafi fengið það verkefni að skrifa rökfærsluritgerð en ekki vitað hvað rök þýðir. „Þegar ungmenni á unglingsaldri skilur ekki grundvallarhugtök eins og rök vekur það spurningar um kennsluhætti og námskrárgrunninn. Þetta gæti verið vísbending um að íslenskt skólakerfi leggi ekki nægilega mikla áherslu á rökhugsun sem hluta af grunnmenntun nemenda. Ef nemendur eiga að geta skrifað rökfærsluritgerð hlýtur það að vera forsenda að þeir skilji hvað rök eru og hvernig á að beita þeim. Guðmundur bendir á að gervigreind og tækniframfarir hafi breytt því hvernig fólk nálgast upplýsingar og þá skipti gagnrýnin hugsun enn meira máli. „Við lifum á tímum þar sem falsfréttir, upphrópanir og alls konar ósannindi dreifast hraðar en nokkru sinni fyrr – oft án þess að fólk spyrji sig hvort upplýsingarnar standist rýni,“ segir Guðmundur í grein sinn. Sjá einnig: Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Samfélagsmiðlar og gervigreindarverkfæri búi til sannfærandi texta, myndir og jafnvel myndskeið sem séu jafnvel hrein fölsun, en líti út fyrir að vera trúverðug. „Ef ungt fólk lærir ekki að nota rök og meta sannleiksgildi upplýsinga, þá verður það berskjaldað fyrir áróðri og blekkingum,“ segir hann og að þetta undirstriki hversu mikilvægt það er að kenna nemendum að rökstyðja mál sitt og að greina milli staðreynda og rangfærslna. Kennarar verði að tryggja skilning Vanþekking barnsins er ekki eina vandamálið að mati Guðmundar heldur líka að barninu hafi verið sett fyrir verkefni án þess að tryggja að barnið skildi lykilhugtök og tilgang verkefnisins. Hann segir slíkan skort á undirbúningi geta haft neikvæð áhrif margan hátt. Það geti vakið upp óöryggi hjá nemandanum, námsárangurinn verði slakur og hann nær ekki að þróa rökhugsun sína. „Þetta er áminning um að ekki dugar að leggja fyrir verkefni með fyrirmælum og senda nemendur af stað í sjálfstæða vinnu – það þarf að tryggja að þeir hafi nauðsynlega þekkingu og færni til að takast á við verkefnið,“ segir Guðmundur. Hann segir skólakerfið eiga að leggja áherslu á rökhugsun og rökfærslu og það þurfi að tryggja að nemendur fái tækifæri til að æfa sig í að beita rökum. Guðmundur segir hægt að gera þetta með nokkrum leiðum. Til dæmis að byrja á því að kennarar útskýri hugtök fyrir nemendum. Þá leggur hann til að rökhugsun fái aukið vægi í námsskrá og að lögð sé meiri áhersla á leiðsagnarkennslu en verkefnaskil án stuðnings. Veki upp spurningar um kennsluna „Þessi reynsla er áminning um að skólakerfið ber ábyrgð á því að tryggja að nemendur skilji grunnatriði áður en þeim eru sett fyrir verkefni sem byggjast á þeim. Ef 15 ára nemandi skilur ekki hvað rök eru, þá vaknar sú spurning hvað það segir um kennsluna sem hann hefur fengið,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki hægt að ala upp kynslóð sem skortir færni í rökhugsun þegar heimurinn er fullur af falsfréttum og efni sem er búið til af gervigreind. „Gervigreind hefur sýnt að hún getur framleitt sannfærandi texta, myndefni og fréttir sem eru byggðar á röngum eða skálduðum upplýsingum, oft án nokkurra heimildartilvitnana. Þegar slík tæki geta „ofskynjað“ (e. hallucinate) efni og búið til staðlausar „staðreyndir”, verður gagnrýnin hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Skólakerfið verður að leggja aukna áherslu á rökfræði, gagnrýna hugsun og hæfni til að greina á milli staðreynda og skáldskapar – því án þessara verkfæra er hætt við að ungt fólk verði leiksoppur þeirra sem vilja afvegaleiða það, villa um fyrir því og sannfæra það um hvað sem er,“ segir Guðmundur að lokum. Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Réttindi barna Gervigreind Fjölmiðlar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Þegar ungmenni á unglingsaldri skilur ekki grundvallarhugtök eins og rök vekur það spurningar um kennsluhætti og námskrárgrunninn. Þetta gæti verið vísbending um að íslenskt skólakerfi leggi ekki nægilega mikla áherslu á rökhugsun sem hluta af grunnmenntun nemenda. Ef nemendur eiga að geta skrifað rökfærsluritgerð hlýtur það að vera forsenda að þeir skilji hvað rök eru og hvernig á að beita þeim. Guðmundur bendir á að gervigreind og tækniframfarir hafi breytt því hvernig fólk nálgast upplýsingar og þá skipti gagnrýnin hugsun enn meira máli. „Við lifum á tímum þar sem falsfréttir, upphrópanir og alls konar ósannindi dreifast hraðar en nokkru sinni fyrr – oft án þess að fólk spyrji sig hvort upplýsingarnar standist rýni,“ segir Guðmundur í grein sinn. Sjá einnig: Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Samfélagsmiðlar og gervigreindarverkfæri búi til sannfærandi texta, myndir og jafnvel myndskeið sem séu jafnvel hrein fölsun, en líti út fyrir að vera trúverðug. „Ef ungt fólk lærir ekki að nota rök og meta sannleiksgildi upplýsinga, þá verður það berskjaldað fyrir áróðri og blekkingum,“ segir hann og að þetta undirstriki hversu mikilvægt það er að kenna nemendum að rökstyðja mál sitt og að greina milli staðreynda og rangfærslna. Kennarar verði að tryggja skilning Vanþekking barnsins er ekki eina vandamálið að mati Guðmundar heldur líka að barninu hafi verið sett fyrir verkefni án þess að tryggja að barnið skildi lykilhugtök og tilgang verkefnisins. Hann segir slíkan skort á undirbúningi geta haft neikvæð áhrif margan hátt. Það geti vakið upp óöryggi hjá nemandanum, námsárangurinn verði slakur og hann nær ekki að þróa rökhugsun sína. „Þetta er áminning um að ekki dugar að leggja fyrir verkefni með fyrirmælum og senda nemendur af stað í sjálfstæða vinnu – það þarf að tryggja að þeir hafi nauðsynlega þekkingu og færni til að takast á við verkefnið,“ segir Guðmundur. Hann segir skólakerfið eiga að leggja áherslu á rökhugsun og rökfærslu og það þurfi að tryggja að nemendur fái tækifæri til að æfa sig í að beita rökum. Guðmundur segir hægt að gera þetta með nokkrum leiðum. Til dæmis að byrja á því að kennarar útskýri hugtök fyrir nemendum. Þá leggur hann til að rökhugsun fái aukið vægi í námsskrá og að lögð sé meiri áhersla á leiðsagnarkennslu en verkefnaskil án stuðnings. Veki upp spurningar um kennsluna „Þessi reynsla er áminning um að skólakerfið ber ábyrgð á því að tryggja að nemendur skilji grunnatriði áður en þeim eru sett fyrir verkefni sem byggjast á þeim. Ef 15 ára nemandi skilur ekki hvað rök eru, þá vaknar sú spurning hvað það segir um kennsluna sem hann hefur fengið,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki hægt að ala upp kynslóð sem skortir færni í rökhugsun þegar heimurinn er fullur af falsfréttum og efni sem er búið til af gervigreind. „Gervigreind hefur sýnt að hún getur framleitt sannfærandi texta, myndefni og fréttir sem eru byggðar á röngum eða skálduðum upplýsingum, oft án nokkurra heimildartilvitnana. Þegar slík tæki geta „ofskynjað“ (e. hallucinate) efni og búið til staðlausar „staðreyndir”, verður gagnrýnin hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Skólakerfið verður að leggja aukna áherslu á rökfræði, gagnrýna hugsun og hæfni til að greina á milli staðreynda og skáldskapar – því án þessara verkfæra er hætt við að ungt fólk verði leiksoppur þeirra sem vilja afvegaleiða það, villa um fyrir því og sannfæra það um hvað sem er,“ segir Guðmundur að lokum.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Réttindi barna Gervigreind Fjölmiðlar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira