„Þetta félag mun aldrei deyja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 20:16 Rúben Amorim, þjálfari Man United. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. Eftir dapran fyrri hálfleik komust Rauðu djöflarnir yfir gegn gangi leiksins þegar Bruno Fernandes skoraði með góðu skoti úr aukaspyrnu. Markið kom í blálok fyrri hálfleiks og virtist gefa lærisveinum Amorim trú, nokkuð sem hefur skort undanfarið. Þó leikurinn hafi endað 1-1 þá fengu heimamenn betri færi en oft áður og gátu verið svekktir með aðeins eitt stig. „Mér fannst við spila vel. Auðvitað viljum við ekki þurfa að verjast svona mikið og láta andstæðinga okkar hafa boltann,“ sagði Amorim eftir leik en sagði þó að leikskipulagið hefði litast af þeim leikmönnum sem voru leikfærir. „Victor Lindelöf hefur til að mynda ekki spilað mikið og Casemiro líður betur í svona leikjum.“ Casemiro fann sig ágætlega á miðjunni.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Þetta snýst líka um andstæðinginn. Síðast pressuðu þeir maður á mann út um allan völl geng PSV í Meistaradeild Evrópu. Það er erfitt að spila gegn því. Við eigum leikmenn sem njóta sín vel í skyndisóknum, Alejandro Garnacho átti virkilega góðan leik.“ „Þegar maður fær á sig mark þá þreytast leikmenn. Við reyndum að velja réttu augnablikin til að pressa hátt.“ Altay Bayindir Tom Heaton Amad Diallo Jonny Evans Harry Maguire Kobbie Mainoo Lisandro Martínez Mason Mount Luke Shaw Manuel Ugarte Patrick Dorgu (Tók út leikbann í dag) „Sem þjálfari Manchester United getur maður ekki spilað of mikið á þennan hátt. Maður verður að reyna vinna leiki. Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsfólkið og maður verður að takast á við það að taka ákvarðanir sem eru ekki alltaf vinsælar.“ Nokkur þúsund mótmæltu eignarhaldi Man United fyrir leik. Amorim var spurður út í það. „Þetta félag mun aldrei deyja, það er nokkuð ljóst. Maður finnur það út á götu. Þetta er stórfyrirtæki og mögulega finnst öllu stuðningsfólki deildarinnar erfiðara að komast á leiki og að það sé að borga meira fyrir miða á völlinn.“ „Við viljum gefa þeim allt sem við eigum. Í framtíðinni munum við ekki spila eins og í dag. Við vorum svo nálægt því að skora annað mark í síðari hálfleik. Við sýndum mikinn baráttuanda og ég tel það mikilvægt. Við þrýstum liðinu fram á við en ekki til baka. Við komumst í aðstæður til að vinna leikinn.“ Að endingu var Amorim spurður út í 18 ára miðvörðinn Ayden Heaven sem var að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið. „Hann spilaði virkilega vel að mínu mati. Honum líður vel á boltanum, er rólegur en samt sem áður aggressífur þegar kemur að því að vinna boltann. Ég tel okkur vera með virkilega góðan leikmann í höndunum.“ Ayden Heaven kom inn í hálfleik vegna meiðsla Leny Yoro.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Eftir dapran fyrri hálfleik komust Rauðu djöflarnir yfir gegn gangi leiksins þegar Bruno Fernandes skoraði með góðu skoti úr aukaspyrnu. Markið kom í blálok fyrri hálfleiks og virtist gefa lærisveinum Amorim trú, nokkuð sem hefur skort undanfarið. Þó leikurinn hafi endað 1-1 þá fengu heimamenn betri færi en oft áður og gátu verið svekktir með aðeins eitt stig. „Mér fannst við spila vel. Auðvitað viljum við ekki þurfa að verjast svona mikið og láta andstæðinga okkar hafa boltann,“ sagði Amorim eftir leik en sagði þó að leikskipulagið hefði litast af þeim leikmönnum sem voru leikfærir. „Victor Lindelöf hefur til að mynda ekki spilað mikið og Casemiro líður betur í svona leikjum.“ Casemiro fann sig ágætlega á miðjunni.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Þetta snýst líka um andstæðinginn. Síðast pressuðu þeir maður á mann út um allan völl geng PSV í Meistaradeild Evrópu. Það er erfitt að spila gegn því. Við eigum leikmenn sem njóta sín vel í skyndisóknum, Alejandro Garnacho átti virkilega góðan leik.“ „Þegar maður fær á sig mark þá þreytast leikmenn. Við reyndum að velja réttu augnablikin til að pressa hátt.“ Altay Bayindir Tom Heaton Amad Diallo Jonny Evans Harry Maguire Kobbie Mainoo Lisandro Martínez Mason Mount Luke Shaw Manuel Ugarte Patrick Dorgu (Tók út leikbann í dag) „Sem þjálfari Manchester United getur maður ekki spilað of mikið á þennan hátt. Maður verður að reyna vinna leiki. Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsfólkið og maður verður að takast á við það að taka ákvarðanir sem eru ekki alltaf vinsælar.“ Nokkur þúsund mótmæltu eignarhaldi Man United fyrir leik. Amorim var spurður út í það. „Þetta félag mun aldrei deyja, það er nokkuð ljóst. Maður finnur það út á götu. Þetta er stórfyrirtæki og mögulega finnst öllu stuðningsfólki deildarinnar erfiðara að komast á leiki og að það sé að borga meira fyrir miða á völlinn.“ „Við viljum gefa þeim allt sem við eigum. Í framtíðinni munum við ekki spila eins og í dag. Við vorum svo nálægt því að skora annað mark í síðari hálfleik. Við sýndum mikinn baráttuanda og ég tel það mikilvægt. Við þrýstum liðinu fram á við en ekki til baka. Við komumst í aðstæður til að vinna leikinn.“ Að endingu var Amorim spurður út í 18 ára miðvörðinn Ayden Heaven sem var að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið. „Hann spilaði virkilega vel að mínu mati. Honum líður vel á boltanum, er rólegur en samt sem áður aggressífur þegar kemur að því að vinna boltann. Ég tel okkur vera með virkilega góðan leikmann í höndunum.“ Ayden Heaven kom inn í hálfleik vegna meiðsla Leny Yoro.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN
Altay Bayindir Tom Heaton Amad Diallo Jonny Evans Harry Maguire Kobbie Mainoo Lisandro Martínez Mason Mount Luke Shaw Manuel Ugarte Patrick Dorgu (Tók út leikbann í dag)
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32