Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2025 08:11 Róbert Wessman leiðir Aztic sem á stóran hlut í Alvogen. Vísir/Vilhelm Alvogen Pharma US, Inc. hefur lokið endurfjármögnun allra langtímalána félagsins. Lánstíminn er þar lengdur og skuldsetning lækkuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alvogen. Þar segir að nýju lánin samanstandi af 553 milljóna veðláni með gjalddaga á árinu 2028 og 116 milljóna dollara veðláni með gjalddaga á árinu 2029. „Með nýju lántökunni er búið að endurfjármagna öll langtímalán félagsins, sem voru með gjalddaga síðar á þessu ári. Heildarskuldsetning lækkar um 60 milljónir dollara og jafngildir um 1,4 sinnum EBITDA framlegð síðastliðins árs. Þá tilkynnti Alvogen einnig að lokið væri framlengingu á 240 milljóna dollara lánalínu (e. ABL revolving credit facility). Alvogen gerir ráð fyrir því að Standard & Poors („S&P“) muni á næstu dögum gefa út nýtt lánshæfismat fyrir félagið, sem endurspegli bætta lausafjárstöðu, sterka rekstrarstöðu, lengingu lánstíma á langtímaskuldum og lækkun skuldsetningar félagsins. Þar til nýja lánshæfismatið verður gefið út, kveða reglur S&P á um að gefa þurfi út lánshæfismat til skamms tíma. Þetta skammtíma lánshæfismat endurspeglar ekki áhrif endurfjármögnunarinnar eða sterka stöðu félagsins, sem skilaði um 480 milljónum dala í framlegð á síðasta ári fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Lisu Graver, forstjóra Alvogen, að félagið sé mjög ánægt að hafa lokið þessari mikilvægu fjármögnun fyrir Alvogen, sem undirstriki „fjárhagslegan styrk félagsins, hóflega skuldsetningu til langs tíma og góða lausafjárstöðu, og viðheldur einnig nauðsynlegum sveigjanleika til að geta útfært langtímastefnu félagsins“. Fjárfestingabankarnir Goldman Sachs og Jefferies voru fjárhagslegir ráðgjafar Alvogen við viðskiptin en lögfræðistofan White & Case veitti lögfræðilega ráðgjöf. Um Aqtic Aztiq fjárfestir í verkefnum á heilbrigðissviði til að stuðla að nýsköpun og framförum í lyfjaframleiðslu og líftækni. Aztiq kemur auga á og fjárfestir í lausnum sem geta hrundið af stað jákvæðum breytingum í heilbrigðisþjónustu. Róbert Wessman leiðir félagið og hjá því starfar hópur reyndra frumkvöðla og sérfræðinga. Um Alvogen Alvogen Pharma US („Alvogen“) sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu lyfja. Alvogen er með um 50 mismunandi tegundir lyfja á markaði og fjölmörg ný lyf í þróun. Helstu hluthafar Alvogen eru Aztiq, CVC Capital Partners og Temasek Holdings, í Singapore. Lyf Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alvogen. Þar segir að nýju lánin samanstandi af 553 milljóna veðláni með gjalddaga á árinu 2028 og 116 milljóna dollara veðláni með gjalddaga á árinu 2029. „Með nýju lántökunni er búið að endurfjármagna öll langtímalán félagsins, sem voru með gjalddaga síðar á þessu ári. Heildarskuldsetning lækkar um 60 milljónir dollara og jafngildir um 1,4 sinnum EBITDA framlegð síðastliðins árs. Þá tilkynnti Alvogen einnig að lokið væri framlengingu á 240 milljóna dollara lánalínu (e. ABL revolving credit facility). Alvogen gerir ráð fyrir því að Standard & Poors („S&P“) muni á næstu dögum gefa út nýtt lánshæfismat fyrir félagið, sem endurspegli bætta lausafjárstöðu, sterka rekstrarstöðu, lengingu lánstíma á langtímaskuldum og lækkun skuldsetningar félagsins. Þar til nýja lánshæfismatið verður gefið út, kveða reglur S&P á um að gefa þurfi út lánshæfismat til skamms tíma. Þetta skammtíma lánshæfismat endurspeglar ekki áhrif endurfjármögnunarinnar eða sterka stöðu félagsins, sem skilaði um 480 milljónum dala í framlegð á síðasta ári fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Lisu Graver, forstjóra Alvogen, að félagið sé mjög ánægt að hafa lokið þessari mikilvægu fjármögnun fyrir Alvogen, sem undirstriki „fjárhagslegan styrk félagsins, hóflega skuldsetningu til langs tíma og góða lausafjárstöðu, og viðheldur einnig nauðsynlegum sveigjanleika til að geta útfært langtímastefnu félagsins“. Fjárfestingabankarnir Goldman Sachs og Jefferies voru fjárhagslegir ráðgjafar Alvogen við viðskiptin en lögfræðistofan White & Case veitti lögfræðilega ráðgjöf. Um Aqtic Aztiq fjárfestir í verkefnum á heilbrigðissviði til að stuðla að nýsköpun og framförum í lyfjaframleiðslu og líftækni. Aztiq kemur auga á og fjárfestir í lausnum sem geta hrundið af stað jákvæðum breytingum í heilbrigðisþjónustu. Róbert Wessman leiðir félagið og hjá því starfar hópur reyndra frumkvöðla og sérfræðinga. Um Alvogen Alvogen Pharma US („Alvogen“) sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu lyfja. Alvogen er með um 50 mismunandi tegundir lyfja á markaði og fjölmörg ný lyf í þróun. Helstu hluthafar Alvogen eru Aztiq, CVC Capital Partners og Temasek Holdings, í Singapore.
Lyf Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Sjá meira