Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Árni Sæberg skrifar 10. mars 2025 09:13 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Hljóti tillögurnar samþykki kröfuhafa og Alþingis mun ríkið slá lán upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp skuldir. Í fréttatilkynningu ÍL-sjóðs og fjármála- og efnahagsráðuneytis segir að verkefnisstjórn ÍL-sjóðs hafi lagt til við fjármálaráðherra að unnið verði að framgangi tillögunnar. Í tengslum við uppgjörið gefi ríkissjóður út ný ríkisskuldabréf að fjárhæð 540 milljarða króna, þar sem meðal annars sé gerð upp eldri skuld ríkissjóðs við ÍL-sjóð að fjárhæð 238 milljarða króna, auk þess sem ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum ÍL-sjóðs sé gerð upp. Heildarvirðið slagar í sjö hundruð milljarða Í tilkynningu segir að virði HFF-bréfanna í uppgjörinu sé metið á 651 milljarða króna. Í uppgjörstillögunum felist að ÍL-sjóður og íslenska ríkið afhendi kröfuhöfum áðurnefnd ríkisskuldabréf að andvirði 540 milljarða króna, önnur verðbréf í eigu ÍL-sjóðs að andvirði 38 milljarða króna, gjaldeyri og reiðufé að andvirði 73 milljarða króna. Ríkissjóður muni taka við hluta af vaxtaberandi eignum ÍL-sjóðs, samtals að fjárhæð um 222 milljarða króna en þar sé um að ræða húsnæðislánasafn ÍL-sjóðs auk annarra verðbréfa. Þrír af hverjum fjórum þurfa að samþykkja Tillaga viðræðuhópsins verði lögð fyrir fund kröfuhafa, en samþykki 75 prósenta atkvæða eftir kröfufjárhæð þurfi til að tillagan að uppgjöri teljist bindandi fyrir alla kröfuhafa. Verði tillagan samþykkt muni fjármálaráðherra sækja heimild Alþingis til að ljúka uppgjöri í samræmi við tillöguna. Þá verði öðrum kröfuhöfum ÍL-sjóðs boðið uppgjör krafna sinna. Við uppgjör krafna og slit ÍL-sjóðs verði gætt að gagnsæi og jafnræði meðal kröfuhafa. Áætlað sé að aðgerðin skili jákvæðu greiðsluflæði til ríkissjóðs á næstu árum og að skuldahlutföll A-hluta ríkissjóðs muni að loknum öllum ráðstöfunum vegna uppgjörsins batna um að minnsta kosti fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Ríkisábyrgðir muni jafnframt lækka um 88 prósent miðað við stöðu í árslok 2024. Verðbréf, sem ríkissjóður hafi gefið út eða ábyrgst, muni við uppgjör HFF bréfanna lækka um 111 milljarða króna að markaðsvirði. Með þessu uppgjöri sé gert upp að fullu við eigendur bréfanna, sem í flestum tilfellum séu lífeyrissjóðir landsins, og bundinn endir á óvissu tengdri uppgjöri á ríkisábyrgð á skuldum ÍL-sjóðs, með hagfelldum hætti fyrir alla hagsmunaaðila. Ánægjulegt að aðilar hafi náð saman „Það er virkilega ánægjulegt að aðilar hafa náð saman um tillögu að samkomulagi í málefnum ÍL-sjóðs. Hljóti tillagan samþykki kröfuhafa og Alþingis næst að ljúka erfiðu máli með hagsmuni allra aðila að leiðarljósi. Tillagan byggir á viðræðum sem hafa átt sér stað í rúmlega eitt ár þar sem unnið hefur verið af kostgæfni að ljúka málinu með farsælum hætti. Full ástæða er til að undirstrika mikilvægi þess að viðræðunefndirnar náðu saman í þessu snúna máli. Kröfuhafar ÍL-sjóðs, sem eru í langflestum tilfellum lífeyrissjóðir, fá gert upp að fullu og óvissu um málefni sjóðsins er eytt. Þá nær ríkissjóður að stöðva skuldasöfnun ÍL-sjóðs sem er stórt hagsmunamál fyrir allan almenning,“ er haft eftir Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. ÍL-sjóður Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hrunið Tengdar fréttir Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2022 16:41 Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. 7. desember 2022 20:13 Hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar átján lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. 23. febrúar 2024 18:54 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Í fréttatilkynningu ÍL-sjóðs og fjármála- og efnahagsráðuneytis segir að verkefnisstjórn ÍL-sjóðs hafi lagt til við fjármálaráðherra að unnið verði að framgangi tillögunnar. Í tengslum við uppgjörið gefi ríkissjóður út ný ríkisskuldabréf að fjárhæð 540 milljarða króna, þar sem meðal annars sé gerð upp eldri skuld ríkissjóðs við ÍL-sjóð að fjárhæð 238 milljarða króna, auk þess sem ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum ÍL-sjóðs sé gerð upp. Heildarvirðið slagar í sjö hundruð milljarða Í tilkynningu segir að virði HFF-bréfanna í uppgjörinu sé metið á 651 milljarða króna. Í uppgjörstillögunum felist að ÍL-sjóður og íslenska ríkið afhendi kröfuhöfum áðurnefnd ríkisskuldabréf að andvirði 540 milljarða króna, önnur verðbréf í eigu ÍL-sjóðs að andvirði 38 milljarða króna, gjaldeyri og reiðufé að andvirði 73 milljarða króna. Ríkissjóður muni taka við hluta af vaxtaberandi eignum ÍL-sjóðs, samtals að fjárhæð um 222 milljarða króna en þar sé um að ræða húsnæðislánasafn ÍL-sjóðs auk annarra verðbréfa. Þrír af hverjum fjórum þurfa að samþykkja Tillaga viðræðuhópsins verði lögð fyrir fund kröfuhafa, en samþykki 75 prósenta atkvæða eftir kröfufjárhæð þurfi til að tillagan að uppgjöri teljist bindandi fyrir alla kröfuhafa. Verði tillagan samþykkt muni fjármálaráðherra sækja heimild Alþingis til að ljúka uppgjöri í samræmi við tillöguna. Þá verði öðrum kröfuhöfum ÍL-sjóðs boðið uppgjör krafna sinna. Við uppgjör krafna og slit ÍL-sjóðs verði gætt að gagnsæi og jafnræði meðal kröfuhafa. Áætlað sé að aðgerðin skili jákvæðu greiðsluflæði til ríkissjóðs á næstu árum og að skuldahlutföll A-hluta ríkissjóðs muni að loknum öllum ráðstöfunum vegna uppgjörsins batna um að minnsta kosti fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Ríkisábyrgðir muni jafnframt lækka um 88 prósent miðað við stöðu í árslok 2024. Verðbréf, sem ríkissjóður hafi gefið út eða ábyrgst, muni við uppgjör HFF bréfanna lækka um 111 milljarða króna að markaðsvirði. Með þessu uppgjöri sé gert upp að fullu við eigendur bréfanna, sem í flestum tilfellum séu lífeyrissjóðir landsins, og bundinn endir á óvissu tengdri uppgjöri á ríkisábyrgð á skuldum ÍL-sjóðs, með hagfelldum hætti fyrir alla hagsmunaaðila. Ánægjulegt að aðilar hafi náð saman „Það er virkilega ánægjulegt að aðilar hafa náð saman um tillögu að samkomulagi í málefnum ÍL-sjóðs. Hljóti tillagan samþykki kröfuhafa og Alþingis næst að ljúka erfiðu máli með hagsmuni allra aðila að leiðarljósi. Tillagan byggir á viðræðum sem hafa átt sér stað í rúmlega eitt ár þar sem unnið hefur verið af kostgæfni að ljúka málinu með farsælum hætti. Full ástæða er til að undirstrika mikilvægi þess að viðræðunefndirnar náðu saman í þessu snúna máli. Kröfuhafar ÍL-sjóðs, sem eru í langflestum tilfellum lífeyrissjóðir, fá gert upp að fullu og óvissu um málefni sjóðsins er eytt. Þá nær ríkissjóður að stöðva skuldasöfnun ÍL-sjóðs sem er stórt hagsmunamál fyrir allan almenning,“ er haft eftir Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.
ÍL-sjóður Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hrunið Tengdar fréttir Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2022 16:41 Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. 7. desember 2022 20:13 Hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar átján lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. 23. febrúar 2024 18:54 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2022 16:41
Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. 7. desember 2022 20:13
Hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar átján lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. 23. febrúar 2024 18:54
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent