Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2025 14:50 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, hefur verið skipuð formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu næstu fjögur árin. Lögmennirnir Flosi Hrafn Sigurðsson og Kristín Edwald lögmaður verða með Margréti í nefndinni. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Skúli Þór Gunnsteinsson lætur af störfum sem formaður nefndarinnar og Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður sömuleiðis. Kristín Edwald heldur áfram störfum fyrir nefndina. Margrét og Flosi, sem koma inn í nefndina, hafa verið varamenn í nefndinni undanfarin fjögur ár. Ábendingar frá almennum borgurum Nefndin hefur það hlutverk að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Nefndin tekur við kærum á hendur starfsmönnum lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans og tekur til meðferðar kvartanir vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Þá hefur nefndin heimild til að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar hún telur tilefni til. Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. lögreglulaga skal nefnd um eftirlit með störfum lögreglu skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu nefndarmenn hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar en hinir tveir skulu tilnefndir, annars vegar af Mannréttindaskrifstofu Íslands og hins vegar af Lögmannafélagi Íslands. Varamenn eru tilnefndir og skipaðir á sama hátt. Nefndarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn. Flosi Hrafn er tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands en Kristín af Lögmannafélaginu. Varamaður Margrétar verður dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, og aðrir varamenn verða Þorbjörg Inga, lögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands og Elimar Hauksson, lögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands. Vistaskipti Lögmennska Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Skúli Þór Gunnsteinsson lætur af störfum sem formaður nefndarinnar og Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður sömuleiðis. Kristín Edwald heldur áfram störfum fyrir nefndina. Margrét og Flosi, sem koma inn í nefndina, hafa verið varamenn í nefndinni undanfarin fjögur ár. Ábendingar frá almennum borgurum Nefndin hefur það hlutverk að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Nefndin tekur við kærum á hendur starfsmönnum lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans og tekur til meðferðar kvartanir vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Þá hefur nefndin heimild til að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar hún telur tilefni til. Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. lögreglulaga skal nefnd um eftirlit með störfum lögreglu skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu nefndarmenn hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar en hinir tveir skulu tilnefndir, annars vegar af Mannréttindaskrifstofu Íslands og hins vegar af Lögmannafélagi Íslands. Varamenn eru tilnefndir og skipaðir á sama hátt. Nefndarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn. Flosi Hrafn er tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands en Kristín af Lögmannafélaginu. Varamaður Margrétar verður dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, og aðrir varamenn verða Þorbjörg Inga, lögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands og Elimar Hauksson, lögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands.
Vistaskipti Lögmennska Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira