Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2025 09:18 Mannfjöldaþróun á Íslandi næstu áratugina er talin líkleg til að gera landið betur í stakk búið en mörg árin til þess að takast á við fyrirséða öldrun þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Gangi ný mannfjöldaspá eftir eru líkur á að hlutfallslega fleiri landsmenn verði á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum. Því eru áskoranir sem tengjast öldrun þjóðarinnar taldar verða viðráðanlegri hér en víða annars staðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum til næstu þrjátíu ára sem fjármála- og efnahagsráðherra birti í dag. Í henni er meðal annars fjallað um áhrif lýðfræðilegra breytinga, heilsufars, gervigreindar, loftslagsbreytinga, breytinga í alþjóðakerfinu og uppbyggingar lífeyriskerfisins á lífskjör til langrar framtíðar. Horfurnar í opinberum fjármálum eru sagðar hafa batnað verulega frá því að fyrsta skýrsla þessarar tegundar kom út í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar árið 2021. Áskoranir séu þó enn til staðar sem geri það mikilvægt að styrkja stöðu opinberra fjármála til þess að búa í haginn fyrir bæði fyrirsjáanlegar lýðfræðilegar breytingar og ófyrirséð áföll. Hlutfallslega margir á vinnufærum aldri Óvissa er sögð ríkja um fólksfjölgun næstu þrjá áratugina. Flutningar fólks til og frá landinu hafi verið miklir og sveiflukenndir og erfitt sé að spá fyrir um þá til langrar framtíðar. Gert er ráð fyrir mun meiri fjölgun fólks og hagstæðari lýðfræðilegri samsetningu í mannfjöldaspá sem var lögð til grundvallar skýrslunni nú en fyrir fjórum árum. Gangi spáin eftir verða hlutfallslega mun fleiri landsmenn á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum Íslands fram yfir miðja öldina. Það hafi jákvæð áhrif á efnahagshorfur og horfur í opinberum fjármálum. Þó að eldra fólki eigi eftir að fjölga mikið næstu áratugina og hlutfallslega meira á Íslandi en í flestum samanburðarríkjum eru áskoranir tengdar öldrun sagðar verða viðráðanlegri en í mörgum öðrum löndum ef yngra fólki fjölgar einnig. Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Skýslan fjallar ekki um nýjar ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum heldur byggir á framreikningi sem á að vera grundvöllur fyrir umræður og stefnumörkun til framtíðar.Vísir/Vilhelm Óvíst hversu mikið gervigreind gæti aukið framleiðni Gervigreind og áhrif hennar á hagkerfi og samfélög heimsins hafa verið ofarlega á baugi síðustu árin. Í skýrslunni er búist við því að tæknibreytingar hafi veruleg eða að mörgu leyti ófyrirsjáanleg áhrif á efnahagslífið næstu þrjá áratugina. Þannig gæti gervigreind aukið framleiðnivöxt en óljóst sé hversu mikið. Á móti því gæti vegið áhrif minni vaxtar alþjóðaviðskipta. Áfram er sagt mega búast við efnahagslegum áföllum líkum þeim sem hafa þegar dunið yfir á 21. öldinni. Stefnumörkunin í opinberum fjármálum þarf að ganga út frá því að viðlíka áföll geti orðið aftur á næstu áratugum, að mati skýrsluhöfundanna. Þá segja þeir að ekki sé hægt að ganga út frá því að lýðfræðileg þróun verði jafn hagstæð og í grunnspá mannfjöldaspár. Í þeim sviðsmyndum sem voru settar upp með áföllum og minni fólkfjölgun var þróun opinberra fjármála töluvert óhagstæðari en í sviðsmyndum án áfalla. Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum til næstu þrjátíu ára sem fjármála- og efnahagsráðherra birti í dag. Í henni er meðal annars fjallað um áhrif lýðfræðilegra breytinga, heilsufars, gervigreindar, loftslagsbreytinga, breytinga í alþjóðakerfinu og uppbyggingar lífeyriskerfisins á lífskjör til langrar framtíðar. Horfurnar í opinberum fjármálum eru sagðar hafa batnað verulega frá því að fyrsta skýrsla þessarar tegundar kom út í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar árið 2021. Áskoranir séu þó enn til staðar sem geri það mikilvægt að styrkja stöðu opinberra fjármála til þess að búa í haginn fyrir bæði fyrirsjáanlegar lýðfræðilegar breytingar og ófyrirséð áföll. Hlutfallslega margir á vinnufærum aldri Óvissa er sögð ríkja um fólksfjölgun næstu þrjá áratugina. Flutningar fólks til og frá landinu hafi verið miklir og sveiflukenndir og erfitt sé að spá fyrir um þá til langrar framtíðar. Gert er ráð fyrir mun meiri fjölgun fólks og hagstæðari lýðfræðilegri samsetningu í mannfjöldaspá sem var lögð til grundvallar skýrslunni nú en fyrir fjórum árum. Gangi spáin eftir verða hlutfallslega mun fleiri landsmenn á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum Íslands fram yfir miðja öldina. Það hafi jákvæð áhrif á efnahagshorfur og horfur í opinberum fjármálum. Þó að eldra fólki eigi eftir að fjölga mikið næstu áratugina og hlutfallslega meira á Íslandi en í flestum samanburðarríkjum eru áskoranir tengdar öldrun sagðar verða viðráðanlegri en í mörgum öðrum löndum ef yngra fólki fjölgar einnig. Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Skýslan fjallar ekki um nýjar ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum heldur byggir á framreikningi sem á að vera grundvöllur fyrir umræður og stefnumörkun til framtíðar.Vísir/Vilhelm Óvíst hversu mikið gervigreind gæti aukið framleiðni Gervigreind og áhrif hennar á hagkerfi og samfélög heimsins hafa verið ofarlega á baugi síðustu árin. Í skýrslunni er búist við því að tæknibreytingar hafi veruleg eða að mörgu leyti ófyrirsjáanleg áhrif á efnahagslífið næstu þrjá áratugina. Þannig gæti gervigreind aukið framleiðnivöxt en óljóst sé hversu mikið. Á móti því gæti vegið áhrif minni vaxtar alþjóðaviðskipta. Áfram er sagt mega búast við efnahagslegum áföllum líkum þeim sem hafa þegar dunið yfir á 21. öldinni. Stefnumörkunin í opinberum fjármálum þarf að ganga út frá því að viðlíka áföll geti orðið aftur á næstu áratugum, að mati skýrsluhöfundanna. Þá segja þeir að ekki sé hægt að ganga út frá því að lýðfræðileg þróun verði jafn hagstæð og í grunnspá mannfjöldaspár. Í þeim sviðsmyndum sem voru settar upp með áföllum og minni fólkfjölgun var þróun opinberra fjármála töluvert óhagstæðari en í sviðsmyndum án áfalla.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent