Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2025 10:01 Húsið mun gjörbreyta miklu fyrir Skagamenn. ÍA tryggði sér sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð eftir útisigur á Fjölni. Liðið er nú þegar búið að vinna 1. deildina. En aðstaða Skagamanna mun breytast gríðarlega strax á næsta ári. Nýtt íþróttahús Skagamanna stendur við knattspyrnuhöllina við Jaðarsbakka, aðeins um fimmtán metrum frá gömlu aðstöðu félagsins og sundlaug bæjarins. Í framtíðinni verða reist göng þar á milli svo allt verði undir sama þaki. Óskar Þór Þorsteinsson er þjálfari ÍA í 1. deild karla í körfubolta en liðið tryggði sér upp í efstu deild með sigri á Fjölni á föstudagskvöldið. ÍA féll tímabilið 1999-2000 og fór meira að segja alla leið niður í C-deildina. Liðið var í C-deildinni tímabilið 2020-21 en uppbyggingin hefur verið hröð síðustu ár. „Þetta var auðvitað bara fáránlega mikil gleði í ég hef verið að taka þetta inn síðustu daga,“ segir Óskar Þór þegar hann tók á móti blaðamanni Vísis og Sigurjóni Ólasyni tökumanni í nýju húsi í gær. „Okkur var ekki spáð góðu gengi en okkur hefur gengið ótrúlega vel í vetur og sérstaklega eftir áramót. Við erum með mjög sterkan hóp og hittum vel í útlendingavalinu og fengum tvo frábæra gaura inn og við erum bara með sterkt lið.“ Skagamenn spiluðu á þessu tímabili í íþróttahúsi við Vesturgötuna á Skaganum. En á næsta tímabili verður aðstaðan allt önnur. Tuttugu og fimm ára bið á enda „Vesturgatan er búin að vera frábær fyrir okkur, sérstaklega í vetur þar sem það var alltaf frábær mæting og geðveik stemning þarna inni. En þetta opnar svo mikla möguleika fyrir þetta félag, að stækka til framtíðar og koma okkur á þann stað sem við viljum vera,“ segir Óskar sem vonast til að stemningin í nýja húsinu verði enn betri. „Fólki hefur alltaf verið að fjölga og fjölga hjá okkur og vonandi fáum við bara fullt hús hérna líka. Við erum búnir að bíða núna í tuttugu og fimm ár eftir að komast aftur upp og allir ótrúlega ánægðir með það en til lengdar viljum við vera félag sem er að berjast í efstu deild og gera stóra hluti. Og það þarf að gerast rétt og við getum ekki bara hent inn fullt af peningum í eitt ár og við þurfum að finna leið sem er sjálfbær fyrir félagið.“ Aðstaðan upp á Jaðarsbökkum verður frábær. Þar má finna glænýjan lyftingarsal, rúmgóðir búningsklefar, tvennir klefar sem eru sérhannaðir fyrir fatlaða einstaklinga og margt fleira. Hér að neðan má sjá heimsókn Vísis í nýtt íþróttamannvirki Skagamanna. Klippa: Innlit í nýtt íþróttahús Skagamanna Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
Nýtt íþróttahús Skagamanna stendur við knattspyrnuhöllina við Jaðarsbakka, aðeins um fimmtán metrum frá gömlu aðstöðu félagsins og sundlaug bæjarins. Í framtíðinni verða reist göng þar á milli svo allt verði undir sama þaki. Óskar Þór Þorsteinsson er þjálfari ÍA í 1. deild karla í körfubolta en liðið tryggði sér upp í efstu deild með sigri á Fjölni á föstudagskvöldið. ÍA féll tímabilið 1999-2000 og fór meira að segja alla leið niður í C-deildina. Liðið var í C-deildinni tímabilið 2020-21 en uppbyggingin hefur verið hröð síðustu ár. „Þetta var auðvitað bara fáránlega mikil gleði í ég hef verið að taka þetta inn síðustu daga,“ segir Óskar Þór þegar hann tók á móti blaðamanni Vísis og Sigurjóni Ólasyni tökumanni í nýju húsi í gær. „Okkur var ekki spáð góðu gengi en okkur hefur gengið ótrúlega vel í vetur og sérstaklega eftir áramót. Við erum með mjög sterkan hóp og hittum vel í útlendingavalinu og fengum tvo frábæra gaura inn og við erum bara með sterkt lið.“ Skagamenn spiluðu á þessu tímabili í íþróttahúsi við Vesturgötuna á Skaganum. En á næsta tímabili verður aðstaðan allt önnur. Tuttugu og fimm ára bið á enda „Vesturgatan er búin að vera frábær fyrir okkur, sérstaklega í vetur þar sem það var alltaf frábær mæting og geðveik stemning þarna inni. En þetta opnar svo mikla möguleika fyrir þetta félag, að stækka til framtíðar og koma okkur á þann stað sem við viljum vera,“ segir Óskar sem vonast til að stemningin í nýja húsinu verði enn betri. „Fólki hefur alltaf verið að fjölga og fjölga hjá okkur og vonandi fáum við bara fullt hús hérna líka. Við erum búnir að bíða núna í tuttugu og fimm ár eftir að komast aftur upp og allir ótrúlega ánægðir með það en til lengdar viljum við vera félag sem er að berjast í efstu deild og gera stóra hluti. Og það þarf að gerast rétt og við getum ekki bara hent inn fullt af peningum í eitt ár og við þurfum að finna leið sem er sjálfbær fyrir félagið.“ Aðstaðan upp á Jaðarsbökkum verður frábær. Þar má finna glænýjan lyftingarsal, rúmgóðir búningsklefar, tvennir klefar sem eru sérhannaðir fyrir fatlaða einstaklinga og margt fleira. Hér að neðan má sjá heimsókn Vísis í nýtt íþróttamannvirki Skagamanna. Klippa: Innlit í nýtt íþróttahús Skagamanna
Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira