Innlent

Berklasmit á Fá­skrúðs­firði

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Einn einstaklingur á Fáskrúðsfirði greindist með berkla.
Einn einstaklingur á Fáskrúðsfirði greindist með berkla. Vísir/Vilhelm

Einstaklingur hefur verið greindur með berkla á Fáskrúðsfirði. Aðeins um eitt tilfelli sé að ræða og verður það meðhöndlað á Heilsugæslunni í Fjarðabyggð.

„Sóttvarnarhópur HSA hefur hafið vinnu við smitrakningu og aðrar lýðheilsuaðgerðir að ráðleggingum og í samvinnu við sóttvarnarlækni,“ stendur í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Austurlands.

Berklar eru bakteríusýking sem berst milli manna með loftbornu smiti en smitin berast í flestum tilvikum aðeins ef samskiptin eru náin. Helstu einkenni eru til að mynda hiti, hósti, litaður uppgangur, slappleiki og þyngdartap.

Samkvæmt Heilsuveru greinast nokkur berklasmit árlega á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×