Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol Hard Rock Cafe Reykjavík 17. mars 2025 10:40 „Í raun er þetta einfalt. Hard Rock snýst fyrst og fremst um klassískan amerískan mat, góða tónlist og létta og skemmtilega stemningu,“ segir Arthur Pétursson, best þekktur sem Túri, yfirkokkur á Hard Rock Cafe í Reykjavík. Mynd/Anton Brink. Hard Rock Cafe Reykjavík opnaði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur á Lækjargötu 2 árið 2016. Veitingastaðurinn er þekktur fyrir gómsætan mat og drykki, merkilega muni úr rokksögunni sem hanga á veggjum og frábæra stemningu. Hard Rock Cafe Reykjavík er veitingastaður vikunnar á Vísi. Það þarf varla að kynna Hard Rock Cafe fyrir Íslendingum. Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, opnaði fyrsta Hard Rock Cafe staðinn í Kringlunni árið 1987 en honum var lokað árið 2005. Staðurinn naut mikilla vinsælda meðal Íslendinga og ferðamanna og auðvitað hafa Íslendingar borðað á Hard Rock stöðum um allan heim undanfarna áratugi. Hard Rock býður að sjálfsögðu upp á frábært úrval gómsætra hamborgara. Mynd/Anton Brink. Einn er þó Íslendingur sem hefur vafalaust heimsótt fleiri Hard Rock staði á heimsvísu en aðrir. Það er enginn annar er sjálfur yfirkokkurinn á Hard Rock Cafe í Reykjavík, Arthur Pétursson sem jafnan gengur undir nafninu Túri. Túri á að baki langan og farsælan starfsferil innan keðjunnar og hefur meðal annars komið að opnun um 20 Hard Rock staða um allan heim og starfað í styttri og lengri tíma á þeim flestum. Það er óhætt að segja að hann hafi frá mörgu skemmtilegu að segja. „Í raun er þetta einfalt. Hard Rock snýst fyrst og fremst um klassískan amerískan mat, góða tónlist og létta og skemmtilega stemningu,“ segir Túri. „Þótt maturinn á Hard Rock eigi rætur að rekja til Bandaríkjanna erum við stöðugt að prófa nýjungar og kynna ýmis konar tilboð og sérviðburði. Á sumrin höldum við til dæmis World Burger Tour, þar sem við bjóðum upp á hamborgara frá ólíkum löndum. Við bjóðum einnig upp á eigin rétti sem finnast hvergi annars staðar en þess má geta að matseðill okkar er stærri en á flestum Hard Rock stöðum í heiminum.“ Mexíkóskt kjúklinga fajitas er einn af fjölmörgum vinsælum rétti á matseðli Hard Rock.Mynd/Anton Brink. Hann nefnir sem dæmi að þegar staðurinn opnaði 2016 hafi engir vegan réttir verið á matseðli Hard Rock staða. „Við vissum að vegan matur væri vinsæll hérlendis og buðum því upp á nokkra slíka rétti. Það var samt ekki fyrr en í fyrra sem Hard Rock á heimsvísu bætti vegan-borgara á matseðilinn.“ Allur matur frá Hard Rock Cafe er gerður frá grunni, með áherslu á fersk hráefni. Staðurinn aðlagar sig að þörfum viðskiptavina og þróar réttina sína í takt við breyttar matarvenjur. Það er tilvalið að byrja kvöldið á góðum drykk við fallega barinn. Mynd/Anton Brink. Sumir réttir sem hafa verið þróaðir á Hard Rock Cafe Reykjavík hafa ratað á matseðla fleiri Hard Rock staða erlendis, eins og mexíkósk kjúklinga quesadilla sem nú er í boði á nokkrum Hard Rock stöðum um heiminn. „Staðirnir geta því gert ákveðnar breytingar á matseðlinum en þurfa þó alltaf leyfi fyrir hverri uppskrift.“ Fjölbreyttur matseðill Hard Rock Cafe í Reykjavík inniheldur m.a. úrval forrétta, hamborgara, samlokur og Quesadillur, salöt, fajitas, nautasteikur, grísarif, úrval hanastéla og alveg einstakra eftirrétta. Rúmgóður salurinn tekur 141 manns í sæti. Barinn rúmar 20 manns. Mynd/Anton Brink. Var yfirkokkur á stærsta Hard Rock staðnum í heiminum fyrir þrítugt Túri hóf störf hjá Hard Rock Cafe í Kringlunni árið 1989 og vann þar í fimm ár. Eftir þann tíma hélt hann til Orlando í Bandaríkjunum og við tók ævintýralegur tími en um leið mikil vinna. „Þegar ég byrjaði hjá Hard Rock í Kringlunni voru aðeins sex staðir í heiminum. Í dag eru þeir yfir 300, þar á meðal veitingastaðir, hótel og spilavíti um allan heim. Hard Rock í Orlando er stærsti Hard Rock staðurinn í heiminum, með 1.040 sæti. Sá staður á sölumetið innan keðjunnar þegar afgreiddar voru 11.800 máltíðir á einum degi.“ Eins og fyrr segir hefur Túri komið að opnun fjölda Hard Rock staða víða um heim, m.a. í Suður Afríku, Líbanon, Ástralíu, Hong Kong, Tyrklandi og Mexíkó. „Það sem stendur upp úr frá þessum tíma, ef ég horfi á rekstrar hliðina, er að hafa verið yfirkokkur á stærsta Hard Rock staðnum í heimi, í Orlando, fyrir þrítugt. Ég opnaði þann stað árið 1998 og fyrsta árið nam sala veitinga 43,6 milljónir dollara sem samsvarar rúmlega 5 milljörðum íslenskra króna. Við hliðina á staðnum var líka tónleikahöll með 2.700 sæti og þar var slegið annað met þegar seldar voru veitingar fyrir 21 milljón dollara á fyrsta árinu. Alveg ótrúlegur árangur þótt ég segi sjálfur frá.“ Eftirréttirnir eru ótrúlega girnilegir. Mynd/Anton Brink. Af þeim fjölda landa sem hann hefur heimsótt stendur Ástralía þó upp úr. „Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af landinu en þar kom ég að opnun tveggja staða á Surfer Paradise í Queensland fylki sem er mjög vinsæll ferðamannastaður með sínum fallegu ströndum og brimbretta líferni. En þótt ég hafi ferðast víða var þetta eins og að búa í ferðatösku og vinnudagarnir yfirleitt langir.“ Gaf Shaquille O'Neal og félögum að borða Túri hefur líka kynnst mörgu frægu fólki gegnum tíðina enda eru Hard Rock staðirnir vinsælir meðal fræga fólksins. „Ég sá t.d. nokkrum sinnum um veitingar fyrir körfuboltaliðið Orlando Magic þegar þeir flugu í útileiki. Leikmennirnir máttu panta hvað sem er af matseðlinum og það voru sjaldnast hollustu réttirnir. Tvisvar sinnum fór ég með þeim í flugið og í eitt skiptið afgreiddi ég leikmenn sjálfur og var boðið á leikinn í staðinn. Það var mikið veldi á þessum strákum. Þeir flugu í Boeing þotu sem hafði 53 Lazy boy stóla innanborðs og aðalstjarna liðsins, Shaquille O'Neal, átti stóran leðursófa aftast í vélinni þar sem hann lá oft.“ Á þessum tímapunkti var Shaq ein stærsta stjarna NBA deildarinnar og mikill prakkari að sögn Túra en um leið góður gæi eins og hann orðar það. „Hann leit oft til okkar eftir heimaleiki og pantaði oftast brownies sem hann elskaði út af lífinu. Ég man líka eftir einu skipti þar sem starfsfólk staðarins skipulagði góðgerðartónleika til styrktar einum starfsmanni sem var á leið í erfiðan uppskurð. Shaq gerði sér lítið fyrir og gaf honum 4.000 dollara. Hann var sannarlega stór maður með risa stórt hjarta.“ Túri kynntist aðeins körfuboltastjörnunni Shaquille O'Neal og félögum hans í Orlando Magic á sínum tíma. „Hann var sannarlega stór maður með risa stórt hjarta,“ sagði Túri m.a. um hann.Getty/Stephen Dunn Meat Loaf var að fíla laxinn Og þær eru fleiri stjörnurnar sem Túri hefur hitt á ferli sínum. „Leiðir okkar Meat Loaf lágu tvisvar saman. Í fyrra skiptið hitti ég hann á Hard Rock í Kringlunni þar sem búið var að skipuleggja viðburð með aðdáendum hans. Við sáum auðvitað um veitingarnar og Meat Loaf pantaði sér íslenskan lax. Honum fannst rétturinn svo góður að hann heimtaði að fá uppskriftina hjá mér sem hann og fékk. Bat Out of Hell var fyrsta plata Meat Loaf og ein söluhæsta plata sögunnar. Túri hitti hann tvisvar sinnum á skömmum tíma þar sem uppskrift af laxarétti kom við sögu. Sjö mánuðum síðar er Meat Loaf mættur til Orlando þar sem hann hélt tónleika en þá hafði ég hafið störf hjá Hard Rock í Orlando. Einn úr fylgdarliði hans sá mig og spurði: Ert þú ekki gaurinn sem eldaðir fyrir Meat Loaf á Íslandi? Ég játaði því og hann sagði um hæl: Meat Loaf vill hitta þig! Kom þá í ljós að okkar maður hafði týnt uppskriftinni og vildi endilega fá hana aftur. Það var nú lítið mál og í staðinn bauð hann mér passa á besta stað á tónleikunum um kvöldið sem voru alveg frábærir.“ Túri hitti svo rokkarann Billy Idol þegar hann starfaði á Hard Rock í Miami. „Hann mætti á staðinn eftir tónleika og var aðeins að rífa kjaft. Ég svaraði bara vel fyrir mig og hann fílaði það vel. Hann sagði mér að Bandaríkjamenn væru ekki mikið að andmæla stjörnum og rífa kjaft við þær. Þannig að við tókum smá djamm um kvöldið og náðum vel saman.“ Hard Rock verslunin er stútfull af skemmtilegum og fallegum vörum.Mynd/Anton Brink. Staðurinn varð fljótt vinsæll meðal fræga fólksins Hard Rock Cafe á sér langa sögu en fyrsti staðurinn var opnaður í London árið 1971 af tveimur bandarískum háskólanemum sem stunduðu nám í borginni. „Þeim fannst slæmt að geta ekki fengið almennilega hamborgara í borginni og ákváðu að gera eitthvað í málinu. Á þessum tíma var breska rokkbylgjan mjög sterk í Bandaríkjunum sem þýddi að bresku stjörnurnar voru vanar því að borða góðan mat í Bandaríkjunum, sérstaklega hamborgara. Staðurinn var því fljótt vinsæll meðal fræga fólksins í Bretlandi.“ Eitt helsta einkennismerki Hard Rock keðjunnar eru tónlistarmunir þekktra listamanna sem hanga upp á veggjum. Þetta byrjaði allt árið 1971 þegar Eric Clapton gaf staðnum gítar til að festa festa sér sæti á veitingastaðnum. Vísir/Getty Upp úr því fæðist hugmyndin að hengja upp á vegg ýmsa tónlistarmuni úr eigu heimsþekktra listamanna sem síðan hefur verið eitt helsta einkennismerki keðjunnar. „Þetta byrjað allt fyrir algjör tilviljun,“ segir Túri. „Eric Clapton vildi festa sér sæti á veitingastaðnum. Því gaf hann einn gítarinn sinn og bað um að hann yrði hengdur á vegginn til að „merkja sætið sitt“. Stuttu síðar fylgdi Pete Townshend, gítarleikari The Who, í kjölfarið og sendi Hard Rock pakka með gítar og miða sem á stóð: „Mine‘s as good as his!“. Og þannig hefur þetta haldið áfram í áratugi og orðið að stærsta tónlistarsafni heims, gestum til ómældrar gleði.” Verið hjartanlega velkomin á Hard Rock Cafe í Reykjavík, veitingastaðar vikunnar á Vísi. Veitingastaðir Matur Drykkir Mest lesið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Fleiri fréttir Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol Topp fermingargjafirnar í ár „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Sjá meira
Það þarf varla að kynna Hard Rock Cafe fyrir Íslendingum. Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, opnaði fyrsta Hard Rock Cafe staðinn í Kringlunni árið 1987 en honum var lokað árið 2005. Staðurinn naut mikilla vinsælda meðal Íslendinga og ferðamanna og auðvitað hafa Íslendingar borðað á Hard Rock stöðum um allan heim undanfarna áratugi. Hard Rock býður að sjálfsögðu upp á frábært úrval gómsætra hamborgara. Mynd/Anton Brink. Einn er þó Íslendingur sem hefur vafalaust heimsótt fleiri Hard Rock staði á heimsvísu en aðrir. Það er enginn annar er sjálfur yfirkokkurinn á Hard Rock Cafe í Reykjavík, Arthur Pétursson sem jafnan gengur undir nafninu Túri. Túri á að baki langan og farsælan starfsferil innan keðjunnar og hefur meðal annars komið að opnun um 20 Hard Rock staða um allan heim og starfað í styttri og lengri tíma á þeim flestum. Það er óhætt að segja að hann hafi frá mörgu skemmtilegu að segja. „Í raun er þetta einfalt. Hard Rock snýst fyrst og fremst um klassískan amerískan mat, góða tónlist og létta og skemmtilega stemningu,“ segir Túri. „Þótt maturinn á Hard Rock eigi rætur að rekja til Bandaríkjanna erum við stöðugt að prófa nýjungar og kynna ýmis konar tilboð og sérviðburði. Á sumrin höldum við til dæmis World Burger Tour, þar sem við bjóðum upp á hamborgara frá ólíkum löndum. Við bjóðum einnig upp á eigin rétti sem finnast hvergi annars staðar en þess má geta að matseðill okkar er stærri en á flestum Hard Rock stöðum í heiminum.“ Mexíkóskt kjúklinga fajitas er einn af fjölmörgum vinsælum rétti á matseðli Hard Rock.Mynd/Anton Brink. Hann nefnir sem dæmi að þegar staðurinn opnaði 2016 hafi engir vegan réttir verið á matseðli Hard Rock staða. „Við vissum að vegan matur væri vinsæll hérlendis og buðum því upp á nokkra slíka rétti. Það var samt ekki fyrr en í fyrra sem Hard Rock á heimsvísu bætti vegan-borgara á matseðilinn.“ Allur matur frá Hard Rock Cafe er gerður frá grunni, með áherslu á fersk hráefni. Staðurinn aðlagar sig að þörfum viðskiptavina og þróar réttina sína í takt við breyttar matarvenjur. Það er tilvalið að byrja kvöldið á góðum drykk við fallega barinn. Mynd/Anton Brink. Sumir réttir sem hafa verið þróaðir á Hard Rock Cafe Reykjavík hafa ratað á matseðla fleiri Hard Rock staða erlendis, eins og mexíkósk kjúklinga quesadilla sem nú er í boði á nokkrum Hard Rock stöðum um heiminn. „Staðirnir geta því gert ákveðnar breytingar á matseðlinum en þurfa þó alltaf leyfi fyrir hverri uppskrift.“ Fjölbreyttur matseðill Hard Rock Cafe í Reykjavík inniheldur m.a. úrval forrétta, hamborgara, samlokur og Quesadillur, salöt, fajitas, nautasteikur, grísarif, úrval hanastéla og alveg einstakra eftirrétta. Rúmgóður salurinn tekur 141 manns í sæti. Barinn rúmar 20 manns. Mynd/Anton Brink. Var yfirkokkur á stærsta Hard Rock staðnum í heiminum fyrir þrítugt Túri hóf störf hjá Hard Rock Cafe í Kringlunni árið 1989 og vann þar í fimm ár. Eftir þann tíma hélt hann til Orlando í Bandaríkjunum og við tók ævintýralegur tími en um leið mikil vinna. „Þegar ég byrjaði hjá Hard Rock í Kringlunni voru aðeins sex staðir í heiminum. Í dag eru þeir yfir 300, þar á meðal veitingastaðir, hótel og spilavíti um allan heim. Hard Rock í Orlando er stærsti Hard Rock staðurinn í heiminum, með 1.040 sæti. Sá staður á sölumetið innan keðjunnar þegar afgreiddar voru 11.800 máltíðir á einum degi.“ Eins og fyrr segir hefur Túri komið að opnun fjölda Hard Rock staða víða um heim, m.a. í Suður Afríku, Líbanon, Ástralíu, Hong Kong, Tyrklandi og Mexíkó. „Það sem stendur upp úr frá þessum tíma, ef ég horfi á rekstrar hliðina, er að hafa verið yfirkokkur á stærsta Hard Rock staðnum í heimi, í Orlando, fyrir þrítugt. Ég opnaði þann stað árið 1998 og fyrsta árið nam sala veitinga 43,6 milljónir dollara sem samsvarar rúmlega 5 milljörðum íslenskra króna. Við hliðina á staðnum var líka tónleikahöll með 2.700 sæti og þar var slegið annað met þegar seldar voru veitingar fyrir 21 milljón dollara á fyrsta árinu. Alveg ótrúlegur árangur þótt ég segi sjálfur frá.“ Eftirréttirnir eru ótrúlega girnilegir. Mynd/Anton Brink. Af þeim fjölda landa sem hann hefur heimsótt stendur Ástralía þó upp úr. „Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af landinu en þar kom ég að opnun tveggja staða á Surfer Paradise í Queensland fylki sem er mjög vinsæll ferðamannastaður með sínum fallegu ströndum og brimbretta líferni. En þótt ég hafi ferðast víða var þetta eins og að búa í ferðatösku og vinnudagarnir yfirleitt langir.“ Gaf Shaquille O'Neal og félögum að borða Túri hefur líka kynnst mörgu frægu fólki gegnum tíðina enda eru Hard Rock staðirnir vinsælir meðal fræga fólksins. „Ég sá t.d. nokkrum sinnum um veitingar fyrir körfuboltaliðið Orlando Magic þegar þeir flugu í útileiki. Leikmennirnir máttu panta hvað sem er af matseðlinum og það voru sjaldnast hollustu réttirnir. Tvisvar sinnum fór ég með þeim í flugið og í eitt skiptið afgreiddi ég leikmenn sjálfur og var boðið á leikinn í staðinn. Það var mikið veldi á þessum strákum. Þeir flugu í Boeing þotu sem hafði 53 Lazy boy stóla innanborðs og aðalstjarna liðsins, Shaquille O'Neal, átti stóran leðursófa aftast í vélinni þar sem hann lá oft.“ Á þessum tímapunkti var Shaq ein stærsta stjarna NBA deildarinnar og mikill prakkari að sögn Túra en um leið góður gæi eins og hann orðar það. „Hann leit oft til okkar eftir heimaleiki og pantaði oftast brownies sem hann elskaði út af lífinu. Ég man líka eftir einu skipti þar sem starfsfólk staðarins skipulagði góðgerðartónleika til styrktar einum starfsmanni sem var á leið í erfiðan uppskurð. Shaq gerði sér lítið fyrir og gaf honum 4.000 dollara. Hann var sannarlega stór maður með risa stórt hjarta.“ Túri kynntist aðeins körfuboltastjörnunni Shaquille O'Neal og félögum hans í Orlando Magic á sínum tíma. „Hann var sannarlega stór maður með risa stórt hjarta,“ sagði Túri m.a. um hann.Getty/Stephen Dunn Meat Loaf var að fíla laxinn Og þær eru fleiri stjörnurnar sem Túri hefur hitt á ferli sínum. „Leiðir okkar Meat Loaf lágu tvisvar saman. Í fyrra skiptið hitti ég hann á Hard Rock í Kringlunni þar sem búið var að skipuleggja viðburð með aðdáendum hans. Við sáum auðvitað um veitingarnar og Meat Loaf pantaði sér íslenskan lax. Honum fannst rétturinn svo góður að hann heimtaði að fá uppskriftina hjá mér sem hann og fékk. Bat Out of Hell var fyrsta plata Meat Loaf og ein söluhæsta plata sögunnar. Túri hitti hann tvisvar sinnum á skömmum tíma þar sem uppskrift af laxarétti kom við sögu. Sjö mánuðum síðar er Meat Loaf mættur til Orlando þar sem hann hélt tónleika en þá hafði ég hafið störf hjá Hard Rock í Orlando. Einn úr fylgdarliði hans sá mig og spurði: Ert þú ekki gaurinn sem eldaðir fyrir Meat Loaf á Íslandi? Ég játaði því og hann sagði um hæl: Meat Loaf vill hitta þig! Kom þá í ljós að okkar maður hafði týnt uppskriftinni og vildi endilega fá hana aftur. Það var nú lítið mál og í staðinn bauð hann mér passa á besta stað á tónleikunum um kvöldið sem voru alveg frábærir.“ Túri hitti svo rokkarann Billy Idol þegar hann starfaði á Hard Rock í Miami. „Hann mætti á staðinn eftir tónleika og var aðeins að rífa kjaft. Ég svaraði bara vel fyrir mig og hann fílaði það vel. Hann sagði mér að Bandaríkjamenn væru ekki mikið að andmæla stjörnum og rífa kjaft við þær. Þannig að við tókum smá djamm um kvöldið og náðum vel saman.“ Hard Rock verslunin er stútfull af skemmtilegum og fallegum vörum.Mynd/Anton Brink. Staðurinn varð fljótt vinsæll meðal fræga fólksins Hard Rock Cafe á sér langa sögu en fyrsti staðurinn var opnaður í London árið 1971 af tveimur bandarískum háskólanemum sem stunduðu nám í borginni. „Þeim fannst slæmt að geta ekki fengið almennilega hamborgara í borginni og ákváðu að gera eitthvað í málinu. Á þessum tíma var breska rokkbylgjan mjög sterk í Bandaríkjunum sem þýddi að bresku stjörnurnar voru vanar því að borða góðan mat í Bandaríkjunum, sérstaklega hamborgara. Staðurinn var því fljótt vinsæll meðal fræga fólksins í Bretlandi.“ Eitt helsta einkennismerki Hard Rock keðjunnar eru tónlistarmunir þekktra listamanna sem hanga upp á veggjum. Þetta byrjaði allt árið 1971 þegar Eric Clapton gaf staðnum gítar til að festa festa sér sæti á veitingastaðnum. Vísir/Getty Upp úr því fæðist hugmyndin að hengja upp á vegg ýmsa tónlistarmuni úr eigu heimsþekktra listamanna sem síðan hefur verið eitt helsta einkennismerki keðjunnar. „Þetta byrjað allt fyrir algjör tilviljun,“ segir Túri. „Eric Clapton vildi festa sér sæti á veitingastaðnum. Því gaf hann einn gítarinn sinn og bað um að hann yrði hengdur á vegginn til að „merkja sætið sitt“. Stuttu síðar fylgdi Pete Townshend, gítarleikari The Who, í kjölfarið og sendi Hard Rock pakka með gítar og miða sem á stóð: „Mine‘s as good as his!“. Og þannig hefur þetta haldið áfram í áratugi og orðið að stærsta tónlistarsafni heims, gestum til ómældrar gleði.” Verið hjartanlega velkomin á Hard Rock Cafe í Reykjavík, veitingastaðar vikunnar á Vísi.
Veitingastaðir Matur Drykkir Mest lesið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Fleiri fréttir Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol Topp fermingargjafirnar í ár „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Sjá meira