Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 10:42 Lionel Messi skoraði úr vítinu og endaði kvöldið á því að lyfta heimsbikarnum eftirsótta í fyrsta sinn. AP/Petr David Josek/Ariel Schalit Besti dagurinn í lífi argentínska knattspyrnusnillingsins Lionel Messi hefði kannski endað allt öðruvísi ef sömu dómarar hefðu verið í VAR-herberginu og á Meistaradeildarleik Atlético Madrid og Real Madrid í vikunni. Real Madrid vann þá nágranna sína í Atlético í vítakeppni eftir að mark Julián Alvarez í vítakeppninni var dæmt ólöglegt fyrir tvísnertingu. Tvísnertingin var ekki mjög greinileg í sjónvarpsmyndum frá leiknum en myndbandsdómararnir notuðust við nýjustu tækni til að greina snertingu stöðufótarins. Myndband frá TNT Sports af hliðarlínunni sýndi síðan að Alvarez kom vissulega aðeins við boltann með vinstri fæti áður en hann skaut með þeim hægri. Vissulega lítil snerting og mjög hörð refsing fyrir algjörlega óviljandi snertingu. Þetta umdeilda atvik fékk menn til að skora aðrar vítaspyrnur í sögunni. Ein af þeim tók Lionel Messi í úrslitaleik HM í Katar 2022. Staðan var 0-0 í úrslitaleiknum þegar brotið var á Ángel Di María á 23. mínútu. Messi fór á punktinn og skoraði þetta mikilvæga fyrsta mark úrslitaleiksins. Þegar menn fóru að skoða betur vítið hans Messi þá má sjá að hann skaut boltanum í hinn fótinn sinn áður en hann fór í markið. Samkvæmt þeim ströngu reglum sem voru í gildi í leik Atlético Madrid og Real Madrid þá hefði þetta mark Messi einnig átt að vera dæmt ógilt. Leik Argentínu og Frakklands endaði með 3-3 jafntefli eftir að Argentínumenn misstu niður tveggja marka forskot en argentínska liðið vann svo í vítakeppni. Messi vann þá langþráðan heimsmeistaratitil og tók að flestra mati forystuna í umræðunni um besta fótboltamann sögunnar. Það var líka svo gaman á HM að Messi hélt áfram að spila fyrir argentínska landsliðið og hefur bætt við fjórtán landsliðsmörkum síðan. Leikurinn hefði hins vegar getað endað allt öðruvísi og líf Messi breyst á allt annan hátt hefði hann ekki fengið þetta mark sitt dæmt gilt. Vítið hans má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Just Football Innit (@justftblinnit) HM 2022 í Katar Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Sjá meira
Real Madrid vann þá nágranna sína í Atlético í vítakeppni eftir að mark Julián Alvarez í vítakeppninni var dæmt ólöglegt fyrir tvísnertingu. Tvísnertingin var ekki mjög greinileg í sjónvarpsmyndum frá leiknum en myndbandsdómararnir notuðust við nýjustu tækni til að greina snertingu stöðufótarins. Myndband frá TNT Sports af hliðarlínunni sýndi síðan að Alvarez kom vissulega aðeins við boltann með vinstri fæti áður en hann skaut með þeim hægri. Vissulega lítil snerting og mjög hörð refsing fyrir algjörlega óviljandi snertingu. Þetta umdeilda atvik fékk menn til að skora aðrar vítaspyrnur í sögunni. Ein af þeim tók Lionel Messi í úrslitaleik HM í Katar 2022. Staðan var 0-0 í úrslitaleiknum þegar brotið var á Ángel Di María á 23. mínútu. Messi fór á punktinn og skoraði þetta mikilvæga fyrsta mark úrslitaleiksins. Þegar menn fóru að skoða betur vítið hans Messi þá má sjá að hann skaut boltanum í hinn fótinn sinn áður en hann fór í markið. Samkvæmt þeim ströngu reglum sem voru í gildi í leik Atlético Madrid og Real Madrid þá hefði þetta mark Messi einnig átt að vera dæmt ógilt. Leik Argentínu og Frakklands endaði með 3-3 jafntefli eftir að Argentínumenn misstu niður tveggja marka forskot en argentínska liðið vann svo í vítakeppni. Messi vann þá langþráðan heimsmeistaratitil og tók að flestra mati forystuna í umræðunni um besta fótboltamann sögunnar. Það var líka svo gaman á HM að Messi hélt áfram að spila fyrir argentínska landsliðið og hefur bætt við fjórtán landsliðsmörkum síðan. Leikurinn hefði hins vegar getað endað allt öðruvísi og líf Messi breyst á allt annan hátt hefði hann ekki fengið þetta mark sitt dæmt gilt. Vítið hans má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Just Football Innit (@justftblinnit)
HM 2022 í Katar Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Sjá meira