McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 09:01 McLaren maðurinn Lando Norris brosir út að eyrum þegar George Russell óskar honum til hamingju með að hafa náð ráspólnum. AFP/TRACEY NEARMY McLaren menn ætla sér stóra hluta á nýju formúlu 1 tímabili og þeir stóðu undir þeim vonum og væntingum í tímatöku fyrir ástralska kappaksturinn sem fram fór í nótt. Lando Norris og Oscar Piastri, ökumenn McLaren, verða tveir fremstir á ráspólunum en heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Max Verstappen há Red Bull, byrjar þriðji. „Þetta er fullkomin leið til að byrja tímabilið en þetta er bara forkeppnin ekki satt? Við skulum bíða og sjá á morgun því þetta verður varasöm keppni,“ sagði Lando Norris. Norris var aðeins 0,084 á undan liðsfélaga sínum en Max Verstappen var síðan 0,385 sekúndum á eftir Piastri. George Russell hjá Mercedes byrjar fjórði og Yuki Tsunoda há Racing Bull er fimmti á ráspól. Williams maðurinn Alex Albon er sjötti og náði að vera á undan báðum Ferrari bílunum sem ollu vonbrigðum. Charles Lecler verður sjöundi og Lewis Hamilton þarf að byrja áttundi. Fyrsti kappakstur tímabilsins fer síðan fram á brautinni í Melbourne í nótt. McLaren hefur ekki verið á ráspól í ástralska kappakstrinum í þrettán ár eða síðan Lewis Hamilton byrjaði fremstur árið 2012. Hamilton mun nú keppa í fyrsta sinn í Ferrari bílnum en þarf að gera mun betur en í tímatökunni ef hann ætlar að blanda sér eitthvað í baráttuna. Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lando Norris og Oscar Piastri, ökumenn McLaren, verða tveir fremstir á ráspólunum en heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Max Verstappen há Red Bull, byrjar þriðji. „Þetta er fullkomin leið til að byrja tímabilið en þetta er bara forkeppnin ekki satt? Við skulum bíða og sjá á morgun því þetta verður varasöm keppni,“ sagði Lando Norris. Norris var aðeins 0,084 á undan liðsfélaga sínum en Max Verstappen var síðan 0,385 sekúndum á eftir Piastri. George Russell hjá Mercedes byrjar fjórði og Yuki Tsunoda há Racing Bull er fimmti á ráspól. Williams maðurinn Alex Albon er sjötti og náði að vera á undan báðum Ferrari bílunum sem ollu vonbrigðum. Charles Lecler verður sjöundi og Lewis Hamilton þarf að byrja áttundi. Fyrsti kappakstur tímabilsins fer síðan fram á brautinni í Melbourne í nótt. McLaren hefur ekki verið á ráspól í ástralska kappakstrinum í þrettán ár eða síðan Lewis Hamilton byrjaði fremstur árið 2012. Hamilton mun nú keppa í fyrsta sinn í Ferrari bílnum en þarf að gera mun betur en í tímatökunni ef hann ætlar að blanda sér eitthvað í baráttuna.
Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira