McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 09:01 McLaren maðurinn Lando Norris brosir út að eyrum þegar George Russell óskar honum til hamingju með að hafa náð ráspólnum. AFP/TRACEY NEARMY McLaren menn ætla sér stóra hluta á nýju formúlu 1 tímabili og þeir stóðu undir þeim vonum og væntingum í tímatöku fyrir ástralska kappaksturinn sem fram fór í nótt. Lando Norris og Oscar Piastri, ökumenn McLaren, verða tveir fremstir á ráspólunum en heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Max Verstappen há Red Bull, byrjar þriðji. „Þetta er fullkomin leið til að byrja tímabilið en þetta er bara forkeppnin ekki satt? Við skulum bíða og sjá á morgun því þetta verður varasöm keppni,“ sagði Lando Norris. Norris var aðeins 0,084 á undan liðsfélaga sínum en Max Verstappen var síðan 0,385 sekúndum á eftir Piastri. George Russell hjá Mercedes byrjar fjórði og Yuki Tsunoda há Racing Bull er fimmti á ráspól. Williams maðurinn Alex Albon er sjötti og náði að vera á undan báðum Ferrari bílunum sem ollu vonbrigðum. Charles Lecler verður sjöundi og Lewis Hamilton þarf að byrja áttundi. Fyrsti kappakstur tímabilsins fer síðan fram á brautinni í Melbourne í nótt. McLaren hefur ekki verið á ráspól í ástralska kappakstrinum í þrettán ár eða síðan Lewis Hamilton byrjaði fremstur árið 2012. Hamilton mun nú keppa í fyrsta sinn í Ferrari bílnum en þarf að gera mun betur en í tímatökunni ef hann ætlar að blanda sér eitthvað í baráttuna. Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lando Norris og Oscar Piastri, ökumenn McLaren, verða tveir fremstir á ráspólunum en heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Max Verstappen há Red Bull, byrjar þriðji. „Þetta er fullkomin leið til að byrja tímabilið en þetta er bara forkeppnin ekki satt? Við skulum bíða og sjá á morgun því þetta verður varasöm keppni,“ sagði Lando Norris. Norris var aðeins 0,084 á undan liðsfélaga sínum en Max Verstappen var síðan 0,385 sekúndum á eftir Piastri. George Russell hjá Mercedes byrjar fjórði og Yuki Tsunoda há Racing Bull er fimmti á ráspól. Williams maðurinn Alex Albon er sjötti og náði að vera á undan báðum Ferrari bílunum sem ollu vonbrigðum. Charles Lecler verður sjöundi og Lewis Hamilton þarf að byrja áttundi. Fyrsti kappakstur tímabilsins fer síðan fram á brautinni í Melbourne í nótt. McLaren hefur ekki verið á ráspól í ástralska kappakstrinum í þrettán ár eða síðan Lewis Hamilton byrjaði fremstur árið 2012. Hamilton mun nú keppa í fyrsta sinn í Ferrari bílnum en þarf að gera mun betur en í tímatökunni ef hann ætlar að blanda sér eitthvað í baráttuna.
Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira