„Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. mars 2025 22:30 Liam Lawson og Max Verstappen, ökumenn Red Bull, ásamt liðstjóra liðsins, Christian Horner. Mark Sutton - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Red Bull liðsins í Formúlu 1, segir að komandi tímabil verði stærsta áskorun liðsins til þessa. Red Bull liðið hefur trónað á toppi Formúlu 1 undanfarin ár, en á síðasta tímabili mátti þó sjá að forysta þeirra stóð völtum fótum. Liðinu mistókst að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða, en Max Verstappen, annar ökumanna liðsins, varð heimsmeistari ökumanna fjórða árið í röð. Breytingar urðu á Red Bull liðinu í ár og Liam Lawson tók sér sæti í bílnum við hlið Max Verstappen í stað Sergio Perez. Verstappen hélt í við fremstu bíla í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn, fyrstu keppni tímabilsins, í gærnótt, en Lawson komst ekki í gegnum fyrsta hluta tímatökunnar og ræsir átjándi í nótt. Þrátt fyrir augljósar brotalamir á Red Bull bílnum kveðst Christian Horner vera spenntur fyrir tímabilinu. „Fyrir mér er kaflinn sem liðið er að ganga í gegnum mjög spennandi. Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika,“ sagði Horner í aðdraganda keppnishelgarinnar. „Þetta verður magnað ferðalag og eitthvað sem ég hlakka mikið til.“ „Við höfum átt ótrúlegu gengi að fagna þar sem við höfum verið að hanna og smíða yfirbygginguna sjálfir, en með mismunandi vélaframleiðendum, bæði með Renault og síðar Honda. En nú þegar nýjar vélareglur taka gildi fyrir næsta tímabil fannst okkur kominn tími til að taka örlögin í okkar hendur og handsmíða okkar eigin vél.“ „Við erum í kapphlaupi við tímann því að á þessum tíma á næsta ári verða þær vélar í okkar eigin bílum.“ Ástralski kappaksturinn, fyrsta keppni tímabilsins í Formúlu 1, hefst klukkan 03:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Red Bull liðið hefur trónað á toppi Formúlu 1 undanfarin ár, en á síðasta tímabili mátti þó sjá að forysta þeirra stóð völtum fótum. Liðinu mistókst að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða, en Max Verstappen, annar ökumanna liðsins, varð heimsmeistari ökumanna fjórða árið í röð. Breytingar urðu á Red Bull liðinu í ár og Liam Lawson tók sér sæti í bílnum við hlið Max Verstappen í stað Sergio Perez. Verstappen hélt í við fremstu bíla í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn, fyrstu keppni tímabilsins, í gærnótt, en Lawson komst ekki í gegnum fyrsta hluta tímatökunnar og ræsir átjándi í nótt. Þrátt fyrir augljósar brotalamir á Red Bull bílnum kveðst Christian Horner vera spenntur fyrir tímabilinu. „Fyrir mér er kaflinn sem liðið er að ganga í gegnum mjög spennandi. Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika,“ sagði Horner í aðdraganda keppnishelgarinnar. „Þetta verður magnað ferðalag og eitthvað sem ég hlakka mikið til.“ „Við höfum átt ótrúlegu gengi að fagna þar sem við höfum verið að hanna og smíða yfirbygginguna sjálfir, en með mismunandi vélaframleiðendum, bæði með Renault og síðar Honda. En nú þegar nýjar vélareglur taka gildi fyrir næsta tímabil fannst okkur kominn tími til að taka örlögin í okkar hendur og handsmíða okkar eigin vél.“ „Við erum í kapphlaupi við tímann því að á þessum tíma á næsta ári verða þær vélar í okkar eigin bílum.“ Ástralski kappaksturinn, fyrsta keppni tímabilsins í Formúlu 1, hefst klukkan 03:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira