„Þessi á drapst á einni nóttu“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2025 11:41 Úrgangurinn frá námunni fór hér um áður en hann fór út í Kafueá. AP/Richard Kille Yfirvöld og náttúruverndarsamtök í Sambíu óttast mikil langtímaáhrif gífurlegrar mengunar á stórri á þar í landi. Stífla við námu brast í síðasta mánuði og flæddi sýrumengaður úrgangur niður ánna og gæti það haft áhrif á milljónir manna sem búa við ánna og reiða jafnvel lífsviðurværi sitt á henni. Um er að ræða koparnámu sem rekin er af fyrirtæki sem er að mestu í eigu kínverska ríkisins. Sambía er eitt stærsta koparútflutningsland heims og Kínverjar eru umsvifamiklir þar. Stíflan gaf sig þann 18. febrúar og streymdi þá um fimmtíu milljón lítrar af úrgangi, þar á meðal sýru og þungamálmum, niður Kafueá, eina mikilvægustu á Sambíu. Enn er verið að rannsaka umfang mengunarinnar en AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum þar að mengunin hafi greinst hundrað kílómetrum neðar í ánni. Þar hafa dauðir fiskar rekið á land. Ræktunarland á bökkum árinnar menguðust og hefur það komið niður á uppskeru. Dauðir fiskar hafa rekið á land um hundrað kílómetra frá námunni.AP/Richard Kille Kafue rennur um 1.500 kílómetra gegnum Sambíu en Hakainde Hichilema, forseti ríkisins, hefur beðið um aðstoð vegna mengunarslyssins og segir það ógna fólki og dýraríki sem treystir á ánna. Um sextíu prósent íbúa Sambíu búa á vatnasviði Kafue og treysta á ánna varðandi veiðar, áveitur fyrir landbúnað, fyrir drykkjarvatn og fleira. „Fyrir 18. febrúar var þetta fjörug og lífleg á,“ sagði Sean Cornelius, sem býr við Kafue, við blaðamann AP. „Nú er allt dautt. Það er eins og áin sé algerlega dauð. Ótrúlegt. Þessi á drapst á einni nóttu.“ Flugmenn flughers Sambíu hafa kastað hundruðum tonna af kalki í ánna með því markmiði að það vinni gegn sýrunni og hafa hraðbátar einnig verið notaðir til verksins. Frá koparnámunni þar sem stíflan brast.AP/RIchard Kille Reyndu að hylma yfir annan leka Zhang Peiwen, forstjóri Sino-Metals Leach Zambia, kínverska fyrirtækisins, er sagður hafa fundað með ráðherrum í vikunni og beðist afsökunar. Á fundinum sagði hann að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu gera allt sem þeir gætu til að bæta skaðann eins fljótt og hægt væri. Kínversk námufyrirtæki í Sambíu, Kongó, Simbabve og öðrum ríkjum Afríku hafa lengi verið gagnrýnd fyrir slaka umhverfisvernd og að hunsa reglugerðir ríkjanna. Nokkrum dögum eftir slysið í námu Sino-Metals greindist annar minni sýruleki í annarri koparnámu í eigu kínversks fyrirtækis en forsvarsmenn þess hafa verið sakaðir um að reyna að hylma yfir lekann. Lögreglan segir mann hafa látið lífið þegar hann féll ofan í sýru og að þrátt fyrir að forsvarsmönnum námunnar hafi í kjölfarið verið skipað að loka námunni um tíma hafi það ekki verið gert. Tveir kínverskir yfirmenn námunnar hafa verið handteknir. Sambía Kína Umhverfismál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Um er að ræða koparnámu sem rekin er af fyrirtæki sem er að mestu í eigu kínverska ríkisins. Sambía er eitt stærsta koparútflutningsland heims og Kínverjar eru umsvifamiklir þar. Stíflan gaf sig þann 18. febrúar og streymdi þá um fimmtíu milljón lítrar af úrgangi, þar á meðal sýru og þungamálmum, niður Kafueá, eina mikilvægustu á Sambíu. Enn er verið að rannsaka umfang mengunarinnar en AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum þar að mengunin hafi greinst hundrað kílómetrum neðar í ánni. Þar hafa dauðir fiskar rekið á land. Ræktunarland á bökkum árinnar menguðust og hefur það komið niður á uppskeru. Dauðir fiskar hafa rekið á land um hundrað kílómetra frá námunni.AP/Richard Kille Kafue rennur um 1.500 kílómetra gegnum Sambíu en Hakainde Hichilema, forseti ríkisins, hefur beðið um aðstoð vegna mengunarslyssins og segir það ógna fólki og dýraríki sem treystir á ánna. Um sextíu prósent íbúa Sambíu búa á vatnasviði Kafue og treysta á ánna varðandi veiðar, áveitur fyrir landbúnað, fyrir drykkjarvatn og fleira. „Fyrir 18. febrúar var þetta fjörug og lífleg á,“ sagði Sean Cornelius, sem býr við Kafue, við blaðamann AP. „Nú er allt dautt. Það er eins og áin sé algerlega dauð. Ótrúlegt. Þessi á drapst á einni nóttu.“ Flugmenn flughers Sambíu hafa kastað hundruðum tonna af kalki í ánna með því markmiði að það vinni gegn sýrunni og hafa hraðbátar einnig verið notaðir til verksins. Frá koparnámunni þar sem stíflan brast.AP/RIchard Kille Reyndu að hylma yfir annan leka Zhang Peiwen, forstjóri Sino-Metals Leach Zambia, kínverska fyrirtækisins, er sagður hafa fundað með ráðherrum í vikunni og beðist afsökunar. Á fundinum sagði hann að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu gera allt sem þeir gætu til að bæta skaðann eins fljótt og hægt væri. Kínversk námufyrirtæki í Sambíu, Kongó, Simbabve og öðrum ríkjum Afríku hafa lengi verið gagnrýnd fyrir slaka umhverfisvernd og að hunsa reglugerðir ríkjanna. Nokkrum dögum eftir slysið í námu Sino-Metals greindist annar minni sýruleki í annarri koparnámu í eigu kínversks fyrirtækis en forsvarsmenn þess hafa verið sakaðir um að reyna að hylma yfir lekann. Lögreglan segir mann hafa látið lífið þegar hann féll ofan í sýru og að þrátt fyrir að forsvarsmönnum námunnar hafi í kjölfarið verið skipað að loka námunni um tíma hafi það ekki verið gert. Tveir kínverskir yfirmenn námunnar hafa verið handteknir.
Sambía Kína Umhverfismál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira