Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2025 13:32 George Simion, leiðtogi næststærsta flokks Rúmeníu, fékk framboð sitt staðfest. Hann og annar fulltrúa hægri jaðarsins höfðu ákveðið að annar þeirri viki ef þeir kæmust báðir á kjörseðilinn. AP/Vadim Ghirda Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. Forsetakosningarnar verða endurteknar 4. og 18. maí í kjölfar þess að hæstiréttur Rúmeníu ógilti kosningarnar sem fóru fram í desember. Stjórnvöld í Kreml voru sökuð um að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar til þess að hjálpa Calin Georgescu, frambjóðanda ysta hægrisins, sem var með forskot í skoðanakönnunum. Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Tveir harðlínumenn af hægri jaðrinum gáfu kost á sér í stað Georgescu og gerðu með sér samkomulag um að annar stigi til hliðar ef framboð þeirra beggja yrði samþykkt. Yfirkjörstjórn hefur nú samþykkt framboð bæði George Simion og Önumaríu Gavrila. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi enn ekki ákveðið hvort þeirra dregur sig í hlé. Simion er leiðtogi næststærsta flokks landsins, Bandalags um sameiningu Rúmena. Hann sætir nú sakamálarannsókn fyrir að æsa til ofbeldis í kjölfar þess að Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Hann neitar sök og segir rannsóknina eiga sér pólitískar rætur. Simion hlaut 13,8 prósent atkvæða og hafnaði í fjórða sæti í kosningunum í desember. Hann er mikill aðdáandi sitjandi Bandaríkjaforseta. Gavrila er leiðtogi Flokks unga fólksins. Bæði studdu þau framboð Georgescu og hafa líkt og hann haldið uppi hörðum þjóðernisáróðri. Skoðanakannanir benda til þess að hvort þeirra sem er gæti fengið rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Nicusor Dan, borgarstjóri höfuðborgarinnar Búkarest af miðju rúmenskra stjórnmála, sigraði líklega hvort þeirra sem hann mætti í seinni umferð. Hallir undir Kreml Hægrijaðarflokkar Rúmeníu eru almennt hallir undir Rússland í utanríkismálum og eru á móti því að styðja varnir nágrannaríkisins Úkraínu. Fyrir vikið eru það ekki aðeins rússnesk stjórnvöld sem hafa reynt að hlutast til um kosningarnar í Rúmeníu heldur fulltrúar ófrjálslyndra afla í vestrænum ríkjum, þar á meðal Elon Musk, ríkasti maður heims og nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Á meðal þess sem Simion hefur talað um í kosningabaráttunni er að sameinast nágrannaríkinu Moldóvu. Honum er fyrir vikið bannað að ferðast til landsins. Þá er hann ekki velkominn í Úkraínu en þarlend stjórnvöld telja Simion öryggisógn, að sögn AP-fréttastofunnar. Rúmenía Tengdar fréttir Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Forsetakosningarnar verða endurteknar 4. og 18. maí í kjölfar þess að hæstiréttur Rúmeníu ógilti kosningarnar sem fóru fram í desember. Stjórnvöld í Kreml voru sökuð um að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar til þess að hjálpa Calin Georgescu, frambjóðanda ysta hægrisins, sem var með forskot í skoðanakönnunum. Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Tveir harðlínumenn af hægri jaðrinum gáfu kost á sér í stað Georgescu og gerðu með sér samkomulag um að annar stigi til hliðar ef framboð þeirra beggja yrði samþykkt. Yfirkjörstjórn hefur nú samþykkt framboð bæði George Simion og Önumaríu Gavrila. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi enn ekki ákveðið hvort þeirra dregur sig í hlé. Simion er leiðtogi næststærsta flokks landsins, Bandalags um sameiningu Rúmena. Hann sætir nú sakamálarannsókn fyrir að æsa til ofbeldis í kjölfar þess að Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Hann neitar sök og segir rannsóknina eiga sér pólitískar rætur. Simion hlaut 13,8 prósent atkvæða og hafnaði í fjórða sæti í kosningunum í desember. Hann er mikill aðdáandi sitjandi Bandaríkjaforseta. Gavrila er leiðtogi Flokks unga fólksins. Bæði studdu þau framboð Georgescu og hafa líkt og hann haldið uppi hörðum þjóðernisáróðri. Skoðanakannanir benda til þess að hvort þeirra sem er gæti fengið rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Nicusor Dan, borgarstjóri höfuðborgarinnar Búkarest af miðju rúmenskra stjórnmála, sigraði líklega hvort þeirra sem hann mætti í seinni umferð. Hallir undir Kreml Hægrijaðarflokkar Rúmeníu eru almennt hallir undir Rússland í utanríkismálum og eru á móti því að styðja varnir nágrannaríkisins Úkraínu. Fyrir vikið eru það ekki aðeins rússnesk stjórnvöld sem hafa reynt að hlutast til um kosningarnar í Rúmeníu heldur fulltrúar ófrjálslyndra afla í vestrænum ríkjum, þar á meðal Elon Musk, ríkasti maður heims og nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Á meðal þess sem Simion hefur talað um í kosningabaráttunni er að sameinast nágrannaríkinu Moldóvu. Honum er fyrir vikið bannað að ferðast til landsins. Þá er hann ekki velkominn í Úkraínu en þarlend stjórnvöld telja Simion öryggisógn, að sögn AP-fréttastofunnar.
Rúmenía Tengdar fréttir Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52