Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. mars 2025 16:12 Ungir sem aldnir geta glímt við heyrnarskerðingu. Hún getur verið allt frá mildri heyrnarskerðingu yfir í mjög alvarlega. Vísir/Vilhelm Einn af hverjum fimm Íslendingum eru með einhverja heyrnarskerðingu og er reiknað með að eftir fimm ár muni 35 þúsund Íslendinga þurfa á heyrnarþjónustu að halda. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um skipulag heyrnarþjónustu til framtíðar. Greint er frá skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra skipaði í júlí á liðnu ári, í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að áhersla sé lögð á notendavæna þjónustu sem taki mið af alvarleika heyrnarskerðingar notendanna og að þjónustan sé veitt í samræmi við það á viðeigandi þjónustustigi. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að heyrnarskerðing sé vaxandi sem hafi áhrif á einn af hverjum fimm íbúum landsins. Rúm 60 prósent þeirra sé fólk sem er eldri en 50 ára. „Með hækkandi aldri þjóðarinnar hefur heyrnarskerðing nær tvöfaldast á síðustu 45 árum,“ segir einnig. Um 35 þúsund manns þurfi heyrnarþjónustu eftir fimm ár Tölur um fjölda heyrnarskertra á Íslandi liggi ekki fyrir en gögn úr nýlegri rannsókn um algengi heyrnarskerðingar bendi til þess að um 55 þúsund manns (um 14,3 prósent) séu með væga til mjög alvarlega heyrnarskerðingu. Af þeim fjölda séu um tólf þúsund manns með miðlungs til alvarlega heyrnarskerðingu og um 800 manns með alvarlega eða mjög alvarlega heyrnarskerðingu. „Reiknað er með að hérlendis muni um 35.000 manns þurfa á einhvers konar heyrnarþjónustu að halda árið 2030, einkum aldraðir,“ segir í tilkynningunni. Huga þurfi sérstaklega að þeim hópum sem eru með mikla heyrnarskerðingu og þurfa á samþættri sérfræðiþjónustu að halda. Um sjö prósent landsmanna þarfnist sértækra úrræða. Heyrnarskert börn í áttatíu gunnskólum landsins Starfshópurinn leggur áherslu á að við framkvæmd heyrnarþjónustu þurfi að huga að þáttum eins og búsetu og aðgengi að sérfræðiþjónustu. Bent sé á að um sjö prósent íbúa landsins séu með það mikla heyrnarskerðingu að hún krefjist sérstakra úrræða, heyrnar- og/eða hjálpartækja, eða annarrar þjónustu. Þeir dreifist um allt landið. „Stærsti einstaki hópurinn eru aldraðir einstaklingar með aldurstengt heyrnartap, en mikilvægt sé að huga að öðrum hópum sem eru í viðkvæmri stöðu vegna heyrnarskerðingar eða heyrnarleysis. Til að mynda eru heyrnarskert börn í tæplega 80 grunnskólum vítt og breitt um landið,“ segir í tilkynningunni. Að mati hópsins sé mikilvægt að tryggja aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi, meðal annars í formi fræðslu, ráðgjafar og skimunar. Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Greint er frá skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra skipaði í júlí á liðnu ári, í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að áhersla sé lögð á notendavæna þjónustu sem taki mið af alvarleika heyrnarskerðingar notendanna og að þjónustan sé veitt í samræmi við það á viðeigandi þjónustustigi. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að heyrnarskerðing sé vaxandi sem hafi áhrif á einn af hverjum fimm íbúum landsins. Rúm 60 prósent þeirra sé fólk sem er eldri en 50 ára. „Með hækkandi aldri þjóðarinnar hefur heyrnarskerðing nær tvöfaldast á síðustu 45 árum,“ segir einnig. Um 35 þúsund manns þurfi heyrnarþjónustu eftir fimm ár Tölur um fjölda heyrnarskertra á Íslandi liggi ekki fyrir en gögn úr nýlegri rannsókn um algengi heyrnarskerðingar bendi til þess að um 55 þúsund manns (um 14,3 prósent) séu með væga til mjög alvarlega heyrnarskerðingu. Af þeim fjölda séu um tólf þúsund manns með miðlungs til alvarlega heyrnarskerðingu og um 800 manns með alvarlega eða mjög alvarlega heyrnarskerðingu. „Reiknað er með að hérlendis muni um 35.000 manns þurfa á einhvers konar heyrnarþjónustu að halda árið 2030, einkum aldraðir,“ segir í tilkynningunni. Huga þurfi sérstaklega að þeim hópum sem eru með mikla heyrnarskerðingu og þurfa á samþættri sérfræðiþjónustu að halda. Um sjö prósent landsmanna þarfnist sértækra úrræða. Heyrnarskert börn í áttatíu gunnskólum landsins Starfshópurinn leggur áherslu á að við framkvæmd heyrnarþjónustu þurfi að huga að þáttum eins og búsetu og aðgengi að sérfræðiþjónustu. Bent sé á að um sjö prósent íbúa landsins séu með það mikla heyrnarskerðingu að hún krefjist sérstakra úrræða, heyrnar- og/eða hjálpartækja, eða annarrar þjónustu. Þeir dreifist um allt landið. „Stærsti einstaki hópurinn eru aldraðir einstaklingar með aldurstengt heyrnartap, en mikilvægt sé að huga að öðrum hópum sem eru í viðkvæmri stöðu vegna heyrnarskerðingar eða heyrnarleysis. Til að mynda eru heyrnarskert börn í tæplega 80 grunnskólum vítt og breitt um landið,“ segir í tilkynningunni. Að mati hópsins sé mikilvægt að tryggja aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi, meðal annars í formi fræðslu, ráðgjafar og skimunar.
Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira