Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. mars 2025 16:12 Ungir sem aldnir geta glímt við heyrnarskerðingu. Hún getur verið allt frá mildri heyrnarskerðingu yfir í mjög alvarlega. Vísir/Vilhelm Einn af hverjum fimm Íslendingum eru með einhverja heyrnarskerðingu og er reiknað með að eftir fimm ár muni 35 þúsund Íslendinga þurfa á heyrnarþjónustu að halda. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um skipulag heyrnarþjónustu til framtíðar. Greint er frá skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra skipaði í júlí á liðnu ári, í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að áhersla sé lögð á notendavæna þjónustu sem taki mið af alvarleika heyrnarskerðingar notendanna og að þjónustan sé veitt í samræmi við það á viðeigandi þjónustustigi. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að heyrnarskerðing sé vaxandi sem hafi áhrif á einn af hverjum fimm íbúum landsins. Rúm 60 prósent þeirra sé fólk sem er eldri en 50 ára. „Með hækkandi aldri þjóðarinnar hefur heyrnarskerðing nær tvöfaldast á síðustu 45 árum,“ segir einnig. Um 35 þúsund manns þurfi heyrnarþjónustu eftir fimm ár Tölur um fjölda heyrnarskertra á Íslandi liggi ekki fyrir en gögn úr nýlegri rannsókn um algengi heyrnarskerðingar bendi til þess að um 55 þúsund manns (um 14,3 prósent) séu með væga til mjög alvarlega heyrnarskerðingu. Af þeim fjölda séu um tólf þúsund manns með miðlungs til alvarlega heyrnarskerðingu og um 800 manns með alvarlega eða mjög alvarlega heyrnarskerðingu. „Reiknað er með að hérlendis muni um 35.000 manns þurfa á einhvers konar heyrnarþjónustu að halda árið 2030, einkum aldraðir,“ segir í tilkynningunni. Huga þurfi sérstaklega að þeim hópum sem eru með mikla heyrnarskerðingu og þurfa á samþættri sérfræðiþjónustu að halda. Um sjö prósent landsmanna þarfnist sértækra úrræða. Heyrnarskert börn í áttatíu gunnskólum landsins Starfshópurinn leggur áherslu á að við framkvæmd heyrnarþjónustu þurfi að huga að þáttum eins og búsetu og aðgengi að sérfræðiþjónustu. Bent sé á að um sjö prósent íbúa landsins séu með það mikla heyrnarskerðingu að hún krefjist sérstakra úrræða, heyrnar- og/eða hjálpartækja, eða annarrar þjónustu. Þeir dreifist um allt landið. „Stærsti einstaki hópurinn eru aldraðir einstaklingar með aldurstengt heyrnartap, en mikilvægt sé að huga að öðrum hópum sem eru í viðkvæmri stöðu vegna heyrnarskerðingar eða heyrnarleysis. Til að mynda eru heyrnarskert börn í tæplega 80 grunnskólum vítt og breitt um landið,“ segir í tilkynningunni. Að mati hópsins sé mikilvægt að tryggja aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi, meðal annars í formi fræðslu, ráðgjafar og skimunar. Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Greint er frá skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra skipaði í júlí á liðnu ári, í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að áhersla sé lögð á notendavæna þjónustu sem taki mið af alvarleika heyrnarskerðingar notendanna og að þjónustan sé veitt í samræmi við það á viðeigandi þjónustustigi. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að heyrnarskerðing sé vaxandi sem hafi áhrif á einn af hverjum fimm íbúum landsins. Rúm 60 prósent þeirra sé fólk sem er eldri en 50 ára. „Með hækkandi aldri þjóðarinnar hefur heyrnarskerðing nær tvöfaldast á síðustu 45 árum,“ segir einnig. Um 35 þúsund manns þurfi heyrnarþjónustu eftir fimm ár Tölur um fjölda heyrnarskertra á Íslandi liggi ekki fyrir en gögn úr nýlegri rannsókn um algengi heyrnarskerðingar bendi til þess að um 55 þúsund manns (um 14,3 prósent) séu með væga til mjög alvarlega heyrnarskerðingu. Af þeim fjölda séu um tólf þúsund manns með miðlungs til alvarlega heyrnarskerðingu og um 800 manns með alvarlega eða mjög alvarlega heyrnarskerðingu. „Reiknað er með að hérlendis muni um 35.000 manns þurfa á einhvers konar heyrnarþjónustu að halda árið 2030, einkum aldraðir,“ segir í tilkynningunni. Huga þurfi sérstaklega að þeim hópum sem eru með mikla heyrnarskerðingu og þurfa á samþættri sérfræðiþjónustu að halda. Um sjö prósent landsmanna þarfnist sértækra úrræða. Heyrnarskert börn í áttatíu gunnskólum landsins Starfshópurinn leggur áherslu á að við framkvæmd heyrnarþjónustu þurfi að huga að þáttum eins og búsetu og aðgengi að sérfræðiþjónustu. Bent sé á að um sjö prósent íbúa landsins séu með það mikla heyrnarskerðingu að hún krefjist sérstakra úrræða, heyrnar- og/eða hjálpartækja, eða annarrar þjónustu. Þeir dreifist um allt landið. „Stærsti einstaki hópurinn eru aldraðir einstaklingar með aldurstengt heyrnartap, en mikilvægt sé að huga að öðrum hópum sem eru í viðkvæmri stöðu vegna heyrnarskerðingar eða heyrnarleysis. Til að mynda eru heyrnarskert börn í tæplega 80 grunnskólum vítt og breitt um landið,“ segir í tilkynningunni. Að mati hópsins sé mikilvægt að tryggja aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi, meðal annars í formi fræðslu, ráðgjafar og skimunar.
Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira