Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2025 09:31 Kristinn Albertsson, formaður KKÍ. Vísir/Sigurjón Nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir framtíðina bjarta í greininni. Hann vonast til að finna langtíma lausn varðandi erlenda leikmenn hér á landi. Kristinn Albertsson var kjörinn á ársþingi KKÍ um helgina og tekur við starfinu af Guðbjörgu Norðfjörð sem hafði aðeins verið formaður í tvö ár en verið tvo áratugi í stjórn. Hann tekur við á hvað mest spennandi tíma ársins. „Mjög skemmtilegur tími fram undan, VÍS-bikarinn þessa vikuna og svo mjög spennandi lokaumferð í Bónus-deildinni í næstu viku. Svo eru auðvitað EuroBasket,“ segir Kristinn í samtali við íþróttadeild. Klippa: Sé hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Kristinn segist koma inn með ferska sýn. „Auðvitað koma alltaf breytingar með nýjum mönnum. Stjórnin er tíu manns og ég er einn af tíu. Ég kannski bý að því, sem ég held að sé kostur frekar en galli, að koma utan að hafandi séð hreyfinguna utanfrá. Ég kem ferskur og með engar fyrirfram skoðanir á fullt af málum,“ „Ég horfi á þetta þannig að við stöndum á ákveðnum krossgötum. Það hefur verið frábært að sjá velgengnina undanfarin ár en ég held það sé kominn tími á næsta skref að lyfta okkur upp. En það þarf peninga í það, og það er verkefnið,“ segir Kristinn. Af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þau skref séu að stækka körfubolta á Íslandi enn frekar. „Við viljum stækka útbreiðsluna frekar og sækja frekari peninga frá alþjóðasamböndum, sem er skammarlega lítið, sem kemur þaðan. Ég sakna þess að hafa körfubolta á áður frábærum stöðum eins og Stykkishólmi, Borgarnesi eða Ísafirði. Ég vil sjá útbreiðsluna sem mesta. Ég hef til að mynda oft spurt mig af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þetta er útbreiðslan og að stækka körfuboltann eins og hægt er. Það er verkefnið,“ segir Kristinn. Einnig þarf að finna nýjan landsliðsþjálfara kvenna en tilkynnt var á dögunum að Benedikt Guðmundsson myndi ekki sinna starfinu áfram. „Það bíður. Við búum að því að eiga fullt af góðum þjálfurum og það verður bara gengið í það,“ segir Kristinn sem kemur einnig inn á það að tækifæri séu til bóta hjá kvennalandsliðinu og horfir til þess að körfuboltalandslið kvenna komi sér á stórmót, rétt eins og landslið kvenna í fótbolta og handbolta. Komast að niðurstöðu og eyða tíma í annað Mál erlendra leikmanna hafa verið stærsta þrætueplið innan hreyfingarinnar undanfarin ár og reglum um þá verið breytt ítrekað síðustu ár. Á þingi helgarinnar var stjórn KKÍ falið að finna lausn til framtíðar og Kristinn kallar eftir meiri fasta í reglugerðinni. „Það kom þægilega á óvart að þessi málaflokkur var ekki mikið ræddur á þinginu. Ólíkt undanfarin ár þegar þetta hefur oft heltekið þingið. Niðurstaðan var að vísa þessu til stjórnar til að finna breiða lausn á því. Það var eyrnamerkt að það yrðu þrír erlendir leikmenn og þá tveir með íslenskt vegabréf inni á leikvellinum hverju sinni,“ segir Kristinn og bætir við: „Það virðist vera þokkaleg samstaða um það en hlutverk stjórnarinnar er að skoða fleiri kosti og hlusta á fleiri félög. En það kom þægilega á óvart hvað það voru mörg félög sem studdu það sem lagt var til,“ „Mín von er sú að við finnum einhverja lendingu, hver svo sem lendingin verður, og við hættum að ræða þetta og festum þetta í sessi, ég hef talað um sex ár, séum ekki að ræða þetta á hverju einasta þingi og setjum tímann frekar í eitthvað annað,“ segir Kristinn. Hvorki sjálfbært né til bóta Mikið hefur verið fjallað um þann mikla fjölda erlendra leikmanna sem bæst hafa í deildina í ár. Þá virtust lið fara í ákveðna pissukeppni um mitt mót þegar hver NBA-leikmaðurinn og stóra nafnið rakti annað í Bónus deild karla - allir virtust vilja toppa hvern annan. Kristinn segir þetta ekki sjálfbært. „Þetta er auðvitað smá trade off. Annars vegar viljum við hafa þetta sem sterkasta deild og það höfum við að einhverju leyti verið að gera með útlendingum, en svo hins vegar að tryggja að íslenskir leikmenn fái tækifæri,“ „Rétt jafnvægi þarf að finnast í þessu. Eins og þetta keppnistímabil hefur verið er ég ekki viss um að það sé sjálfbært og ég er heldur ekki viss um að það sé íslenskum körfubolta til bóta. En við sjáum til,“ segir Kristinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst í greininni. KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Kristinn Albertsson var kjörinn á ársþingi KKÍ um helgina og tekur við starfinu af Guðbjörgu Norðfjörð sem hafði aðeins verið formaður í tvö ár en verið tvo áratugi í stjórn. Hann tekur við á hvað mest spennandi tíma ársins. „Mjög skemmtilegur tími fram undan, VÍS-bikarinn þessa vikuna og svo mjög spennandi lokaumferð í Bónus-deildinni í næstu viku. Svo eru auðvitað EuroBasket,“ segir Kristinn í samtali við íþróttadeild. Klippa: Sé hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Kristinn segist koma inn með ferska sýn. „Auðvitað koma alltaf breytingar með nýjum mönnum. Stjórnin er tíu manns og ég er einn af tíu. Ég kannski bý að því, sem ég held að sé kostur frekar en galli, að koma utan að hafandi séð hreyfinguna utanfrá. Ég kem ferskur og með engar fyrirfram skoðanir á fullt af málum,“ „Ég horfi á þetta þannig að við stöndum á ákveðnum krossgötum. Það hefur verið frábært að sjá velgengnina undanfarin ár en ég held það sé kominn tími á næsta skref að lyfta okkur upp. En það þarf peninga í það, og það er verkefnið,“ segir Kristinn. Af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þau skref séu að stækka körfubolta á Íslandi enn frekar. „Við viljum stækka útbreiðsluna frekar og sækja frekari peninga frá alþjóðasamböndum, sem er skammarlega lítið, sem kemur þaðan. Ég sakna þess að hafa körfubolta á áður frábærum stöðum eins og Stykkishólmi, Borgarnesi eða Ísafirði. Ég vil sjá útbreiðsluna sem mesta. Ég hef til að mynda oft spurt mig af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þetta er útbreiðslan og að stækka körfuboltann eins og hægt er. Það er verkefnið,“ segir Kristinn. Einnig þarf að finna nýjan landsliðsþjálfara kvenna en tilkynnt var á dögunum að Benedikt Guðmundsson myndi ekki sinna starfinu áfram. „Það bíður. Við búum að því að eiga fullt af góðum þjálfurum og það verður bara gengið í það,“ segir Kristinn sem kemur einnig inn á það að tækifæri séu til bóta hjá kvennalandsliðinu og horfir til þess að körfuboltalandslið kvenna komi sér á stórmót, rétt eins og landslið kvenna í fótbolta og handbolta. Komast að niðurstöðu og eyða tíma í annað Mál erlendra leikmanna hafa verið stærsta þrætueplið innan hreyfingarinnar undanfarin ár og reglum um þá verið breytt ítrekað síðustu ár. Á þingi helgarinnar var stjórn KKÍ falið að finna lausn til framtíðar og Kristinn kallar eftir meiri fasta í reglugerðinni. „Það kom þægilega á óvart að þessi málaflokkur var ekki mikið ræddur á þinginu. Ólíkt undanfarin ár þegar þetta hefur oft heltekið þingið. Niðurstaðan var að vísa þessu til stjórnar til að finna breiða lausn á því. Það var eyrnamerkt að það yrðu þrír erlendir leikmenn og þá tveir með íslenskt vegabréf inni á leikvellinum hverju sinni,“ segir Kristinn og bætir við: „Það virðist vera þokkaleg samstaða um það en hlutverk stjórnarinnar er að skoða fleiri kosti og hlusta á fleiri félög. En það kom þægilega á óvart hvað það voru mörg félög sem studdu það sem lagt var til,“ „Mín von er sú að við finnum einhverja lendingu, hver svo sem lendingin verður, og við hættum að ræða þetta og festum þetta í sessi, ég hef talað um sex ár, séum ekki að ræða þetta á hverju einasta þingi og setjum tímann frekar í eitthvað annað,“ segir Kristinn. Hvorki sjálfbært né til bóta Mikið hefur verið fjallað um þann mikla fjölda erlendra leikmanna sem bæst hafa í deildina í ár. Þá virtust lið fara í ákveðna pissukeppni um mitt mót þegar hver NBA-leikmaðurinn og stóra nafnið rakti annað í Bónus deild karla - allir virtust vilja toppa hvern annan. Kristinn segir þetta ekki sjálfbært. „Þetta er auðvitað smá trade off. Annars vegar viljum við hafa þetta sem sterkasta deild og það höfum við að einhverju leyti verið að gera með útlendingum, en svo hins vegar að tryggja að íslenskir leikmenn fái tækifæri,“ „Rétt jafnvægi þarf að finnast í þessu. Eins og þetta keppnistímabil hefur verið er ég ekki viss um að það sé sjálfbært og ég er heldur ekki viss um að það sé íslenskum körfubolta til bóta. En við sjáum til,“ segir Kristinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst í greininni.
KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira