Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Árni Sæberg skrifar 18. mars 2025 11:26 Alma Möller heilbrigðisráðherra er ekki einungis fyrrverandi landlæknir heldur einnig reynslumikill svæfingar- og gjörgæslulæknir. Vísir/Vilhelm Alma Möller heilbrigðisráðherra þurfti að rifja upp ekki svo gamla takta þegar maður veiktist um borð í flugvél á leið til landsins. Alma kom sjúklingnum til aðstoðar, ásamt öðrum lækni og hjúkrunarfræðingi, og honum var komið á sjúkrahús eftir lendingu. Alma var spurð út í þetta að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Henni þótti það þó ekki endilega í frásögur færandi að læknir kæmi manni til aðstoðar í flugvél. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hana. „Ég var að koma til landsins í gærkvöldi og það var kallað eftir lækni og ég er, jú, menntaður læknir. Þannig að sjálfsögðu gaf ég mig fram og og sinnti þeim einstaklingi sem þurfti að sinna.“ Alls ekki í fyrsta skiptið Alma vill, eðli málsins samkvæmt, lítið gefa upp um ástand sjúklingsins og ekki staðfesta hvort hann hafi verið í lífshættu. Hins vegar segir hún að málinu hafi lokið þannig að sjúklingnum var komið á sjúkrahús, enda séu það opinberar upplýsingar. Alma segist oft hafa gefið sig fram þegar kallað hefur verið eftir aðstoð læknis í flugi. Læknar ferðist almennt mikið og í þetta skiptið hafi þau verið tveir læknar um borð og einn hjúkrunarfræðingur. „Þannig að við vorum mjög vel mönnuð,“ segir Alma. Alltaf nóg að gera hjá Ölmu Þannig að það er nóg að gera hjá Ölmu Möller þessa dagana? „Já, það er alltaf nóg að gera. Auðvitað er ég fyrst og síðast svæfinga- og gjörgæslulæknir og ég ætla, allavega í huganum, að halda mér við í því starfi.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Sjá meira
Alma var spurð út í þetta að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Henni þótti það þó ekki endilega í frásögur færandi að læknir kæmi manni til aðstoðar í flugvél. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hana. „Ég var að koma til landsins í gærkvöldi og það var kallað eftir lækni og ég er, jú, menntaður læknir. Þannig að sjálfsögðu gaf ég mig fram og og sinnti þeim einstaklingi sem þurfti að sinna.“ Alls ekki í fyrsta skiptið Alma vill, eðli málsins samkvæmt, lítið gefa upp um ástand sjúklingsins og ekki staðfesta hvort hann hafi verið í lífshættu. Hins vegar segir hún að málinu hafi lokið þannig að sjúklingnum var komið á sjúkrahús, enda séu það opinberar upplýsingar. Alma segist oft hafa gefið sig fram þegar kallað hefur verið eftir aðstoð læknis í flugi. Læknar ferðist almennt mikið og í þetta skiptið hafi þau verið tveir læknar um borð og einn hjúkrunarfræðingur. „Þannig að við vorum mjög vel mönnuð,“ segir Alma. Alltaf nóg að gera hjá Ölmu Þannig að það er nóg að gera hjá Ölmu Möller þessa dagana? „Já, það er alltaf nóg að gera. Auðvitað er ég fyrst og síðast svæfinga- og gjörgæslulæknir og ég ætla, allavega í huganum, að halda mér við í því starfi.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Sjá meira