Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2025 14:34 Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, vill að stjórnvöld taki upp þráðinn í olíuleit á Drekasvæðinu ef þeim er ekki alvara með orkuskiptum. Vísir Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir það vilja einbeita sér meira að olíuleit á Drekasvæðinu ef stjórnvöldum sé ekki alvara með áformum um orkuskipti. Áform um græna orkuframleiðslu á Reyðarfirði séu á ís vegna orkuskorts. Athygli vakti að bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að endurmeta hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu með ályktun á fundi í gær. Olíuleitinni var hætt árið 2018 þegar erlendir sérleyfishafar komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki arðbær. Vísaði bæjarráðið til hægagangs í orkuskiptum og breyttrar heimsmyndar sem kallaði á endurskoðun ákvarðana með tilliti til orku- og þjóðaröryggis. Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks stóðu að ályktuninni en fulltrúi Fjarðalistans sat hjá. Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur lítið miða í orkuskiptum á Íslandi. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dragist hægt saman og því spyr hann hvers vegna Íslendingar gefi ekki út ný leyfi fyrir olíuleit og vinnslu líkt og Norðmenn hafi gert. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?,“ segir hann í samtali við Vísi. Vantar 200-300 megavött Ragnar segir af ætlunin sé að framleiða grænt eldsneyti á Íslandi þurfi eitthvað að fara gerast. Hann vísar til Græns orkugarðs á Reyðarfirði sem sé fullfjármagnað verkefni sem eigi að framleiða ammoníak sem eldsneyti fyrir skip og sé í startholunum. Verkefnið strandi á því að ekki fáist þau 200-300 megavött raforku sem þarf til að knýja framleiðsluna. „[Orkan] er bara ekki til og á meðan hún er ekki til fara fjárfestarnir ekki af stað,“ segir Ragnar sem bendir á að orkuskorturinn þýði einnig að um 120.000 lítrar af olíu séu brenndir á dag til þess að knýja mjölbrennslu í sveitarfélaginu. Eftir því sem tíminn líði muni erlendir fjárfestar leita annað og framleiða eldsneytið úti í heimi. Ísland þurfi þá að flytja það eldsneyti inn. Frá Reyðarfirði þar sem Grænn orkugarður liggur í dvala vegna orkuskorts.Vísir/Vilhelm Full alvara með olíuleit Til framtíðar sé stefnt að því að fasa út jarðefnaeldsneyti en ef glutra eigi niður tækifærum til þess með aðgerðaleysi segist Ragnar telja nær að líta til orkuvinnslu á Drekasvæðinu þar sem gögn séu til frá fyrri leit og hægt sé að taka upp þráðinn. „Annað hvort horfum við til þess að við framleiðum okkar orku sjálf, hvort sem það er græn orka eða jarðefnaeldsneyti, og þá þurfum við bara að spýta í lófana.“ Ragnar kallar eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum og segir bæjarráðinu full alvara með olíuleitinni. „Við erum í rauninni með þessu að spyrja hver er alvara stjórnvalda í orkuskiptunum. Ef hún er engin vildum við gjarnan fara að setja fókusinn meira á olíuleitina. Þannig að okkur er full alvara,“ segir hann. Fjarðabyggð Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Bensín og olía Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Athygli vakti að bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að endurmeta hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu með ályktun á fundi í gær. Olíuleitinni var hætt árið 2018 þegar erlendir sérleyfishafar komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki arðbær. Vísaði bæjarráðið til hægagangs í orkuskiptum og breyttrar heimsmyndar sem kallaði á endurskoðun ákvarðana með tilliti til orku- og þjóðaröryggis. Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks stóðu að ályktuninni en fulltrúi Fjarðalistans sat hjá. Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur lítið miða í orkuskiptum á Íslandi. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dragist hægt saman og því spyr hann hvers vegna Íslendingar gefi ekki út ný leyfi fyrir olíuleit og vinnslu líkt og Norðmenn hafi gert. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?,“ segir hann í samtali við Vísi. Vantar 200-300 megavött Ragnar segir af ætlunin sé að framleiða grænt eldsneyti á Íslandi þurfi eitthvað að fara gerast. Hann vísar til Græns orkugarðs á Reyðarfirði sem sé fullfjármagnað verkefni sem eigi að framleiða ammoníak sem eldsneyti fyrir skip og sé í startholunum. Verkefnið strandi á því að ekki fáist þau 200-300 megavött raforku sem þarf til að knýja framleiðsluna. „[Orkan] er bara ekki til og á meðan hún er ekki til fara fjárfestarnir ekki af stað,“ segir Ragnar sem bendir á að orkuskorturinn þýði einnig að um 120.000 lítrar af olíu séu brenndir á dag til þess að knýja mjölbrennslu í sveitarfélaginu. Eftir því sem tíminn líði muni erlendir fjárfestar leita annað og framleiða eldsneytið úti í heimi. Ísland þurfi þá að flytja það eldsneyti inn. Frá Reyðarfirði þar sem Grænn orkugarður liggur í dvala vegna orkuskorts.Vísir/Vilhelm Full alvara með olíuleit Til framtíðar sé stefnt að því að fasa út jarðefnaeldsneyti en ef glutra eigi niður tækifærum til þess með aðgerðaleysi segist Ragnar telja nær að líta til orkuvinnslu á Drekasvæðinu þar sem gögn séu til frá fyrri leit og hægt sé að taka upp þráðinn. „Annað hvort horfum við til þess að við framleiðum okkar orku sjálf, hvort sem það er græn orka eða jarðefnaeldsneyti, og þá þurfum við bara að spýta í lófana.“ Ragnar kallar eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum og segir bæjarráðinu full alvara með olíuleitinni. „Við erum í rauninni með þessu að spyrja hver er alvara stjórnvalda í orkuskiptunum. Ef hún er engin vildum við gjarnan fara að setja fókusinn meira á olíuleitina. Þannig að okkur er full alvara,“ segir hann.
Fjarðabyggð Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Bensín og olía Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira