Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2025 12:26 Lögregla er með mikinn viðbúnað við bygginguna þar sem Imamoğlu er haldið. AP/Francisco Seco Lögregla á Tyrklandi handtók í gær Ekrem Imamoğlu, borgarstjóra Istanbul, vegna rannsóknar á ásökunum um spillingu og tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur 100 öðrum í tengslum við málið, samkvæmt ríkisfréttastofunni Anadolu Agency. Stjórnarandstæðingar segja handtökuna pólitíska en gert var ráð fyrir því að Imamoğlu yrði útnefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins (CHP) þann 23. mars næstkomandi. Özgür Özel, formaður CHP, segir handtökuna ekkert annað en valdarán. Fjöldafundir hafa verið bannaðir í Istanbul í fjóra daga, líklega til að koma í veg fyrir mótmæli vegna handtökunnar, og þá hafa stjórnvöld takmarkað aðgengi landsmanna að samfélagsmiðlum. Borgarstjórinn nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu.Getty/Oliver Berg Áður en Imamoğlu var handtekinn var hann sviptur háskólagráðu sinni við Istanbul University en háskólagráða er eitt af þeim skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla. „Það styttist í þá daga þar sem þeir sem tóku þessa ákvörðun verða látnir sæta ábyrgð af sögunni og fyrir dómstólum,“ sagði Imamoğlu þá á samfélagsmiðlum. „Barátta fólksins, sem þyrstir í réttlæti, lög og lýðræði, verður ekki stöðvuð.“ Imamoğlu hefur heitið því að halda baráttu sinni gegn Recep Tayyip Erdogan forseta áfram en Guardian hefur eftir Wolfgang Piccoli, sérfræðingi hjá Teneo, að gráðusviptingin sé til marks um að Erdogan geri sér grein fyrir því að hann geti ekki unnið í sanngjörnum kosningum. Tyrkland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur 100 öðrum í tengslum við málið, samkvæmt ríkisfréttastofunni Anadolu Agency. Stjórnarandstæðingar segja handtökuna pólitíska en gert var ráð fyrir því að Imamoğlu yrði útnefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins (CHP) þann 23. mars næstkomandi. Özgür Özel, formaður CHP, segir handtökuna ekkert annað en valdarán. Fjöldafundir hafa verið bannaðir í Istanbul í fjóra daga, líklega til að koma í veg fyrir mótmæli vegna handtökunnar, og þá hafa stjórnvöld takmarkað aðgengi landsmanna að samfélagsmiðlum. Borgarstjórinn nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu.Getty/Oliver Berg Áður en Imamoğlu var handtekinn var hann sviptur háskólagráðu sinni við Istanbul University en háskólagráða er eitt af þeim skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla. „Það styttist í þá daga þar sem þeir sem tóku þessa ákvörðun verða látnir sæta ábyrgð af sögunni og fyrir dómstólum,“ sagði Imamoğlu þá á samfélagsmiðlum. „Barátta fólksins, sem þyrstir í réttlæti, lög og lýðræði, verður ekki stöðvuð.“ Imamoğlu hefur heitið því að halda baráttu sinni gegn Recep Tayyip Erdogan forseta áfram en Guardian hefur eftir Wolfgang Piccoli, sérfræðingi hjá Teneo, að gráðusviptingin sé til marks um að Erdogan geri sér grein fyrir því að hann geti ekki unnið í sanngjörnum kosningum.
Tyrkland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira