Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir ÍA 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og Skagamenn endi einu sæti neðar en í fyrra. Síðasta sumar var það besta á Skaganum í lengri tíma. Enginn nýliðabragur var á Akurnesingum sem voru í baráttu um Evrópusæti og enduðu að lokum í 5. sæti. Það er besti árangur ÍA síðan liðið varð í 3. sæti 2007 og það er vindur í Skagaseglin eftir gott tímabil í fyrra. Jón Þór Hauksson tók við ÍA skömmu fyrir mót 2022.vísir/anton Viktor Jónsson skoraði eins og óður maður, alls átján mörk, vel mataður af kantbakvörðunum Jóni Gísla Eyland Gíslason og Johannesi Vall sem dældu boltanum inn í vítateiginn og skiluðu sjálfir slatta af mörkum og stoðsendingum. Steinar Þorsteinsson átti einnig gott tímabil og lagði upp níu mörk, líkt og Vall. grafík/bjarki ÍA gerði vel á félagaskiptamarkaðnum fyrir síðasta tímabil. Erik Sandberg var einn besti miðvörður deildarinnar, Marko Vardic og Oliver Stefánsson skiluðu sínu og Hinrik Harðarson átti flott fyrsta tímabil í efstu deild. Haukur Andri Haraldsson kom svo um mitt mót og það kom ekki að sök að Rúnar Már Sigurjónsson tók takmarkaðan þátt vegna meiðsla. grafík/bjarki Skagamenn hafa látið minna að sér kveða á markaðnum í vetur. Varnarmaðurinn Baldvin Þór Berndsen kom frá Fjölni, Haukur Andri var keyptur frá Lille og verður með frá byrjun og Ómar Björn Stefánsson vonast eftir að leika sama leik og Hinrik eftir komuna frá Fylki. Talandi um Hinrik, þá var hann seldur til Odd á dögunum. Hann skoraði sjö mörk og lagði upp fimm í fyrra og hjálpaði Viktori mikið. Skömmu eftir að Hinrik var seldur keypti ÍA Gísla Laxdal Unnarsson aftur frá Val. Hann var í takmörkuðu hlutverki í rauðu treyjunni en vonast eftir að ná fyrri styrk á heimaslóðum. grafík/bjarki Aðalbúbótin felst svo í Rúnari Má og Hauki. Rúnar Már var gerður að fyrirliða ÍA og verður væntanlega með af fullum krafti í sumar. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikið heill og ferskur Rúnar Már styrkir Skagaliðið. Hann ætti að vera einn besti leikmaður deildarinnar. Haukur er líkt og bróðir sinn, Hákon Arnar, með gríðarlega yfirferð, flinkur í fótbolta og þetta ætti að geta orðið sumarið hans. Eftir að ÍA hóf deildaflakkið í kringum hrun hefur fyrsta tímabilið eftir að hafa komið upp ekki verið vandamálið. Það er að byggja ofan á það. Klæða húsið almennilega svo það standi af sér storma framtíðar. ÍA féll á öðru tímabili 2013, þriðja tímabili 2017 og fjórða tímabili 2022. Jón Gísli Eyland Gíslason lék vel í stöðu hægri kantbakvarðar í fyrra.vísir/anton En miðað við frammistöðu ÍA í Lengjubikarnum (þar sem liðið var ósigrað), stöðuna á leikmannahópnum og meðbyrinn sem er á Skaganum leyfa menn sér eflaust að dreyma um Evrópusæti í sumar. Og það er alls ekki langsótt. Þetta er þétt og gott lið og ef Viktor verður í svipuðu stuði og í fyrra eru því flestir vegir færir. Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2025 10:03 Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2025 10:01 Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 26. mars 2025 10:03 Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 25. mars 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir ÍA 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og Skagamenn endi einu sæti neðar en í fyrra. Síðasta sumar var það besta á Skaganum í lengri tíma. Enginn nýliðabragur var á Akurnesingum sem voru í baráttu um Evrópusæti og enduðu að lokum í 5. sæti. Það er besti árangur ÍA síðan liðið varð í 3. sæti 2007 og það er vindur í Skagaseglin eftir gott tímabil í fyrra. Jón Þór Hauksson tók við ÍA skömmu fyrir mót 2022.vísir/anton Viktor Jónsson skoraði eins og óður maður, alls átján mörk, vel mataður af kantbakvörðunum Jóni Gísla Eyland Gíslason og Johannesi Vall sem dældu boltanum inn í vítateiginn og skiluðu sjálfir slatta af mörkum og stoðsendingum. Steinar Þorsteinsson átti einnig gott tímabil og lagði upp níu mörk, líkt og Vall. grafík/bjarki ÍA gerði vel á félagaskiptamarkaðnum fyrir síðasta tímabil. Erik Sandberg var einn besti miðvörður deildarinnar, Marko Vardic og Oliver Stefánsson skiluðu sínu og Hinrik Harðarson átti flott fyrsta tímabil í efstu deild. Haukur Andri Haraldsson kom svo um mitt mót og það kom ekki að sök að Rúnar Már Sigurjónsson tók takmarkaðan þátt vegna meiðsla. grafík/bjarki Skagamenn hafa látið minna að sér kveða á markaðnum í vetur. Varnarmaðurinn Baldvin Þór Berndsen kom frá Fjölni, Haukur Andri var keyptur frá Lille og verður með frá byrjun og Ómar Björn Stefánsson vonast eftir að leika sama leik og Hinrik eftir komuna frá Fylki. Talandi um Hinrik, þá var hann seldur til Odd á dögunum. Hann skoraði sjö mörk og lagði upp fimm í fyrra og hjálpaði Viktori mikið. Skömmu eftir að Hinrik var seldur keypti ÍA Gísla Laxdal Unnarsson aftur frá Val. Hann var í takmörkuðu hlutverki í rauðu treyjunni en vonast eftir að ná fyrri styrk á heimaslóðum. grafík/bjarki Aðalbúbótin felst svo í Rúnari Má og Hauki. Rúnar Már var gerður að fyrirliða ÍA og verður væntanlega með af fullum krafti í sumar. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikið heill og ferskur Rúnar Már styrkir Skagaliðið. Hann ætti að vera einn besti leikmaður deildarinnar. Haukur er líkt og bróðir sinn, Hákon Arnar, með gríðarlega yfirferð, flinkur í fótbolta og þetta ætti að geta orðið sumarið hans. Eftir að ÍA hóf deildaflakkið í kringum hrun hefur fyrsta tímabilið eftir að hafa komið upp ekki verið vandamálið. Það er að byggja ofan á það. Klæða húsið almennilega svo það standi af sér storma framtíðar. ÍA féll á öðru tímabili 2013, þriðja tímabili 2017 og fjórða tímabili 2022. Jón Gísli Eyland Gíslason lék vel í stöðu hægri kantbakvarðar í fyrra.vísir/anton En miðað við frammistöðu ÍA í Lengjubikarnum (þar sem liðið var ósigrað), stöðuna á leikmannahópnum og meðbyrinn sem er á Skaganum leyfa menn sér eflaust að dreyma um Evrópusæti í sumar. Og það er alls ekki langsótt. Þetta er þétt og gott lið og ef Viktor verður í svipuðu stuði og í fyrra eru því flestir vegir færir.
Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2025 10:03
Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2025 10:01
Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 26. mars 2025 10:03
Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 25. mars 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00