Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. mars 2025 21:11 Pétur, Helena og Erró voru meðal þeirra sem heiðruð voru í kvöld. Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent í áttunda skipti í Iðnó í kvöld. Þar var bæði fjölmennt og fjörugt enda tilefnið gleðilegt, að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Pétur Thomsen ljósmyndari (f.1973) var í kvöld sæmdur titlinum Myndlistarmaður ársins 2025, á verðlaunaafhendingunni. Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra afhenti verðlaunin. Verðlaunin hlýtur Pétur fyrir sýninguna Landnám sem stóð yfir í Hafnarborg í vetur. Það var mat dómnefndar að sýningin hafi verið einstaklega vel útfærð og að í henni hafi mátt skynja vitund um náttúruna og umhyggju fyrir henni. Með djúpri þekkingu á ljósmyndamiðlinum hafi Pétri tekist að skapa samtal milli sýningarinnar og áhorfandans á áhrifaríkan hátt. Hlaut Pétur eina milljón króna í verðlaunafé. Helena Margrét Jónsdóttir myndlistarmaður (f.1996) hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna 2025 og var það listakonan Shoplifter sem afhenti verðlaunin. Það var mat dómnefndar að málverk Helenu Margrétar væru forvitnileg og slægju áhugaverðan tón í myndlistinni. Verk hennar væru vönduð og kyrrlát en á sama tíma með nýstárlegan undirtón sem virkjaði ímyndunaraflið og færðu áhorfandann inn í draumkenndan hugarheim. Hlaut Helena Margrét 500.000 króna í verðlaunafé. Heiðursviðurkenningu myndlistarráðs árið 2024 hlýtur Erró, öðru nafni Guðmundur Guðmundsson, fæddur í Ólafsvík árið 1932. Erró er í fremstu röð myndlistarmanna sem Ísland hefur átt og hlýtur viðurkenningu fyrir höfundarverk sitt á ferli sem spannar rúmlega sex áratugi og er einstakt í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, afhenti heiðursviðurkenninguna, en við henni tók Ari Trausti Guðmundsson, bróðir listamannsins. Erró er búsettur í París og átti ekki heimangengt, en sendi stutta kveðju í myndskilaboðum. Að auki voru veittar þrjár aðrar viðurkenningar: - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðasta endurlit ársins 2024 hlýtur sýningin Hamskipti | Listsköpun Gerðar Helgadóttur. Sýningin var sett upp í tilefni 30 ára afmælis Gerðarsafns í Kópavogi. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðustu samsýningu ársins hlýtur Textílfélagið fyrir 50/100/55. Titill sýningarinnar vísar til þess að 50 ár eru frá stofnun félagsins en á sýningunni mátti sjá 100 verk eftir 55 sýnendur. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu ársins 2024 hlýtur ljósmyndabókin FÖR eftir Agnieszku Sosnowska. Bókin er einstakt verk þar sem náttúra, samfélag og persónuleg saga mætast í áhrifaríkri heild. Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári. Myndlist Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira
Pétur Thomsen ljósmyndari (f.1973) var í kvöld sæmdur titlinum Myndlistarmaður ársins 2025, á verðlaunaafhendingunni. Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra afhenti verðlaunin. Verðlaunin hlýtur Pétur fyrir sýninguna Landnám sem stóð yfir í Hafnarborg í vetur. Það var mat dómnefndar að sýningin hafi verið einstaklega vel útfærð og að í henni hafi mátt skynja vitund um náttúruna og umhyggju fyrir henni. Með djúpri þekkingu á ljósmyndamiðlinum hafi Pétri tekist að skapa samtal milli sýningarinnar og áhorfandans á áhrifaríkan hátt. Hlaut Pétur eina milljón króna í verðlaunafé. Helena Margrét Jónsdóttir myndlistarmaður (f.1996) hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna 2025 og var það listakonan Shoplifter sem afhenti verðlaunin. Það var mat dómnefndar að málverk Helenu Margrétar væru forvitnileg og slægju áhugaverðan tón í myndlistinni. Verk hennar væru vönduð og kyrrlát en á sama tíma með nýstárlegan undirtón sem virkjaði ímyndunaraflið og færðu áhorfandann inn í draumkenndan hugarheim. Hlaut Helena Margrét 500.000 króna í verðlaunafé. Heiðursviðurkenningu myndlistarráðs árið 2024 hlýtur Erró, öðru nafni Guðmundur Guðmundsson, fæddur í Ólafsvík árið 1932. Erró er í fremstu röð myndlistarmanna sem Ísland hefur átt og hlýtur viðurkenningu fyrir höfundarverk sitt á ferli sem spannar rúmlega sex áratugi og er einstakt í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, afhenti heiðursviðurkenninguna, en við henni tók Ari Trausti Guðmundsson, bróðir listamannsins. Erró er búsettur í París og átti ekki heimangengt, en sendi stutta kveðju í myndskilaboðum. Að auki voru veittar þrjár aðrar viðurkenningar: - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðasta endurlit ársins 2024 hlýtur sýningin Hamskipti | Listsköpun Gerðar Helgadóttur. Sýningin var sett upp í tilefni 30 ára afmælis Gerðarsafns í Kópavogi. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðustu samsýningu ársins hlýtur Textílfélagið fyrir 50/100/55. Titill sýningarinnar vísar til þess að 50 ár eru frá stofnun félagsins en á sýningunni mátti sjá 100 verk eftir 55 sýnendur. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu ársins 2024 hlýtur ljósmyndabókin FÖR eftir Agnieszku Sosnowska. Bókin er einstakt verk þar sem náttúra, samfélag og persónuleg saga mætast í áhrifaríkri heild. Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári.
Myndlist Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira