Um er að ræða 115 fermetra íbúð á annarri hæð í reisulegu húsi sem var byggt árið 1935. Húsið er teiknað af Þorleifi Eyjólfssyni arkitekt og stendur á stórri og glæsilegri hornlóð á horni Þorleifsgötu og Leifsgötu.
Eignin skiptist í tvö rúmgóð svefnherbergi, samliggjandi eldhús og borðstofu, stofu og eitt baðherbergi. Auk þess er tæplega 25 fermetra herbergi í kjallaranum með salerni. Listamaðurinn Árni Már, eigandi Gallery Port hefur leigt og verið með vinnustofu í rýminu síðastliðið ár.
Lóðin er hin glæsilegasta með upphitaðari hellulögn í kringum húsið, sameiginlegri viðarverönd íbúa, grasfleti og fallegum stórum trjám.
„Elsku besta Þorfinnsgatan nú föl. Hér hefur mér og mínum liðið ótrúlega vel, og fyrir hönd frábærra nágranna auglýsi ég eftir toppfólki í þetta góða hús,“ skrifaði Geoffrey og deildi fasteigninni á Facebook-síðu sinni.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.











