Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir KR 4. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið hækki sig um fjögur sæti milli tímabila. Síðasta tímabil var afleitt í Vesturbænum en lokaspretturinn gaf góð fyrirheit og bjartsýnin fyrir sumrinu er því mikil meðal þeirra svarthvítu. Eftir að hafa stýrt KR í sex ár og gert liðið að Íslandsmeisturum 2019 var samningur Rúnars Kristinssonar ekki endurnýjaður. Við starfi hans tók Gregg Ryder. Klárlega ekki fyrsti kostur í stöðunni og hann stóð alltaf höllum fæti þrátt fyrir ágætis fyrirheit á undirbúningstímabilinu og sigra í fyrstu tveimur leikjum sumarsins. Óskar Hrafn Þorvaldsson er kominn aftur í Vesturbæinn.vísir/diego Hressilega fjaraði undan KR-ingum og Ryder var rekinn 20. júní. Hann skildi við KR í 8. sæti en liðið vann aðeins þrjá af tíu deildarleikjum undir hans stjórn. Pálmi Rafn Pálmason hefur gengið í ýmis störf hjá KR undanfarin misseri og hann stýrði liðinu í næstu leikjum. Um vorið sneri Óskar Hrafn Þorvaldsson aftur heim eftir stutt stopp hjá Haugesund í Noregi og hann tók við KR um miðjan ágúst. KR-ingar unnu aðeins einn af fyrstu sex leikjunum undir stjórn Óskars en unnu síðustu fjóra leiki sína á tímabilinu með markatölunni 19-1. Áttunda sætið varð niðurstaðan sem er versti árangur KR síðan liðið var næstum því fallið 2007. grafík/bjarki Óskar byrjaði strax að taka til hendinni hjá KR en auk þess að vera þjálfari liðsins er hann yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. KR-ingar byrjuðu strax að sanka að sér leikmönnum en frá miðju síðasta sumri hefur liðið fengið sextán leikmenn. Margir þeirra eru uppaldir KR-ingar, eða með tengsl við félagið, og Óskar þjálfaði suma þeirra í 2. flokki KR fyrir nokkrum árum. grafík/bjarki Öfugt við fyrri tíma hefur KR ekki fengið til sín neinar kanónur heldur marga leikmenn sem eru svipaðir að getu og hafa möguleika á að verða mjög góðir. Meðal leikmanna sem vert er að fylgjast með má nefna Fjölnisstrákana Halldór Snær Georgsson og Júlíus Mar Júlíusson. Halldór verður í markinu hjá KR og Júlíus í lykilhlutverki í vörninni. Þá fær Eiður Gauti Sæbjörnsson traustið sem aðalframherji KR þrátt fyrir að eiga aðeins tæpt tímabil með HK í efstu deild auk neðri deildarbolta í reynslubankanum. KR hefur nýtt meðbyrinn frá lokum síðasta tímabils og litið vel út í vetur. KR varð Reykjavíkurmeistari og vann alla leiki sína í riðlakeppni Lengjubikarsins áður en liðið tapaði fyrir Fylki í undanúrslitum. grafík/bjarki KR-ingar virðast alltaf vera að ná æ betri tökum á leikstíl Óskars. Liðið er orkumikið, heldur bolta vel, pressar stíft og spilar mjög skemmtilegan og hrífandi fótbolta. KR-ingar geta hins vegar verið mjög opnir til baka þegar boltinn tapast og góð skyndisóknarlið gætu refsað þeim grimmilega. Það sást bersýnilega í 5-1 tapinu fyrir Víkingi í úrslitaleik Bose-bikarsins á dögunum. Tapið féll þó í skuggann af alvarlegum meiðslum Stefáns Árna Geirssonar sem verður frá að minnsta kosti næsta hálfa árið. KR spilar fyrstu tvo heimaleiki sína, hið minnsta, á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum áður en liðið fer á ný gervigraslagða Meistaravelli. Biðin eftir vellinum gæti beðið fram í lok maí og jafnvel byrjun júní. Heimavöllurinn hefur ekki gefið KR mikið síðustu ár og það þarf að breytast. Atli Sigurjónsson skrifaði undir nýjan samning við KR í febrúar. Hann er fjórði leikjahæsti leikmaður KR í efstu deild með 188 leiki.vísir/diego Í allra versta falli verður gaman að fylgjast með KR í sumar en liðið virðist vera á réttri leið eftir slóðanum sem Óskar hefur fetað. Reynslan í lykilstöðum er ekki mikil og það eru kannski ekki margir leikmenn úr allra, allra efstu hillu í liðinu. En sameinaðir sigrum við þá eins og segir í laginu góða og KR-ingar mega alveg leyfa sér að dreyma um Evrópusæti í sumar. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2025 10:02 Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2025 10:03 Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2025 10:01 Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 26. mars 2025 10:03 Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 25. mars 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir KR 4. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið hækki sig um fjögur sæti milli tímabila. Síðasta tímabil var afleitt í Vesturbænum en lokaspretturinn gaf góð fyrirheit og bjartsýnin fyrir sumrinu er því mikil meðal þeirra svarthvítu. Eftir að hafa stýrt KR í sex ár og gert liðið að Íslandsmeisturum 2019 var samningur Rúnars Kristinssonar ekki endurnýjaður. Við starfi hans tók Gregg Ryder. Klárlega ekki fyrsti kostur í stöðunni og hann stóð alltaf höllum fæti þrátt fyrir ágætis fyrirheit á undirbúningstímabilinu og sigra í fyrstu tveimur leikjum sumarsins. Óskar Hrafn Þorvaldsson er kominn aftur í Vesturbæinn.vísir/diego Hressilega fjaraði undan KR-ingum og Ryder var rekinn 20. júní. Hann skildi við KR í 8. sæti en liðið vann aðeins þrjá af tíu deildarleikjum undir hans stjórn. Pálmi Rafn Pálmason hefur gengið í ýmis störf hjá KR undanfarin misseri og hann stýrði liðinu í næstu leikjum. Um vorið sneri Óskar Hrafn Þorvaldsson aftur heim eftir stutt stopp hjá Haugesund í Noregi og hann tók við KR um miðjan ágúst. KR-ingar unnu aðeins einn af fyrstu sex leikjunum undir stjórn Óskars en unnu síðustu fjóra leiki sína á tímabilinu með markatölunni 19-1. Áttunda sætið varð niðurstaðan sem er versti árangur KR síðan liðið var næstum því fallið 2007. grafík/bjarki Óskar byrjaði strax að taka til hendinni hjá KR en auk þess að vera þjálfari liðsins er hann yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. KR-ingar byrjuðu strax að sanka að sér leikmönnum en frá miðju síðasta sumri hefur liðið fengið sextán leikmenn. Margir þeirra eru uppaldir KR-ingar, eða með tengsl við félagið, og Óskar þjálfaði suma þeirra í 2. flokki KR fyrir nokkrum árum. grafík/bjarki Öfugt við fyrri tíma hefur KR ekki fengið til sín neinar kanónur heldur marga leikmenn sem eru svipaðir að getu og hafa möguleika á að verða mjög góðir. Meðal leikmanna sem vert er að fylgjast með má nefna Fjölnisstrákana Halldór Snær Georgsson og Júlíus Mar Júlíusson. Halldór verður í markinu hjá KR og Júlíus í lykilhlutverki í vörninni. Þá fær Eiður Gauti Sæbjörnsson traustið sem aðalframherji KR þrátt fyrir að eiga aðeins tæpt tímabil með HK í efstu deild auk neðri deildarbolta í reynslubankanum. KR hefur nýtt meðbyrinn frá lokum síðasta tímabils og litið vel út í vetur. KR varð Reykjavíkurmeistari og vann alla leiki sína í riðlakeppni Lengjubikarsins áður en liðið tapaði fyrir Fylki í undanúrslitum. grafík/bjarki KR-ingar virðast alltaf vera að ná æ betri tökum á leikstíl Óskars. Liðið er orkumikið, heldur bolta vel, pressar stíft og spilar mjög skemmtilegan og hrífandi fótbolta. KR-ingar geta hins vegar verið mjög opnir til baka þegar boltinn tapast og góð skyndisóknarlið gætu refsað þeim grimmilega. Það sást bersýnilega í 5-1 tapinu fyrir Víkingi í úrslitaleik Bose-bikarsins á dögunum. Tapið féll þó í skuggann af alvarlegum meiðslum Stefáns Árna Geirssonar sem verður frá að minnsta kosti næsta hálfa árið. KR spilar fyrstu tvo heimaleiki sína, hið minnsta, á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum áður en liðið fer á ný gervigraslagða Meistaravelli. Biðin eftir vellinum gæti beðið fram í lok maí og jafnvel byrjun júní. Heimavöllurinn hefur ekki gefið KR mikið síðustu ár og það þarf að breytast. Atli Sigurjónsson skrifaði undir nýjan samning við KR í febrúar. Hann er fjórði leikjahæsti leikmaður KR í efstu deild með 188 leiki.vísir/diego Í allra versta falli verður gaman að fylgjast með KR í sumar en liðið virðist vera á réttri leið eftir slóðanum sem Óskar hefur fetað. Reynslan í lykilstöðum er ekki mikil og það eru kannski ekki margir leikmenn úr allra, allra efstu hillu í liðinu. En sameinaðir sigrum við þá eins og segir í laginu góða og KR-ingar mega alveg leyfa sér að dreyma um Evrópusæti í sumar.
Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2025 10:02
Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2025 10:03
Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2025 10:01
Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 26. mars 2025 10:03
Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 25. mars 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti