Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2025 11:03 Denis með sósuna. Aðsend Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss. „Ég ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og er að spila í Smekkleysu og á sama tíma að kynna sterku sósuna mína, Sambal Pa Ti, því mig langar að koma henni í sölu og finna staði til að selja hana á,“ segir Denis en hann spilar tónlist undir nafninu Dfind eða papi chino. Hann hefur síðustu átján ár unnið sem plötusnúður í Sviss og hefur í gegnum tíðina flakkað á milli tónlistarstefna og spilar allt frá Global bass, Jungle, Latin club yfir í það sem hann kallar Diggers delight. Á sunnudag, í Smekkleysu, ætlar hann að spila „spicy“ tónlist eða tónlistartegundir frá ólíkum löndum þar sem sterk krydd eru áberandi í matargerð. Hægt verður á sama tíma að smakka sósuna. Sósan verður til sölu á viðburðinum. Aðsend Uppskriftin frá ömmu „Sósan er miðlungssterk, grunnurinn er úr tómötum og mér finnst best að setja hana á alls konar pasta- og hrísgrjónarétti. En það er í raun hægt að nota hana á hvað sem er. Það er hægt að setja hana á pizzu. Grunnurinn er úr tómötum og því hægt að nota hana í alla rétti sem byggja á þeim,“ segir Denis. Denis hefur spilað víða í Evrópu síðustu 18 árin. Aðsend Á viðburðinum verður snarl í boði til að smakka sósuna með, svo fólk borði hana ekki eintóma. „Það verður líka sterk útgáfa í boði fyrir fagmennina,“ segir Denis léttur. Uppskriftina að sósunni þróaði Denis með pabba sínum í fyrra en hún er byggð á uppskrift frá föðurömmu hans. „Amma var alltaf að búa til sínar eigin sósur. Hún ræktaði sitt eigið chili. Ömmur mínar og afar í báðar áttir elska sterkan mat. Pabbi elskar líka að búa til sambal og ég man ekki eftir öðru en að hann hafi búið til sínar eigin sósur. Ég stakk svo upp á því í fyrra að við gerðum eina góða saman og ég myndi skrifa niður uppskriftina,“ segir Denis. Afraksturinn er svo Sambal Pa Ti sem hann kynnir á sunnudag. „Ég var að selja hana í Sviss og langar að gera það sama hér,“ segir Denis. Margar ólíkar tegundir af sambal Denis útskýrir að sambal sé sterk sósa frá Indónesíu. Til eru margar tegundir af sambal. „Þegar þú sérð orðið sambal veistu að sósan er frá Indónesíu. Sambal oelek er algengust en það er líka til sambal bajak og sambal manis til dæmis. Það eru ólíkar tegundir sambals og sumar eru sterkari og sumar sætari. Sósan mín heitir svo Sambal Pa Ti. Eins og lagið með Santana, Samba Pati, lag sem amma mín elskaði og pabbi, en svo hljómar það líka eins og Sambal partí, og þess vegna heitir sósan það,“ segir Denis. Viðburðurinn hefst á sunnudag klukkan 13 í Smekkleysu og stendur til 22. Denis segir best fyrir fólk að koma snemma eða um eftirmiðdaginn vilji það smakka sósuna. Hann byrjar að spila tónlist um 13 og svo seinni partinn og um kvöldið verða vinnustofur fyrir plötusnúða og mögulegt fyrir áhugasama plötusnúða að spila sína tónlist. „Það er í raun annar viðburður sem tekur við af mínum. En það verður tónlist, matur og þetta verður partý.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Indónesía Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
„Ég ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og er að spila í Smekkleysu og á sama tíma að kynna sterku sósuna mína, Sambal Pa Ti, því mig langar að koma henni í sölu og finna staði til að selja hana á,“ segir Denis en hann spilar tónlist undir nafninu Dfind eða papi chino. Hann hefur síðustu átján ár unnið sem plötusnúður í Sviss og hefur í gegnum tíðina flakkað á milli tónlistarstefna og spilar allt frá Global bass, Jungle, Latin club yfir í það sem hann kallar Diggers delight. Á sunnudag, í Smekkleysu, ætlar hann að spila „spicy“ tónlist eða tónlistartegundir frá ólíkum löndum þar sem sterk krydd eru áberandi í matargerð. Hægt verður á sama tíma að smakka sósuna. Sósan verður til sölu á viðburðinum. Aðsend Uppskriftin frá ömmu „Sósan er miðlungssterk, grunnurinn er úr tómötum og mér finnst best að setja hana á alls konar pasta- og hrísgrjónarétti. En það er í raun hægt að nota hana á hvað sem er. Það er hægt að setja hana á pizzu. Grunnurinn er úr tómötum og því hægt að nota hana í alla rétti sem byggja á þeim,“ segir Denis. Denis hefur spilað víða í Evrópu síðustu 18 árin. Aðsend Á viðburðinum verður snarl í boði til að smakka sósuna með, svo fólk borði hana ekki eintóma. „Það verður líka sterk útgáfa í boði fyrir fagmennina,“ segir Denis léttur. Uppskriftina að sósunni þróaði Denis með pabba sínum í fyrra en hún er byggð á uppskrift frá föðurömmu hans. „Amma var alltaf að búa til sínar eigin sósur. Hún ræktaði sitt eigið chili. Ömmur mínar og afar í báðar áttir elska sterkan mat. Pabbi elskar líka að búa til sambal og ég man ekki eftir öðru en að hann hafi búið til sínar eigin sósur. Ég stakk svo upp á því í fyrra að við gerðum eina góða saman og ég myndi skrifa niður uppskriftina,“ segir Denis. Afraksturinn er svo Sambal Pa Ti sem hann kynnir á sunnudag. „Ég var að selja hana í Sviss og langar að gera það sama hér,“ segir Denis. Margar ólíkar tegundir af sambal Denis útskýrir að sambal sé sterk sósa frá Indónesíu. Til eru margar tegundir af sambal. „Þegar þú sérð orðið sambal veistu að sósan er frá Indónesíu. Sambal oelek er algengust en það er líka til sambal bajak og sambal manis til dæmis. Það eru ólíkar tegundir sambals og sumar eru sterkari og sumar sætari. Sósan mín heitir svo Sambal Pa Ti. Eins og lagið með Santana, Samba Pati, lag sem amma mín elskaði og pabbi, en svo hljómar það líka eins og Sambal partí, og þess vegna heitir sósan það,“ segir Denis. Viðburðurinn hefst á sunnudag klukkan 13 í Smekkleysu og stendur til 22. Denis segir best fyrir fólk að koma snemma eða um eftirmiðdaginn vilji það smakka sósuna. Hann byrjar að spila tónlist um 13 og svo seinni partinn og um kvöldið verða vinnustofur fyrir plötusnúða og mögulegt fyrir áhugasama plötusnúða að spila sína tónlist. „Það er í raun annar viðburður sem tekur við af mínum. En það verður tónlist, matur og þetta verður partý.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Indónesía Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira