Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2025 11:03 Denis með sósuna. Aðsend Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss. „Ég ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og er að spila í Smekkleysu og á sama tíma að kynna sterku sósuna mína, Sambal Pa Ti, því mig langar að koma henni í sölu og finna staði til að selja hana á,“ segir Denis en hann spilar tónlist undir nafninu Dfind eða papi chino. Hann hefur síðustu átján ár unnið sem plötusnúður í Sviss og hefur í gegnum tíðina flakkað á milli tónlistarstefna og spilar allt frá Global bass, Jungle, Latin club yfir í það sem hann kallar Diggers delight. Á sunnudag, í Smekkleysu, ætlar hann að spila „spicy“ tónlist eða tónlistartegundir frá ólíkum löndum þar sem sterk krydd eru áberandi í matargerð. Hægt verður á sama tíma að smakka sósuna. Sósan verður til sölu á viðburðinum. Aðsend Uppskriftin frá ömmu „Sósan er miðlungssterk, grunnurinn er úr tómötum og mér finnst best að setja hana á alls konar pasta- og hrísgrjónarétti. En það er í raun hægt að nota hana á hvað sem er. Það er hægt að setja hana á pizzu. Grunnurinn er úr tómötum og því hægt að nota hana í alla rétti sem byggja á þeim,“ segir Denis. Denis hefur spilað víða í Evrópu síðustu 18 árin. Aðsend Á viðburðinum verður snarl í boði til að smakka sósuna með, svo fólk borði hana ekki eintóma. „Það verður líka sterk útgáfa í boði fyrir fagmennina,“ segir Denis léttur. Uppskriftina að sósunni þróaði Denis með pabba sínum í fyrra en hún er byggð á uppskrift frá föðurömmu hans. „Amma var alltaf að búa til sínar eigin sósur. Hún ræktaði sitt eigið chili. Ömmur mínar og afar í báðar áttir elska sterkan mat. Pabbi elskar líka að búa til sambal og ég man ekki eftir öðru en að hann hafi búið til sínar eigin sósur. Ég stakk svo upp á því í fyrra að við gerðum eina góða saman og ég myndi skrifa niður uppskriftina,“ segir Denis. Afraksturinn er svo Sambal Pa Ti sem hann kynnir á sunnudag. „Ég var að selja hana í Sviss og langar að gera það sama hér,“ segir Denis. Margar ólíkar tegundir af sambal Denis útskýrir að sambal sé sterk sósa frá Indónesíu. Til eru margar tegundir af sambal. „Þegar þú sérð orðið sambal veistu að sósan er frá Indónesíu. Sambal oelek er algengust en það er líka til sambal bajak og sambal manis til dæmis. Það eru ólíkar tegundir sambals og sumar eru sterkari og sumar sætari. Sósan mín heitir svo Sambal Pa Ti. Eins og lagið með Santana, Samba Pati, lag sem amma mín elskaði og pabbi, en svo hljómar það líka eins og Sambal partí, og þess vegna heitir sósan það,“ segir Denis. Viðburðurinn hefst á sunnudag klukkan 13 í Smekkleysu og stendur til 22. Denis segir best fyrir fólk að koma snemma eða um eftirmiðdaginn vilji það smakka sósuna. Hann byrjar að spila tónlist um 13 og svo seinni partinn og um kvöldið verða vinnustofur fyrir plötusnúða og mögulegt fyrir áhugasama plötusnúða að spila sína tónlist. „Það er í raun annar viðburður sem tekur við af mínum. En það verður tónlist, matur og þetta verður partý.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Indónesía Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira
„Ég ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og er að spila í Smekkleysu og á sama tíma að kynna sterku sósuna mína, Sambal Pa Ti, því mig langar að koma henni í sölu og finna staði til að selja hana á,“ segir Denis en hann spilar tónlist undir nafninu Dfind eða papi chino. Hann hefur síðustu átján ár unnið sem plötusnúður í Sviss og hefur í gegnum tíðina flakkað á milli tónlistarstefna og spilar allt frá Global bass, Jungle, Latin club yfir í það sem hann kallar Diggers delight. Á sunnudag, í Smekkleysu, ætlar hann að spila „spicy“ tónlist eða tónlistartegundir frá ólíkum löndum þar sem sterk krydd eru áberandi í matargerð. Hægt verður á sama tíma að smakka sósuna. Sósan verður til sölu á viðburðinum. Aðsend Uppskriftin frá ömmu „Sósan er miðlungssterk, grunnurinn er úr tómötum og mér finnst best að setja hana á alls konar pasta- og hrísgrjónarétti. En það er í raun hægt að nota hana á hvað sem er. Það er hægt að setja hana á pizzu. Grunnurinn er úr tómötum og því hægt að nota hana í alla rétti sem byggja á þeim,“ segir Denis. Denis hefur spilað víða í Evrópu síðustu 18 árin. Aðsend Á viðburðinum verður snarl í boði til að smakka sósuna með, svo fólk borði hana ekki eintóma. „Það verður líka sterk útgáfa í boði fyrir fagmennina,“ segir Denis léttur. Uppskriftina að sósunni þróaði Denis með pabba sínum í fyrra en hún er byggð á uppskrift frá föðurömmu hans. „Amma var alltaf að búa til sínar eigin sósur. Hún ræktaði sitt eigið chili. Ömmur mínar og afar í báðar áttir elska sterkan mat. Pabbi elskar líka að búa til sambal og ég man ekki eftir öðru en að hann hafi búið til sínar eigin sósur. Ég stakk svo upp á því í fyrra að við gerðum eina góða saman og ég myndi skrifa niður uppskriftina,“ segir Denis. Afraksturinn er svo Sambal Pa Ti sem hann kynnir á sunnudag. „Ég var að selja hana í Sviss og langar að gera það sama hér,“ segir Denis. Margar ólíkar tegundir af sambal Denis útskýrir að sambal sé sterk sósa frá Indónesíu. Til eru margar tegundir af sambal. „Þegar þú sérð orðið sambal veistu að sósan er frá Indónesíu. Sambal oelek er algengust en það er líka til sambal bajak og sambal manis til dæmis. Það eru ólíkar tegundir sambals og sumar eru sterkari og sumar sætari. Sósan mín heitir svo Sambal Pa Ti. Eins og lagið með Santana, Samba Pati, lag sem amma mín elskaði og pabbi, en svo hljómar það líka eins og Sambal partí, og þess vegna heitir sósan það,“ segir Denis. Viðburðurinn hefst á sunnudag klukkan 13 í Smekkleysu og stendur til 22. Denis segir best fyrir fólk að koma snemma eða um eftirmiðdaginn vilji það smakka sósuna. Hann byrjar að spila tónlist um 13 og svo seinni partinn og um kvöldið verða vinnustofur fyrir plötusnúða og mögulegt fyrir áhugasama plötusnúða að spila sína tónlist. „Það er í raun annar viðburður sem tekur við af mínum. En það verður tónlist, matur og þetta verður partý.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Indónesía Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira