Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2025 13:10 Arndís Kjartansdóttir, íbúi á völlunum í Hafnarfirði, segist hafa upplifað mikinn létti þegar fregnir bárust af því að Carbfix væri hætt við uppbyggingu í Hafnarfirði. Vísir/Einar Íbúi í Hafnarfirði segist hafa fellt tár þegar fregnir bárust af því í gær að Carbfix væri hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík. Léttirinn hafi verið gríðarlegur. „Það var gríðarlegur léttir í gær, ég ætla bara ekki að lýsa því. Tár streymdu, það var svo mikill léttir. Þetta er búin að vera tíu mánaða löng barátta og loksins, hættu þeir við verkefnið og léttirinn var gríðarlegur,“ segir Arndís Kjartansdóttir, íbúi á Völlunum. Hávær andstaða gegn verkefninu hefur verið hjá hluta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa meðal annars llýst áhyggjum af nálægð niðurdælingarborholna við íbúabyggð á völlunum. Í áliti Skipulagsstofnunar um verkefnið kemur fram að niðurdælingin væri ekki líkleg til þess að valda skjálftavirkna eða skaða vatnsból, en það sefaði ekki áhyggjur íbúa. Formaður Loftslagsráðs lýsti því í haust að hann teldi að umræða um verkefnið hafi farið út af sporinu og að Carbfix-tæknin sé eitt merkasta framlag Íslands til loftslagsbaráttunnar. Gagnrýni á hvernig staðið var að verkinu „Það var farið af stað í þetta verkefni án samráðs við íbúa í bænum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra ef ekki er talað við íbúa sem búa á svæðinu og mjög nálægt þessu stóra verkefni,“ segir Arndís. „Það er ekkert skrítið að íbúar séu uggandi þegar svona stórt verkefni á ferðinni. Þetta snýst ekki um gagnrýni á loftslagsmál eða að fólk vilji ekki taka þátt í því að hafa góð áhrif á loftslagið og breyta því. Þetta snýr miklu meira að því hvernig staðið var að verkefninu og staðsetningu verkefnisins.“ Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar lýsti efasemdum um verkefnið á dögunum og sagði framkvæmdastýra Carfix í gær að minnkandi stuðningur bæjarbúa hafi verið eina ástæða þess að hætt var við verkefnið. „Við vorum farin að fá bara kvíða yfir því að þurfa að standa í kosningabaráttu á móti stórfyriræki og Reykjavík með milljónir í vösunum. Við erum bara venjulegt fólk. Það er rosa gott að vita að páskarnir og sumarið fari ekki í kosningabaráttu,“ segir Arndís. Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01 Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
„Það var gríðarlegur léttir í gær, ég ætla bara ekki að lýsa því. Tár streymdu, það var svo mikill léttir. Þetta er búin að vera tíu mánaða löng barátta og loksins, hættu þeir við verkefnið og léttirinn var gríðarlegur,“ segir Arndís Kjartansdóttir, íbúi á Völlunum. Hávær andstaða gegn verkefninu hefur verið hjá hluta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa meðal annars llýst áhyggjum af nálægð niðurdælingarborholna við íbúabyggð á völlunum. Í áliti Skipulagsstofnunar um verkefnið kemur fram að niðurdælingin væri ekki líkleg til þess að valda skjálftavirkna eða skaða vatnsból, en það sefaði ekki áhyggjur íbúa. Formaður Loftslagsráðs lýsti því í haust að hann teldi að umræða um verkefnið hafi farið út af sporinu og að Carbfix-tæknin sé eitt merkasta framlag Íslands til loftslagsbaráttunnar. Gagnrýni á hvernig staðið var að verkinu „Það var farið af stað í þetta verkefni án samráðs við íbúa í bænum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra ef ekki er talað við íbúa sem búa á svæðinu og mjög nálægt þessu stóra verkefni,“ segir Arndís. „Það er ekkert skrítið að íbúar séu uggandi þegar svona stórt verkefni á ferðinni. Þetta snýst ekki um gagnrýni á loftslagsmál eða að fólk vilji ekki taka þátt í því að hafa góð áhrif á loftslagið og breyta því. Þetta snýr miklu meira að því hvernig staðið var að verkefninu og staðsetningu verkefnisins.“ Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar lýsti efasemdum um verkefnið á dögunum og sagði framkvæmdastýra Carfix í gær að minnkandi stuðningur bæjarbúa hafi verið eina ástæða þess að hætt var við verkefnið. „Við vorum farin að fá bara kvíða yfir því að þurfa að standa í kosningabaráttu á móti stórfyriræki og Reykjavík með milljónir í vösunum. Við erum bara venjulegt fólk. Það er rosa gott að vita að páskarnir og sumarið fari ekki í kosningabaráttu,“ segir Arndís.
Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01 Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21
Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01
Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13