Körfubolti

Máluðu Smárann rauðan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tvíeykið ógurlega, Kristófer Acox og Kári Jónsson, fagnar skemmtilega.
Tvíeykið ógurlega, Kristófer Acox og Kári Jónsson, fagnar skemmtilega. vísir/diego

Valur varð í gær bikarmeistari í annað sinn á þremur árum þegar liðið lagði KR örugglega að velli, 78-96, í Smáranum í Kópavogi.

Þetta var fimmti bikarmeistaratitill Vals og fimmti stóri titilinn sem liðið vinnur síðan 2022.

KR-ingar áttu ekki mikla möguleika gegn öflugum Valsmönnum í leiknum í gær. Valur hitti úr helmingi þriggja stiga skota sinna en KR aðeins úr 21 prósent sinna skota fyrir utan þriggja stiga línuna.

Taiwo Badmus skoraði 27 stig og tók ellefu fráköst fyrir Val sem vann á endanum átján stiga sigur, 78-96.

Pawel Cieslikiewicz, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í Smáranum í gær og tók myndirnir sem fylgja fréttinni.

Dómarar leiksins, Kristinn Óskarsson, Sigmundur Már Herbertsson og Birgir Örn Hjörvarsson.vísir/diego
Kristófer leggur boltann ofan í körfuna.vísir/diego
Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, með pennann á lofti.vísir/diego
Frank Aron Booker á vítalínunni.vísir/diego
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson umkringdur varnarmönnum Vals.vísir/diego
Finnur Freyr Stefánsson hefur nú orðið fjórum sinnum bikarmeistari á þjálfaraferlinum.vísir/diego
Stuðningsmenn Vals máluðu Smárann rauðan.vísir/diego
Badmus var valinn maður leiksins. Hér tekur hann við viðurkenningunni úr hendi Hannesar Jónssonar, framkvæmdastjóra KKÍ.vísir/diego
Kristófer hefur bikarinn á loft.vísir/diego
Alsæll Kári með bikarinn. Hann skoraði tíu stig og gaf sjö stoðsendingar í leiknum.vísir/diego
Tómas Davíð Thomasson, Joshua Jefferson og Adam Ramstedt sáttir á svip.vísir/diego
VÍS-bikarmeistarar Vals 2025.vísir/diego


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×