Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. mars 2025 12:01 Ása Karen Jónsdóttir var að opna sýninguna Á milli þess kunnuglega. Elísabet Blöndal „Ég hef mikinn áhuga á mannlegri hegðun og hlustaði á hlaðvarp um ADHD þar sem var verið að tala um áhrif samfélagsmiðla á heilann okkar. Það var í raun byrjunin á þessu sköpunarferli,“ segir listakonan Ása Karen Jónsdóttir sem var að opna sýninguna „Á milli þess kunnuglega“ í Gallerí Kontór. Ása Karen er fædd árið 1990 en flutti ung að árum til Bretlands og er nú komin aftur til Íslands. Ása lauk BA prófi í textílhönnun frá London College of Fashion 2013 og seinna MA prófi í myndlist frá Royal College of Art í sömu borg árið 2022. Teiknaði meðan mamman lærði hjúkrunarfræði Listrænn áhugi hennar kviknaði snemma. „Ég hef frá því að ég var barn verið mikið að teikna og mála. Mamma tók mig oft með í háskólann þar sem hún stundaði hjúkrunarnám og þá teiknaði ég bara á meðan. Síðan fór ég í Myndlistarskólann í Reykjavík og ætli mín fyrstu abstrakt verk hafi ekki bara orðið til þar, þegar okkur var sagt að mála landslagið sem við sáum út um gluggann.“ Stefnan var þó ekki upphaflega sett á myndlistina. „Ég ætlaði fyrst í leiklist, ljósmyndun og svo fatahönnun en það var ekki fyrr en í seinni tíð sem ég áttaði mig á því að ég gæti nýtt alla þessa skapandi þætti í listinni. Þá small þetta saman og ég áttaði mig á því að þar ætti ég heima.“ Metnaður, samkeppni og innblástur í London Ása stundaði nám sitt í London og lærði mikið af borginni. „Ég flutti til London þrettán ára gömul þannig ég þekkti kannski ekki neitt annað en breska skólakerfið þegar ég fór svo í háskólanám þar. Það er mikill metnaður og samkeppni í London og borgin stútfull af alls konar innblæstri, þannig ég er bara ótrúlega þakklát fyrir alla mina skólagönguna.“ Ása í skólanum í London.Aðsend Aðspurð hvort hún finni mikinn mun á senunni úti og hér heima segir hún: „Listasenan hér er auðvitað mun minni, þannig að það er auðveldara að mynda tengsl og svo framvegis, en aftur á móti er þetta lítill heimur og maður er fljótur að átta sig á því líka í Bretlandi.“ Offramleiðsla dópamíns á samfélagsmiðlum Árekstrar umhverfisins við okkur mannfólkið eru Ásu hjartfólgnir. „Ég hef mikinn áhuga á mannlegri hegðun og hlustaði á hlaðvarp um ADHD þar sem var verið að tala um áhrif samfélagsmiðla á heilann okkar. Það var í raun byrjunin á þessu sköpunarferli. Þessi setning: „How many times do we swipe until we are absolutely not looking anymore?“, eða: „Hversu oft skrollum við þangað til að við erum algjörlega ekkert að horfa?“ greip mig.“ Fyrir sýninguna fór Ása nýjar leiðir og færði sig meðal annars úr stórum verkum yfir í minni. „Ég var mikið að spá í því sem var sagt í þessu hlaðvarpi að samfélagsmiðlarnir væru hálfgerð offramleiðsla af dópamíni fyrir heilann og að allt annað hversdagslegt væri bara hálf dapurt eða ómerkilegt í samanburði við það. Þannig svona almennt séð þá var þetta kveikjan að sýningunni, svo fer maður með þessar hugmyndir í ákveðið ferðalag.“ Hugmyndir um samfélagsmiðla, áhrif þeirra á heilann okkar og samhengið við hversdagsleikann spila stórt hlutverk á sýningu Ásu.Elísabet Blöndal Hún segir að út frá hennar eigin upplifun finnist henni samfélagsmiðlar geta haft áhrif á listsköpunina. „Maður getur auðveldlega smitast af einhverju sem maður sér þar og það er akkúrat líka sem heillaði mig við að skoða þetta aðeins með samfélagsmiðlana, þar sem stundum síast inn hlutir sem þú ætlar kannski ekki að taka til þín en undirmeðvitundin óvart búin að taka inn. Auðvitað er það alls ekkert alltaf neikvætt, það getur farið í báðar áttir. En ég held að þegar maður fer að skapa þá er maður fljótur að sjá hvað kemur frá hjartanu og hvað er hálf yfirborðskennt og þá lætur maður það bara fjúka.“ Reynir að vinna frekar með tækniþróuninni En hræðist hún að tækniþróun á borð við gervigreind geti haft afgerandi áhrif á myndlistina? „Nei, ég held að maður verði nú bara að taka því sem komið er og ekki vera að óttast það, frekar að hugsa hvernig það gæti nýst okkur. Vonandi tekur tæknin ekki yfir innsæi og ástríðu listamannsins, þessa mannlegu nálgun að verkinu.“ Burkni J. Óskarsson, Skúli Tómas Gunnlaugsson og Ása Karen Jónsdóttir á opnuninni.Aðsend Ása opnaði sýninguna með pomp og prakt í Gallery Kontór, Hverfisgötu 16a. „Það var bara ótrúlega góð stemning og gaman að sjá hve margir gátu gefið sér tíma til að koma til okkar og kíkja á sýninguna. Það var mikið af fólki á tímabili þannig ég mæli eindregið með því að fólk kíki aftur við ef það vil skoða verkin í meiri næði.“ Það er svo nóg á döfinni. „Ég stefni að sýningu erlendis og svo ætla ég bara halda áfram að skapa og vinna að komandi verkefnum.“ Myndlist Sýningar á Íslandi Menning Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ása Karen er fædd árið 1990 en flutti ung að árum til Bretlands og er nú komin aftur til Íslands. Ása lauk BA prófi í textílhönnun frá London College of Fashion 2013 og seinna MA prófi í myndlist frá Royal College of Art í sömu borg árið 2022. Teiknaði meðan mamman lærði hjúkrunarfræði Listrænn áhugi hennar kviknaði snemma. „Ég hef frá því að ég var barn verið mikið að teikna og mála. Mamma tók mig oft með í háskólann þar sem hún stundaði hjúkrunarnám og þá teiknaði ég bara á meðan. Síðan fór ég í Myndlistarskólann í Reykjavík og ætli mín fyrstu abstrakt verk hafi ekki bara orðið til þar, þegar okkur var sagt að mála landslagið sem við sáum út um gluggann.“ Stefnan var þó ekki upphaflega sett á myndlistina. „Ég ætlaði fyrst í leiklist, ljósmyndun og svo fatahönnun en það var ekki fyrr en í seinni tíð sem ég áttaði mig á því að ég gæti nýtt alla þessa skapandi þætti í listinni. Þá small þetta saman og ég áttaði mig á því að þar ætti ég heima.“ Metnaður, samkeppni og innblástur í London Ása stundaði nám sitt í London og lærði mikið af borginni. „Ég flutti til London þrettán ára gömul þannig ég þekkti kannski ekki neitt annað en breska skólakerfið þegar ég fór svo í háskólanám þar. Það er mikill metnaður og samkeppni í London og borgin stútfull af alls konar innblæstri, þannig ég er bara ótrúlega þakklát fyrir alla mina skólagönguna.“ Ása í skólanum í London.Aðsend Aðspurð hvort hún finni mikinn mun á senunni úti og hér heima segir hún: „Listasenan hér er auðvitað mun minni, þannig að það er auðveldara að mynda tengsl og svo framvegis, en aftur á móti er þetta lítill heimur og maður er fljótur að átta sig á því líka í Bretlandi.“ Offramleiðsla dópamíns á samfélagsmiðlum Árekstrar umhverfisins við okkur mannfólkið eru Ásu hjartfólgnir. „Ég hef mikinn áhuga á mannlegri hegðun og hlustaði á hlaðvarp um ADHD þar sem var verið að tala um áhrif samfélagsmiðla á heilann okkar. Það var í raun byrjunin á þessu sköpunarferli. Þessi setning: „How many times do we swipe until we are absolutely not looking anymore?“, eða: „Hversu oft skrollum við þangað til að við erum algjörlega ekkert að horfa?“ greip mig.“ Fyrir sýninguna fór Ása nýjar leiðir og færði sig meðal annars úr stórum verkum yfir í minni. „Ég var mikið að spá í því sem var sagt í þessu hlaðvarpi að samfélagsmiðlarnir væru hálfgerð offramleiðsla af dópamíni fyrir heilann og að allt annað hversdagslegt væri bara hálf dapurt eða ómerkilegt í samanburði við það. Þannig svona almennt séð þá var þetta kveikjan að sýningunni, svo fer maður með þessar hugmyndir í ákveðið ferðalag.“ Hugmyndir um samfélagsmiðla, áhrif þeirra á heilann okkar og samhengið við hversdagsleikann spila stórt hlutverk á sýningu Ásu.Elísabet Blöndal Hún segir að út frá hennar eigin upplifun finnist henni samfélagsmiðlar geta haft áhrif á listsköpunina. „Maður getur auðveldlega smitast af einhverju sem maður sér þar og það er akkúrat líka sem heillaði mig við að skoða þetta aðeins með samfélagsmiðlana, þar sem stundum síast inn hlutir sem þú ætlar kannski ekki að taka til þín en undirmeðvitundin óvart búin að taka inn. Auðvitað er það alls ekkert alltaf neikvætt, það getur farið í báðar áttir. En ég held að þegar maður fer að skapa þá er maður fljótur að sjá hvað kemur frá hjartanu og hvað er hálf yfirborðskennt og þá lætur maður það bara fjúka.“ Reynir að vinna frekar með tækniþróuninni En hræðist hún að tækniþróun á borð við gervigreind geti haft afgerandi áhrif á myndlistina? „Nei, ég held að maður verði nú bara að taka því sem komið er og ekki vera að óttast það, frekar að hugsa hvernig það gæti nýst okkur. Vonandi tekur tæknin ekki yfir innsæi og ástríðu listamannsins, þessa mannlegu nálgun að verkinu.“ Burkni J. Óskarsson, Skúli Tómas Gunnlaugsson og Ása Karen Jónsdóttir á opnuninni.Aðsend Ása opnaði sýninguna með pomp og prakt í Gallery Kontór, Hverfisgötu 16a. „Það var bara ótrúlega góð stemning og gaman að sjá hve margir gátu gefið sér tíma til að koma til okkar og kíkja á sýninguna. Það var mikið af fólki á tímabili þannig ég mæli eindregið með því að fólk kíki aftur við ef það vil skoða verkin í meiri næði.“ Það er svo nóg á döfinni. „Ég stefni að sýningu erlendis og svo ætla ég bara halda áfram að skapa og vinna að komandi verkefnum.“
Myndlist Sýningar á Íslandi Menning Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira