Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2025 13:44 Bakterían sem veldur berklum séð í gegnum öreindasmásjá. AP/Janice Carr/Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna Berklasmitum á meðal barna fjölgaði um tíu prósent á milli ára í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að grípa þurfi strax til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu smitsjúkdómsins sem er ein af helstu dánarorsökum manna á heimsvísu. Fleiri en 7.500 börn yngri en fimmtán ára smituðust af berklum á Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem er skilgreint sem Evrópa og Mið-Asía, árið 2023. Smituðum fjölgaði um tíu prósent á milli ára. Börn yngri en fimmtán ára voru 4,3 prósent þeirra sem smituðust af berklum innan ríkja Evrópusambandsins árið 2023 samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar. Þetta var þriðja árið í röð sem berklasmitum fjölgaði á meðal barna í álfunni. Askar Yedilbayev, ráðgjafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um berkla í Evrópu, segir við Reuters-fréttastofuna að fjölgunin geti skýrst af betri greiningu á sjúkdómnum. Einnig sé þó mögulegt að hún tengist auknum fólksflutningum vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Berklasmit eru tíðust í Rússlandi og Úkraínu í heimshlutanum. Lækkandi framlög þjóða til baráttunnar gegn berklum er sögð auka hættu á að afbrigði sem erfitt er að eiga við skjóti upp kollinum. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í síðustu viku að fleiri en 10.000 berklasmit hefðu greinst þar árið 2023. Þau höfðu ekki verið fleiri í meira en áratug. Berklar eru á meðal tíu algengustu dánarorsaka í heiminum. Þeir eru bakteríusjúkdómur sem leggst helst á lungu og smitast í gegnum andrúmsloft þegar sýktir einstaklingar hósta og hnerra. Nokkur berklasmit greinast á Íslandi á hverju ári. Berklaveiki var ein helsta heilsufarsógnin í Evrópu eftir iðnbyltingu. Á þriðja tug síðustu aldar var um fimmtungur dauðsfalla á Íslandi af völdum berkla. Þá létust um 400 börn fyrir hverja hundrað þúsund íbúa á hverju ári frá 1926 til 1930. Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Fleiri en 7.500 börn yngri en fimmtán ára smituðust af berklum á Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem er skilgreint sem Evrópa og Mið-Asía, árið 2023. Smituðum fjölgaði um tíu prósent á milli ára. Börn yngri en fimmtán ára voru 4,3 prósent þeirra sem smituðust af berklum innan ríkja Evrópusambandsins árið 2023 samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar. Þetta var þriðja árið í röð sem berklasmitum fjölgaði á meðal barna í álfunni. Askar Yedilbayev, ráðgjafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um berkla í Evrópu, segir við Reuters-fréttastofuna að fjölgunin geti skýrst af betri greiningu á sjúkdómnum. Einnig sé þó mögulegt að hún tengist auknum fólksflutningum vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Berklasmit eru tíðust í Rússlandi og Úkraínu í heimshlutanum. Lækkandi framlög þjóða til baráttunnar gegn berklum er sögð auka hættu á að afbrigði sem erfitt er að eiga við skjóti upp kollinum. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í síðustu viku að fleiri en 10.000 berklasmit hefðu greinst þar árið 2023. Þau höfðu ekki verið fleiri í meira en áratug. Berklar eru á meðal tíu algengustu dánarorsaka í heiminum. Þeir eru bakteríusjúkdómur sem leggst helst á lungu og smitast í gegnum andrúmsloft þegar sýktir einstaklingar hósta og hnerra. Nokkur berklasmit greinast á Íslandi á hverju ári. Berklaveiki var ein helsta heilsufarsógnin í Evrópu eftir iðnbyltingu. Á þriðja tug síðustu aldar var um fimmtungur dauðsfalla á Íslandi af völdum berkla. Þá létust um 400 börn fyrir hverja hundrað þúsund íbúa á hverju ári frá 1926 til 1930.
Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira